Sep 13, 2008

Rútínan

Jóel Kristinn og Sebastian bekkjabróðir hans á fótboltaæfingu á föstudaginn.

Nú má eiginlega segja að það sé að koma vetur!

Ég fann það í gær þegar við fjölskyldan fórum á föstudagsfótboltaæfinguna en í stað þess að njóta sólarinnar á stuttermabolnum og safna lit þá var ég komin í jakka og að frjósa úr kulda. Það er kannski pínulítið undarlegt ef tekið er tillit til þess að hitastigið var þó 15°C !!! En 15° hér hljóta bara að vera eitthvað kaldari en 15° á Íslandi því það var skítkalt!


Nú eru tómstundamál vetrarins komin á hreint. Fannar Ingi fer í Boldspil í íþróttaskóla AGF á miðvikudögum, Jóel Kristinn fer í drengespring sem er fimleikahópur hjá Viby á fimmtudögum og á föstudögum fara þeir bræður báðir á fótboltaæfingu. Jamms, Fannar Ingi er sem sagt líka byrjaður að æfa, búin að vera með á 2 æfingum og er bara rosa duglegur, sérstaklega að gera æfingarnar. Hann er ekki alveg að skilja tilgangin í leiknum þegar það er bara einn bolti notaður í einu. Honum finnst meira gaman þegar hver og einn fær sinn bolta!


Við fórum í morgun á fótboltamót (eins og reyndar síðasta laugardag líka). Það er bara mjög hressandi að vakna snemma og skella sér út á fótboltavöll með drengina og hvetja liðið áfram. Í dag endaði mótið með því að allir fengu medalíur - það þykir nú ekki slæmt þegar maður er 6 ára!


Við fullorðna fólkið erum nú ekki með neinar svona tómstundir fastar á stundaskránni. Helgi er bara með myndavélina á lofti í tíma og ótíma og í þessum "töluðum" orðum er hann einmitt með myndavélina sem afsökun fyrir því að vera með Jóa nágranna sínum á fótboltamóti íslenskra karlmanna hér í DK!!! Á meðan hefur Þórunn nágranni minn (kærastan hans Jóa og kannski einhvern tímann tilvonandi eiginkona hans - hehe) verið að kynna mér sínar helstu tómstundir. En þar sem þetta er opin vefur þá er ég ekkert að útskýra það neitt nánar - hehe....................


Framundan er bara að keyra og sækja drengina í og úr skóla og tómstundum. Lærdómur og ræktin.


Í október fáum svo við heimsóknir. Amma Guðlaug kemur til okkar fyrstu helgina og amma og afi á Selfossi koma síðustu helgina í október.


Bestu kveðjur,


No comments: