Aug 22, 2008

Tíminn flýgur og áfram Ísland!!!!

Það er eiginlega alveg ótrúlegt hvað tíminn líður alltaf hratt - einmitt þegar maður hefur það gott og tíminn ætti að silast áfram, ja svona til að fríið endist sem lengst! (maður verður auðvitað að sýna lit og vera aðeins á heimspekilegu nótunum Ólafi Stefánssyni til heiðurs ;-) )

Jóel Kristinn er núna búinn að vera alvöru skólastrákur í 2 vikur. Hann er mjög ánægður í skólanum, segist vera stilltur og prúður og við bara trúum því! Fyrsti foreldrafundurinn var haldinn á fimmtudagskvöld þar sem skólastarfið var kynnt. Það var mjög gaman að fá í fyrsta sinn að prófa að mæta sem foreldri í grunnskólann. Foreldrahópurinn virkaði mjög hress og skemmtilegur og "rifist" var um að fá að vera í foreldraráðinu - bara gaman! Það er ýmislegt í boði fyrir Jóel í SFO-inu er að byrja Beatbox-námskeið (söngur, dans, hljóðfæraleikur, sögur......) þar sem þau fá indverskan dansara og afrískan tónlistarmann og leikara sem kennara. Frítt og á skólatíma - flokkast sem lúxus!

Fannar Ingi á pínu erfitt á leikskólanum nú þegar stóri bróðir er farinn í skólann. Mætir sæll og glaður á morgnana en er oft lítill í sér og stundum grátandi þegar við komum að sækja hann. Er oft farinn að spyrja um mömmu sína, sérstaklega ef Ísak vinur hans er farinn heim. Þetta kemur nú samt vonandi allt saman hjá honum...

Við fjölskyldan skruppum til Köben með lestinni um síðustu helgi og fórum í Tívolí með ömmu Stínu og afa Jóel og "Svíunum" okkar. Alltaf gaman að koma í Tívolí. Horfðum á Ísland -Danmörk á bar í tívolíinu - bara gaman. Gengum líka um miðbæinn með öllum hinum túristunum. Kíktum á lífvarðaskiptin enda gistum við í frábærri íbúð nánast í bakgarði drottningarinnar. Strákarnir alsælir bæði með að fá að hitta ömmu og afa og frændur sína og að fá loksins af fara í lestina.

Vikan hefur liðið hratt. Handbolti, ræktin, keyra og sækja í skólann hafa verið helstu viðfangsefnin. Engum leiddist hér í dag þegar við horfðum á Ísland - Spán. Það var líka gaman að mæta með Jóel á fótboltaæfinguna strax eftir leikinn og ræða aðeins um handboltann við Danina!!!! Jóel þarf reyndar að sleppa einu fótboltamóti á sunnudagsmorgun þar sem við ætlum að horfa á úrslitaleikinn með nágrönnum okkar. Það verður sko þvílík veisla.

Áfram Ísland

No comments: