Sep 3, 2008

Endalaus gleði og rútínan byrjuð!

Hæ hæ,
Það er sko hvorki hægt að kvarta undan aðgerðarleysi né skort á gleði hér í Bögeskovparken.

Við foreldrarnir á heimilinu skelltum okkur til Íslands um síðustu helgi í mjög stutt stopp - bara til að mæta í brúðkaupið hennar Regínu og auðvitað Svenna! Í stuttu máli var brúðkaupið stórkostleg skemmtun og endalaus gleði frá A - Ö!!!!!! Tónlistin í kirkjunni var gjörsamlega stórkostleg. Ég til dæmis grenjaði (eða táraðist) í fyrsta skipti yfir swing-lagi þegar Hera Björk, Margrét Eir og Heiða sungu Þú komst við hjartað í mér í frábærri útsetningu. Mér hefur alltaf þótt þær frábærar söngkonur en núna - bara enn betri!!! Það voru auðvitað fleiri tónlistarmenn í kirkjunni t.d. Friðrik Ómar og voru allir frábærir. Veislan var svo endalaus skemmtun, Friðrik Ómar og Hera Björk fóru gjörsamlega á kostum sem veislustjórar og þegar Aníta söng fyrir mömmu sína þá grét allur salurinn - enda var hún alveg yndisleg!

Helgi tók sérstaka mynd af Anítu til að sýna Jóel þar sem hún brosti fallega til hans. Þið hefðuð átt að sjá svipinn á honum þegar hann sá myndina af henni, fallega greiddri í brúðarmeyjakjólnum - það var sætt!

Nú á meðan við skemmtum okkur í veislunni voru drengirnir bara hjá nágrönnunum! Jamms - það eru ekki margir sem geta bara skilið börnin sín eftir í öruggum höndum nágrannanna - en það getum við! (kannski ekki á hverju degi samt .......... en svona einu sinni) Nú stöndum við í stórri þakkarskuld sem við finnum einhverja leið til að greiða.............

Fannar Ingi er ennþá oft leiður á leikskólanum þegar við komum að sækja hann. Hann er vanur að hafa stóra bróður og fullt af íslenskum börnum. Nú þarf hann stundum að vera einn með dönsku börnunum (sem reyndar eru fæst dönsk) sem tala bara dönsku og það þykir honum ekki nógu gott! En hann þarf að læra þetta og reyna að kynnast dönsku börnunum betur. Í morgun fór hann alsæll á leikskólann enda stendur til ferð niður í bæ að sjá Cirkus Charlie. Það vill svo skemmtilega til að Jóel er líka að fara með skólanum sínum á sömu sýningu. Þetta er allt í tilefni af Århus festuge sem er núna.

Annars erum við mjög ánægð með skólann hans Jóels Kristins, mikið um að vera og allt mjög skemmtilegt en á sama tíma afslappað. Hér á eftir er brot úr fréttabréfi frá SFO-inu hans (berið það saman við íslenska heilsdagsskólann -hmmm...) 0.B er bekkurinn hans Jóels og ég set hér inn smá sem tilheyrir bara hans bekk, hér kemur smá lýsing á því sem Jóel er að fást við á daginn:

"0.B er super udebørn. Vi er næsten ude hele dagen. Børnene kører moon-cars, spiller fodbold, laver flotte ting i ”Torbens skur” (træværkstedet), plukker brombær, graver mudderkanaler, hænger med hovedet nedad i klatrestativet, laver snobrød og mange flere ting. Rigtig mange børn har allerede lært at gå på stylter – de har øvet og øvet og er blevet rigtig gode til det. Vi nyder at vejret stadig indbyder til masser af udeleg, en regnbyge er ingen hindring – så HUSK regntøj, gummistøvler og skiftetøj. Mange børn vil gerne ud i regnen, men mangler nogle gange den rette påklædning. Sidst på eftermiddagen vil nogle af børnene gerne indenfor at lege, spille et spil og slappe lidt af. Alle de nye indtryk gør, ”at batterierne er lidt flade” sidst på eftermiddagen.

Så er vi startet på vores musikforløb med Jimmi og Sassi – Beatbox. Det er rigtig godt! Allerede første gang med Jimmi, lærte vi at synge afrikansk, danse og spille på tromme. Jimmi er alletiders og har musik helt ned i storetæerne. Vi glæder os til at møde Sassi næste gang.

Vi har været ovre i gymnastikhallen en gang. Det var en stor succes. Vi vil bruge gymnastikhallen ligeså meget, som det kan lade sig gøre. Vi skriver på tavlen udenfor klasselokalet, når vi går derover, så I ved, hvor I kan finde os.

Onsdag de. 3.9 tager vi i Cirkus Charlie i Festugen, I får nærmere besked herom."

Jamms - hér sé gaman. Þess má geta að Jóel Kristinn er einn af þeim sem er búinn að læra að ganga á stultum. Þetta eru svona alvöru stultur sem eru festar á fæturnar, þannig að hann hefur ekkert til að halda sér í!!!!! (ég verð að viðurkenna að ég var pínu stressuð þegar hann var að sýna mér listir sínar fyrst..... hehe)

Annars skólinn byrjaður hjá öllum, rútínan komin í gang. Best að fara að læra.
Bestu kveðjur,

2 comments:

Unknown said...

Það er allt of langt síðan maður hefur gengið á stultum! Hef reyndar ekki orðið svo fræg að ganga á stultum sem maður heldur sé ekki í... en notaði mikið venjulegar stultur frá bræðrum mínum... svona á yngir árum.

Anonymous said...

l?se hele blog, pretty good