Sep 26, 2008

Jóel Kristinn Helgason, yfirlit!

Jamms - þar sem hér á síðunni eiga að vera aðgengilegar fréttir fyrir afa, ömmur, vinkonur og vini (og aðra forvitna - hehe) þá er best að gefa smá skýrslu um skólastrákinn Jóel Kristinn sem hefur líklega elst um 10 ár bara síðan í ágúst!!!



Viby skole: Drengurinn fer einn með leigubíl á morgnana í skólann (á kostnað kommúnunnar - og þar með kostnað skattborgaranna - og þar með á kostnað foreldra bekkjarfélaga Jóels ... hmmm). Í skólanum er hann mest í skemmtiferðum og afmælum. Á síðustu 7 skóladögum er hann búinn að fara í 3 afmæli, 1 sveitaferð, 1 vettvangsferð í mjólkurframleiðslufyrirtæki og 2 daga í skólanum! Í SFO-inu (eftir hádegi) gengur hann á stultum, tjúttar á beatboxnámskeiði, smíðar á tréverkstæði og fleira skemmtilegt. Síðan kemur hann heim með leigubílnum um kl. 15:30.



Tómstundir: Á fimmtudögum fer hann í spring-gymnastik. Þar hoppar hann á loftdýnu, stendur á haus og höndum og hoppar á trampolíni yfir á stóra dýnu. Á trampolíninu fara strákarnir í kollhnísa í loftinu, yfirslag yfir stóra mjúka dýnu (þ.e. að hoppa af trampolininu og upp á dýnuna þar sem lent er á höndum og svo farið yfir sig þannig að lent er á fótum á dýnu fyrir neðan) og ýmislegt fleira. Þetta gera þeir reyndar allt með þjálfurum sem nánast halda á þeim í gegnum ferlið en það er samt ótrúlegt að fylgjast með þessu öllu saman!

Á föstudögum er það svo fótboltinn. Það þarf nú ekkert að útskýra það neitt nánar en honum fylgja nú oft lítil mót um helgar þó að við höldum að það sé komið keppnisfrí - þangað til innanhúsfótboltinn byrjar.



Annað: Jóel fór í vikunni í fyrsta sinn aleinn á msn. Hann "talaði" við Kristínu Hrefnu frænku sína. Jóel skrifaði og las allt sjálfur þar sem mamman var bara að sinna þvottinum og pabbinn var úti og svo að undirbúa matinn! Drengurinn skríkti af gleði honum fannst þetta svo gaman! Nú er bara spurning hvort hann verður ekki að fá eigið netfang og msn svo hann geti bara sjálfur séð um að eiga samskipti við fólkið sitt á Íslandi - hehe

Jóel hefur líka tekið þvílíkum framförum í að teikna síðan að skólinn byrjaði. Ég læt fylgja eina mynd sem hann teiknaði handa mömmu sinni hérna við stofuborðið um daginn.



Læt þetta duga af honum Jóel Kristni í bili

1 comment:

Anonymous said...

Halló elsku fjölskylda
Ótrúlega gaman að lesa um duglega strákinn og allt það sem hann er að fást við. Ekki það að við vitum nú alveg að hann er duglegur og góður. Myndin er ótrúlega flott. Við afi ætlum að panta mynd þegar við komumí heimsókn.
Ástarkveðjur
Amma og afi á Selfossi