Þegar vika tvö hófst vorum við komin með búslóðina okkar en þar sem veðrið var svooo gott gekk nú hægt að koma innihaldi kassanna á rétta staði. Við ákváðum að vera ekkert að stressa okkur á þessu og skruppum frekar á ströndina og svoleiðis lúxuslíf sem maður er ekki vanur heima á Íslandi.
Einn daginn skruppum við svo til Þýskalands í innkaupaferð! Jamms, við höfðum heyrt svo ótrúlegar sögur um hvað hægt væri að versla ódýran bjór, Coke light og fleiri nauðsynjavörur á landamærunum að við urðum bara að prófa sjálf. Við sem sagt keyrðum 1 1/2 - 2 tíma til Flensburg þar sem við eyddum deginum á frábærri strönd og versluðum svo ca. hálft skott á stórum VW Touran af "nauðsynjavörum" fyrir skid og ingenting. Ef einhver hefur áhuga á nánari útlistingum á innihaldi og verði þá er bara að senda okkur mail - maður veit aldrei nema viðkvæmar sálir eða gamlir nemendur lesi bloggið!!!!
Á sunnudegi skruppum við Álaborgar í dýragarðinn sem er þar. Við erum nefnilega með árskort í dýragarðana og maður verður nú að nota það........ Garðurinn alveg frábær allt öðruvísi en Löveparken sem við fórum í vikunni á undan. Við t.d. fylgdumst með tígrisdýri éta kjötstykki bara í u.þ.b tveggja metra fjarlægð en það var alveg magnað. Aparnir og fílarnir í garðinum voru líka ótrúlega skemmtilegir að fylgjast með........ og allt hitt líka, auðvitað.
Hápunktur viku 2 var nú samt Legoland. Jóel Kristinn og Fannar Ingi voru í skýjunum allan daginn, skemmtu sér frábærlega. Við nýttum hverja mínútu í garðinum og vorum með þeim allra síðustu út úr garðinum kl. 20 um kvöldið. Strákarnir fara báðir í öll tæki sem ekki eru með hæðatakmarkanir. Fannar Ingi er meira að segja farinn að skella höndunum upp í loft í rússibönunum - bara svona eins og vanur maður og Jóel Kristinn er búinn að fara í einn stærsta rússíbanann í Legolandi.
Nú eftir tveggja vikna dvöl var svo kominn tími til að skila bílaleigubílnum góða sem við höfðum notað alveg ótrúlega vel þessa daga. Gamla góða Mazdan samt væntanleg í viku 3.
Bestu kveðjur
Aug 27, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Það er eins gott að árskortið gildi fyrir stórfjölskilduna því að þið þurfið að fara að draga fram svefnsófann bráðlega.
Kv.Lilja og Benta
Nú bíðum við bara eftir heimildarmyndum af daglegu lífi, svo sem tígrisdýrum, rússíbönum og fleiru.
Post a Comment