Áður en þið fáið nokkuð að vita um gang mála hér í Bögeskovparken þá viljum við byrja á því að senda ömmu Stínu á Seltjarnarnesinu kæmpe afmæliskveðjur frá okkur öllum! Hún á sem sagt afmæli í dag og við fengum okkur bara soðinn íslenskan fisk og kartöflur í matinn (það flokkast sko undir meiriháttar veislumat á þessu heimili!). Við hefðum auðvitað verið til í eitthvað gott á Unnarbrautinni en það býður bara betri tíma...
Stóru fréttirnar eru samt þær að við fjölskyldan verðum bara hér í Danaveldi um jólin! Það verður örugglega mjög skrítið og bæði erfitt og gaman. Við erum mjög vanaföst, búin að vera síðustu 14 jól í Lambhaganum og verðum því í fyrsta skipti bara við fjölskyldan á aðfangadagskvöld. Á jóladag höfum við alltaf fengið tvær hangikjötsveislur og svo farið í ótal jólaboð dagana á eftir.
Við verðum nú samt ekkert alein í allri Danmörku, Lilja og fjölskylda verða í Gedved þannig að við getum nú haldið a.m.k. eitt fjölskylduboð og svo verða allar íslensku fjölskyldurnar í götunni heima um jólin þannig að þetta getur bara orðið gaman.
Ástæðan fyrir þessu er nú fyrst og fremst tekin til að reyna að standa okkur sem best í náminu. Helgi fer í mikilvægt próf 3. janúar og ég á að skila öllum mínum verkefnum 2. janúar.
Það er eiginlega lítið annað að frétta! Allir glaðir og sælir í sínu. Þeir fullorðnu að reyna að sinna náminu eftir allra bestu getu. Ekki veitir af þar sem nóg er af verkefnum. Ég á t.d. að skila einu stærðfræðiverkefni nk. þriðjudag og svo öðru þremur vikum síðar. Fyrir 2. janúar á ég eftir að skrifa eitt projekt (að hámarki 40 síður) stefni á svona 33 - 35 síður þar og er búin með 4 blaðsíður. Síðan er ein 12 - 14 síðna rannsóknar ritgerð og önnur 5 síðna rannsóknargreining í öðru fagi að ógleymdum öllum lestrinum fyrir hvern tíma + dæmin sem maður verður víst að reikna fyrir tímana. Já - það þarf víst alveg að hafa fyrir þessu öllu saman!!!!
Bestu kveðjur,
Nov 13, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Það verður ábyggilega alveg frábært að vera hérna um jólin. Ég efast ekki um það en við verðum bara ða láta senda hangikét og ora grænar og þá eru komin jól. Svo eru náttúrulega allir orðnir svo tölvuvæddir að það er bara hægt ða kveikja á vefmyndavélinni og þá er maður nú bara komin heim í huganum allavegana.
Kv.Lilja í Polliönustuði
ja við það verður frekar skrítið að vera án ykkar um jólin. Talsvert minna umleikis á ýmsum sviðum - en auðvitað verður námið að ganga fyrir það skiljum við :-)Við munum auðvitað sakna ykkar ótrúlega mikið. Aumingja Lambhagajólasveinninn verður líklega atvinnlaus um jólin eins og fleiri.
Það verða einhver ráð með hangikétið og e.t.v sitthvað fleira!!
Lambhagaknús til allra
Já en... nei! Þetta gengur ekki... ég held bara að það komi engin jól í Lambhagann ef þið ætlið að vera í Danmörku...
Post a Comment