Oct 7, 2008

Um eitthvað annað en kreppuna...

Lífið heldur víst áfram þrátt fyrir allt þetta krepputal!
Hér er allt í fullu fjöri. Indjánadagar hjá Fannari Inga á leikskólanum. Þemavika með heilbrigði, hollu fæði og hreyfingu hjá Jóel Kristni í skólanum. Þá er yngsta skólastiginu blandað í hópa þvert á aldur. Þeir drengirnir eru voða ánægðir með svona skemmtiprógramm í skólunum sínum - en ekki hvað!

Amma Guðlaug var hjá okkur um helgina. Það er alltaf jafn gaman fyrir drengina að fá að hitta afana og ömmurnar sínar. Þar sem Lilja, Jón Freyr og Benta Vala eru núna flutt til Horsens (eða reyndar Gedved) var amma fyrst hjá þeim og kom svo til okkar. Við fórum svo í mat til þeirra og þau til okkar þannig að þetta var bara ein alherjar fjölskylduhelgi!

Næstu helgi verður svo barnahelgi hér á heimilinu. Þá fáum við lánuð þrjú aukabörn og höldum þriggja daga partý!!
Næsta vika er svo efterårsferie hér í DK og þá taka Danir sér frí, við erum nú bara búin að vera hér í eitt ár þannig að við tökum bara hálfa viku frí og sinnum skólunum okkar hinn helminginn af vikunni.

Sem sagt allt í góðu hér!

3 comments:

Anonymous said...

Hehe "fá lánuð" og "þriggja daga partí" :) Þetta er allt saman afskaplega pent orðað hjá þér!

Hlakka til að sjá ykkur í kvöld í kreppumáltíðinni miklu :)

Knús neðar úr brekkunni,
227.

Anonymous said...

Það er bara eins í skólanum hans Jóels Kristins eins og í Snælandsskóla...heilbrigði og hollusta :o)
Knúsar úr Kópavogi, KP :o)

Unknown said...

Mig langar líka í indjánadaga!