Við lentum hér í DK þann 1. ágúst. Til að byrja með vorum við bara með smávegis af fötum, sængur, svefnsófa og eina dýnu en við brunuðum beint í IKEA fyrsta daginn til að redda okkur einhverju til að sofa á. Þetta var nú ekkert mál því um leið og við mættum á svæðið tóku á móti okkur nýju nágrannarnir sem allir voru boðnir og búnir til að lána það sem til þurfti.
Fyrstu dagana vorum við bara eins og hinir túristarnir. Þar sem við fengum endalausa sól og blíðu fyrstu dagana fórum við á ströndina, í Bambaskóginn, Löveparken sem er æðislegur dýragarður og fleira skemmtilegt.
Við skelltum okkur líka til Skanderborg í heimsókn til Hálfdáns og Erlu sem búa þar í frábæru húsi í algeru krummaskuði, ótrúlega gaman að koma þangað. Saman skelltum við okkur svo í Djurs sommerland sem er einn af skemmtigörðunum hérna á Jótlandi. Ekki hægt að kvarta undan lífinu þessa dagana!!!
Gáminn með búslóðinni og öllu hinu sem ekki tókst að henda heima á Íslandi fengum við svo á sjötta degi. Það var nú ansi gott að fá nýju rúmin okkar og geta farið að elda og lifa svona smá heimilislífi. En ótrúlegt hvað við eigum mikið af drasli! Sem betur fer er geymsluloft yfir efri hæðinni hérna, annars veit ég ekki hvernig við færum að. Samt vil ég taka það fram að við fórum 7 ferðir á troðfullum station-bílnum okkar á Sorpu og bættum svo við 8. ferðinni á sendiferðabíl þannig að ég skil ekki magnið sem kom með gámnum hingað til DK.
Jæja, þetta var nú styttri útgáfan af fyrstu vikunni okkar.
Frekari upplýsingar um gang mála væntanlegar mjöööög fljótlega.
Bestu kveðjur
Aug 26, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment