Jamms - þar sem hér á síðunni eiga að vera aðgengilegar fréttir fyrir afa, ömmur, vinkonur og vini (og aðra forvitna - hehe) þá er best að gefa smá skýrslu um skólastrákinn Jóel Kristinn sem hefur líklega elst um 10 ár bara síðan í ágúst!!!
Viby skole: Drengurinn fer einn með leigubíl á morgnana í skólann (á kostnað kommúnunnar - og þar með kostnað skattborgaranna - og þar með á kostnað foreldra bekkjarfélaga Jóels ... hmmm). Í skólanum er hann mest í skemmtiferðum og afmælum. Á síðustu 7 skóladögum er hann búinn að fara í 3 afmæli, 1 sveitaferð, 1 vettvangsferð í mjólkurframleiðslufyrirtæki og 2 daga í skólanum! Í SFO-inu (eftir hádegi) gengur hann á stultum, tjúttar á beatboxnámskeiði, smíðar á tréverkstæði og fleira skemmtilegt. Síðan kemur hann heim með leigubílnum um kl. 15:30.
Tómstundir: Á fimmtudögum fer hann í spring-gymnastik. Þar hoppar hann á loftdýnu, stendur á haus og höndum og hoppar á trampolíni yfir á stóra dýnu. Á trampolíninu fara strákarnir í kollhnísa í loftinu, yfirslag yfir stóra mjúka dýnu (þ.e. að hoppa af trampolininu og upp á dýnuna þar sem lent er á höndum og svo farið yfir sig þannig að lent er á fótum á dýnu fyrir neðan) og ýmislegt fleira. Þetta gera þeir reyndar allt með þjálfurum sem nánast halda á þeim í gegnum ferlið en það er samt ótrúlegt að fylgjast með þessu öllu saman!
Á föstudögum er það svo fótboltinn. Það þarf nú ekkert að útskýra það neitt nánar en honum fylgja nú oft lítil mót um helgar þó að við höldum að það sé komið keppnisfrí - þangað til innanhúsfótboltinn byrjar.
Annað: Jóel fór í vikunni í fyrsta sinn aleinn á msn. Hann "talaði" við Kristínu Hrefnu frænku sína. Jóel skrifaði og las allt sjálfur þar sem mamman var bara að sinna þvottinum og pabbinn var úti og svo að undirbúa matinn! Drengurinn skríkti af gleði honum fannst þetta svo gaman! Nú er bara spurning hvort hann verður ekki að fá eigið netfang og msn svo hann geti bara sjálfur séð um að eiga samskipti við fólkið sitt á Íslandi - hehe
Jóel hefur líka tekið þvílíkum framförum í að teikna síðan að skólinn byrjaði. Ég læt fylgja eina mynd sem hann teiknaði handa mömmu sinni hérna við stofuborðið um daginn.
Læt þetta duga af honum Jóel Kristni í bili
Sep 26, 2008
Sep 23, 2008
Það er ekkert kominn vetur!
Síðast þegar ég skellti inn smá bloggi, hélt ég því fram að það væri að koma vetur. Í augnablikinu virðist hann vera hættur við að koma þó að hitastigið sé nú kannski ekkert hátt, kannski 16° - 17° sem er bara fínt. Það er sem sagt sól og blíða hér og spáin fyrir a.m.k. næstu tvo daga er meiri sól og blíða. Tilvalið að skreppa með fjölskylduna í hjólatúra, skella sér í golf eða eitthvað álíka heilbrigt!
Erum reyndar ekkert stanslaust í hollustunni. Hér í götunni eru oft haldin matarboð og á föstudaginn fengum við íslenskt lambalæri með íslensku meðlæti og svo ýmislegt misóhollt eftir matinn. Sumum þessum matarboðum fylgir svo spilamennska fram á rauða nótt...
Við héldum svo íslensk kökuboð bæði á laugardag og sunnudag. Fengum Jódísi frænku hans Helga til okkar á laugardag með strákana sína tvo og á sunnudag kom skólabróðir Helga í heimsókn með fjölskylduna sína sem reyndar hefur stækkað síðan þá því að þau eignuðum son í gærkvöldi - gaman af því (kannski það hafi verið vöfflurnar sem komu öllu af stað)!
Jóel Kristinn er svo í stanslausum veislum í skólanum sínum. Það er nefnilega þannig að þegar einhver í bekknum á afmæli fer kennarinn með allan bekkinn heim til afmælisbarnsins og þar er haldin veisla. Þrjá daga í röð hafa stelpur úr bekknum átt afmæli. Á fimmtudag, föstudag og í gær (mánudag) fór allur skóladagurinn í afmælisveislu og til að krydda skemmtilegheitin í þessum skóla voru þau í sveitaferð á miðvikudag, þannig að í dag er fyrsti skóladagurinn í næstum viku!!! Það er líklega erfitt að láta sér leiðast í þessum skóla!
Fannar er bara eldhress í leikskólanum - er orðinn alveg sáttur að vera "einn" án stóra bróður.
Annars bara best að fara að sinna náminu svo maður komist út þegar strákarnir koma heim úr skólunum sínum.
Bestu kveðjur,
Erum reyndar ekkert stanslaust í hollustunni. Hér í götunni eru oft haldin matarboð og á föstudaginn fengum við íslenskt lambalæri með íslensku meðlæti og svo ýmislegt misóhollt eftir matinn. Sumum þessum matarboðum fylgir svo spilamennska fram á rauða nótt...
Við héldum svo íslensk kökuboð bæði á laugardag og sunnudag. Fengum Jódísi frænku hans Helga til okkar á laugardag með strákana sína tvo og á sunnudag kom skólabróðir Helga í heimsókn með fjölskylduna sína sem reyndar hefur stækkað síðan þá því að þau eignuðum son í gærkvöldi - gaman af því (kannski það hafi verið vöfflurnar sem komu öllu af stað)!
Jóel Kristinn er svo í stanslausum veislum í skólanum sínum. Það er nefnilega þannig að þegar einhver í bekknum á afmæli fer kennarinn með allan bekkinn heim til afmælisbarnsins og þar er haldin veisla. Þrjá daga í röð hafa stelpur úr bekknum átt afmæli. Á fimmtudag, föstudag og í gær (mánudag) fór allur skóladagurinn í afmælisveislu og til að krydda skemmtilegheitin í þessum skóla voru þau í sveitaferð á miðvikudag, þannig að í dag er fyrsti skóladagurinn í næstum viku!!! Það er líklega erfitt að láta sér leiðast í þessum skóla!
Fannar er bara eldhress í leikskólanum - er orðinn alveg sáttur að vera "einn" án stóra bróður.
Annars bara best að fara að sinna náminu svo maður komist út þegar strákarnir koma heim úr skólunum sínum.
Bestu kveðjur,
Sep 13, 2008
Rútínan
Nú má eiginlega segja að það sé að koma vetur!
Ég fann það í gær þegar við fjölskyldan fórum á föstudagsfótboltaæfinguna en í stað þess að njóta sólarinnar á stuttermabolnum og safna lit þá var ég komin í jakka og að frjósa úr kulda. Það er kannski pínulítið undarlegt ef tekið er tillit til þess að hitastigið var þó 15°C !!! En 15° hér hljóta bara að vera eitthvað kaldari en 15° á Íslandi því það var skítkalt!
Nú eru tómstundamál vetrarins komin á hreint. Fannar Ingi fer í Boldspil í íþróttaskóla AGF á miðvikudögum, Jóel Kristinn fer í drengespring sem er fimleikahópur hjá Viby á fimmtudögum og á föstudögum fara þeir bræður báðir á fótboltaæfingu. Jamms, Fannar Ingi er sem sagt líka byrjaður að æfa, búin að vera með á 2 æfingum og er bara rosa duglegur, sérstaklega að gera æfingarnar. Hann er ekki alveg að skilja tilgangin í leiknum þegar það er bara einn bolti notaður í einu. Honum finnst meira gaman þegar hver og einn fær sinn bolta!
Við fórum í morgun á fótboltamót (eins og reyndar síðasta laugardag líka). Það er bara mjög hressandi að vakna snemma og skella sér út á fótboltavöll með drengina og hvetja liðið áfram. Í dag endaði mótið með því að allir fengu medalíur - það þykir nú ekki slæmt þegar maður er 6 ára!
Við fullorðna fólkið erum nú ekki með neinar svona tómstundir fastar á stundaskránni. Helgi er bara með myndavélina á lofti í tíma og ótíma og í þessum "töluðum" orðum er hann einmitt með myndavélina sem afsökun fyrir því að vera með Jóa nágranna sínum á fótboltamóti íslenskra karlmanna hér í DK!!! Á meðan hefur Þórunn nágranni minn (kærastan hans Jóa og kannski einhvern tímann tilvonandi eiginkona hans - hehe) verið að kynna mér sínar helstu tómstundir. En þar sem þetta er opin vefur þá er ég ekkert að útskýra það neitt nánar - hehe....................
Framundan er bara að keyra og sækja drengina í og úr skóla og tómstundum. Lærdómur og ræktin.
Í október fáum svo við heimsóknir. Amma Guðlaug kemur til okkar fyrstu helgina og amma og afi á Selfossi koma síðustu helgina í október.
Bestu kveðjur,
Sep 3, 2008
Endalaus gleði og rútínan byrjuð!
Hæ hæ,
Það er sko hvorki hægt að kvarta undan aðgerðarleysi né skort á gleði hér í Bögeskovparken.
Við foreldrarnir á heimilinu skelltum okkur til Íslands um síðustu helgi í mjög stutt stopp - bara til að mæta í brúðkaupið hennar Regínu og auðvitað Svenna! Í stuttu máli var brúðkaupið stórkostleg skemmtun og endalaus gleði frá A - Ö!!!!!! Tónlistin í kirkjunni var gjörsamlega stórkostleg. Ég til dæmis grenjaði (eða táraðist) í fyrsta skipti yfir swing-lagi þegar Hera Björk, Margrét Eir og Heiða sungu Þú komst við hjartað í mér í frábærri útsetningu. Mér hefur alltaf þótt þær frábærar söngkonur en núna - bara enn betri!!! Það voru auðvitað fleiri tónlistarmenn í kirkjunni t.d. Friðrik Ómar og voru allir frábærir. Veislan var svo endalaus skemmtun, Friðrik Ómar og Hera Björk fóru gjörsamlega á kostum sem veislustjórar og þegar Aníta söng fyrir mömmu sína þá grét allur salurinn - enda var hún alveg yndisleg!
Helgi tók sérstaka mynd af Anítu til að sýna Jóel þar sem hún brosti fallega til hans. Þið hefðuð átt að sjá svipinn á honum þegar hann sá myndina af henni, fallega greiddri í brúðarmeyjakjólnum - það var sætt!
Nú á meðan við skemmtum okkur í veislunni voru drengirnir bara hjá nágrönnunum! Jamms - það eru ekki margir sem geta bara skilið börnin sín eftir í öruggum höndum nágrannanna - en það getum við! (kannski ekki á hverju degi samt .......... en svona einu sinni) Nú stöndum við í stórri þakkarskuld sem við finnum einhverja leið til að greiða.............
Fannar Ingi er ennþá oft leiður á leikskólanum þegar við komum að sækja hann. Hann er vanur að hafa stóra bróður og fullt af íslenskum börnum. Nú þarf hann stundum að vera einn með dönsku börnunum (sem reyndar eru fæst dönsk) sem tala bara dönsku og það þykir honum ekki nógu gott! En hann þarf að læra þetta og reyna að kynnast dönsku börnunum betur. Í morgun fór hann alsæll á leikskólann enda stendur til ferð niður í bæ að sjá Cirkus Charlie. Það vill svo skemmtilega til að Jóel er líka að fara með skólanum sínum á sömu sýningu. Þetta er allt í tilefni af Århus festuge sem er núna.
Annars erum við mjög ánægð með skólann hans Jóels Kristins, mikið um að vera og allt mjög skemmtilegt en á sama tíma afslappað. Hér á eftir er brot úr fréttabréfi frá SFO-inu hans (berið það saman við íslenska heilsdagsskólann -hmmm...) 0.B er bekkurinn hans Jóels og ég set hér inn smá sem tilheyrir bara hans bekk, hér kemur smá lýsing á því sem Jóel er að fást við á daginn:
"0.B er super udebørn. Vi er næsten ude hele dagen. Børnene kører moon-cars, spiller fodbold, laver flotte ting i ”Torbens skur” (træværkstedet), plukker brombær, graver mudderkanaler, hænger med hovedet nedad i klatrestativet, laver snobrød og mange flere ting. Rigtig mange børn har allerede lært at gå på stylter – de har øvet og øvet og er blevet rigtig gode til det. Vi nyder at vejret stadig indbyder til masser af udeleg, en regnbyge er ingen hindring – så HUSK regntøj, gummistøvler og skiftetøj. Mange børn vil gerne ud i regnen, men mangler nogle gange den rette påklædning. Sidst på eftermiddagen vil nogle af børnene gerne indenfor at lege, spille et spil og slappe lidt af. Alle de nye indtryk gør, ”at batterierne er lidt flade” sidst på eftermiddagen.
Så er vi startet på vores musikforløb med Jimmi og Sassi – Beatbox. Det er rigtig godt! Allerede første gang med Jimmi, lærte vi at synge afrikansk, danse og spille på tromme. Jimmi er alletiders og har musik helt ned i storetæerne. Vi glæder os til at møde Sassi næste gang.
Vi har været ovre i gymnastikhallen en gang. Det var en stor succes. Vi vil bruge gymnastikhallen ligeså meget, som det kan lade sig gøre. Vi skriver på tavlen udenfor klasselokalet, når vi går derover, så I ved, hvor I kan finde os.
Onsdag de. 3.9 tager vi i Cirkus Charlie i Festugen, I får nærmere besked herom."
Jamms - hér sé gaman. Þess má geta að Jóel Kristinn er einn af þeim sem er búinn að læra að ganga á stultum. Þetta eru svona alvöru stultur sem eru festar á fæturnar, þannig að hann hefur ekkert til að halda sér í!!!!! (ég verð að viðurkenna að ég var pínu stressuð þegar hann var að sýna mér listir sínar fyrst..... hehe)
Annars skólinn byrjaður hjá öllum, rútínan komin í gang. Best að fara að læra.
Bestu kveðjur,
Það er sko hvorki hægt að kvarta undan aðgerðarleysi né skort á gleði hér í Bögeskovparken.
Við foreldrarnir á heimilinu skelltum okkur til Íslands um síðustu helgi í mjög stutt stopp - bara til að mæta í brúðkaupið hennar Regínu og auðvitað Svenna! Í stuttu máli var brúðkaupið stórkostleg skemmtun og endalaus gleði frá A - Ö!!!!!! Tónlistin í kirkjunni var gjörsamlega stórkostleg. Ég til dæmis grenjaði (eða táraðist) í fyrsta skipti yfir swing-lagi þegar Hera Björk, Margrét Eir og Heiða sungu Þú komst við hjartað í mér í frábærri útsetningu. Mér hefur alltaf þótt þær frábærar söngkonur en núna - bara enn betri!!! Það voru auðvitað fleiri tónlistarmenn í kirkjunni t.d. Friðrik Ómar og voru allir frábærir. Veislan var svo endalaus skemmtun, Friðrik Ómar og Hera Björk fóru gjörsamlega á kostum sem veislustjórar og þegar Aníta söng fyrir mömmu sína þá grét allur salurinn - enda var hún alveg yndisleg!
Helgi tók sérstaka mynd af Anítu til að sýna Jóel þar sem hún brosti fallega til hans. Þið hefðuð átt að sjá svipinn á honum þegar hann sá myndina af henni, fallega greiddri í brúðarmeyjakjólnum - það var sætt!
Nú á meðan við skemmtum okkur í veislunni voru drengirnir bara hjá nágrönnunum! Jamms - það eru ekki margir sem geta bara skilið börnin sín eftir í öruggum höndum nágrannanna - en það getum við! (kannski ekki á hverju degi samt .......... en svona einu sinni) Nú stöndum við í stórri þakkarskuld sem við finnum einhverja leið til að greiða.............
Fannar Ingi er ennþá oft leiður á leikskólanum þegar við komum að sækja hann. Hann er vanur að hafa stóra bróður og fullt af íslenskum börnum. Nú þarf hann stundum að vera einn með dönsku börnunum (sem reyndar eru fæst dönsk) sem tala bara dönsku og það þykir honum ekki nógu gott! En hann þarf að læra þetta og reyna að kynnast dönsku börnunum betur. Í morgun fór hann alsæll á leikskólann enda stendur til ferð niður í bæ að sjá Cirkus Charlie. Það vill svo skemmtilega til að Jóel er líka að fara með skólanum sínum á sömu sýningu. Þetta er allt í tilefni af Århus festuge sem er núna.
Annars erum við mjög ánægð með skólann hans Jóels Kristins, mikið um að vera og allt mjög skemmtilegt en á sama tíma afslappað. Hér á eftir er brot úr fréttabréfi frá SFO-inu hans (berið það saman við íslenska heilsdagsskólann -hmmm...) 0.B er bekkurinn hans Jóels og ég set hér inn smá sem tilheyrir bara hans bekk, hér kemur smá lýsing á því sem Jóel er að fást við á daginn:
"0.B er super udebørn. Vi er næsten ude hele dagen. Børnene kører moon-cars, spiller fodbold, laver flotte ting i ”Torbens skur” (træværkstedet), plukker brombær, graver mudderkanaler, hænger med hovedet nedad i klatrestativet, laver snobrød og mange flere ting. Rigtig mange børn har allerede lært at gå på stylter – de har øvet og øvet og er blevet rigtig gode til det. Vi nyder at vejret stadig indbyder til masser af udeleg, en regnbyge er ingen hindring – så HUSK regntøj, gummistøvler og skiftetøj. Mange børn vil gerne ud i regnen, men mangler nogle gange den rette påklædning. Sidst på eftermiddagen vil nogle af børnene gerne indenfor at lege, spille et spil og slappe lidt af. Alle de nye indtryk gør, ”at batterierne er lidt flade” sidst på eftermiddagen.
Så er vi startet på vores musikforløb med Jimmi og Sassi – Beatbox. Det er rigtig godt! Allerede første gang med Jimmi, lærte vi at synge afrikansk, danse og spille på tromme. Jimmi er alletiders og har musik helt ned i storetæerne. Vi glæder os til at møde Sassi næste gang.
Vi har været ovre i gymnastikhallen en gang. Det var en stor succes. Vi vil bruge gymnastikhallen ligeså meget, som det kan lade sig gøre. Vi skriver på tavlen udenfor klasselokalet, når vi går derover, så I ved, hvor I kan finde os.
Onsdag de. 3.9 tager vi i Cirkus Charlie i Festugen, I får nærmere besked herom."
Jamms - hér sé gaman. Þess má geta að Jóel Kristinn er einn af þeim sem er búinn að læra að ganga á stultum. Þetta eru svona alvöru stultur sem eru festar á fæturnar, þannig að hann hefur ekkert til að halda sér í!!!!! (ég verð að viðurkenna að ég var pínu stressuð þegar hann var að sýna mér listir sínar fyrst..... hehe)
Annars skólinn byrjaður hjá öllum, rútínan komin í gang. Best að fara að læra.
Bestu kveðjur,
Subscribe to:
Posts (Atom)