Við búum í rólegum botnlanga með nokkrum parhúsum, öllum eins! Draumur Jóels Kristins um að búa í múrsteinahúsi hefur nú ræst.
Í okkar annars litla botnlanga búa sex íslenskar fjölskyldur með samtals 13 (bráðum 14) börn á aldrinum 1 - 9 ára - hér sé fjör!
Það vill svo skemmtilega til að fjölskyldurnar eru allar með afbrigðum góðir nágrannar svo við erum hér í góðum málum, vægast sagt.
Auk þess sem börnin leika sér frjáls í götunni er hér hinn fínasti róló, skógur og flottur fótboltavöllur, sem sagt mjög barnvænt. Tilvalið er að skreppa í göngutúr, hjólatúr eða út að hlaupa þar sem engi, akrar, vötn og svoleiðis náttúruperlur eru hér í nánasta nágrenni!
Staðsetningin er mjög góð, passlegur göngutúr eða örstuttur bíltúr á leikskólann en á sömu lóð og og leikskólinn er hverfisbúðin. 10 - 15 mínútna akstur niður í miðbæ Århus og í skólana. Litlu lengra á ströndina og í Bambaskóginn!
Íbúðin er bara ljómandi fín, 3 svefnherbergi og bað á efri hæð en eldhús og stofa niðri. Lítill garður þar sem húsbóndinn grillar á nýja grillinu sínu (okkar) nánast daglega.
Jæja þá eruð þið kannski einhverju fróðari um okkar nánasta umhverfi. Miklu betra er samt bara að kíkja bara í heimsókn og sjá með eigin augum!
Bestu kveðjur,