Jamms við hjónin erum að pakka niður til að koma heim í brúðkaupið hennar Regínu og auðvitað hans Svenna líka.
Komum seint á fimmtudagskvöld og förum aftur eldsnemma á sunnudagsmorgun þannig að við gerum nú ekki mikið meira en að mæta í brúðkaupið og fara aftur heim. Við þurfum nefnilega að drífa okkur aftur heim til að bjarga geðheilsu nágrannakonu okkar sem ætlar að passa strákana okkar tvo auk barnanna sinna þriggja ... það verður víst ekki mikið um rólegheit þar þessa helgina - þó svo að öll börnin fimm séu auðvitað draumabörn!
Erum búin að hafa það nokkuð gott hérna í vikunni. Héldum morgunpartý á sunnudaginn fyrir alla íslensku nágranna okkar. Allir komu með eitthvað gott á morgunverðarhlaðborð, íslenski fánin, húfur og fleira í fánalitunum skreyttu gestina og Danirnir á móti héldu líklega að við værum endanlega gengin af göflunum. Ekki hversu oft hefur maður tækifæri til að sjá Ísland leika til úrslita á Ólympíuleikum - það hefur nú verið haldið partý af minna tilefni.
Er að fara að pakka,
Bestu kveðjur,
Aug 27, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment