Skólamál okkar fjölskyldunnar hér í DK eru alveg sér kapituli út af fyrir sig.
Jóel Kristinn og Fannar Ingi eru nú reyndar í góðum málum. Fengu pláss á Gröften frá 16. ágúst og þar er nú aldeilis fjör! Hmmm.... Þetta er nú ekkert eins og á Grænatúni, ég ætla ekkert að segja að þetta sé neitt verra en bara dálítið mikið öðruvísi!!! Tvö nestisbox fyrir hvorn dreng, fimm daga vikunnar eða u.þ.b. 44 nestisbox á mánuði. Maður skyldi nú ætla að við ættum að vera orðin nokkuð fær í nestispökkum eftir árin hér!!!!!!! Nú, á leikskólanum þrammar fólk um á skónum inn og út, hvernig sem viðrar en samt eru börnin á sokkunum innandyra - við erum alveg að fara að kaupa inniskó! Á fyrsta degi var pedagóginn (leikskólakennarinn) að útskýra fyrir okkur gang mála og spurðum við m.a. út í nestismálin. Jú svona yfir sumarið þá borða börnin nestið svona u.þ.b þegar þau eru svöng! Jú, jú það er einmitt það, okkur varð bara litið á Fannar Inga mállausan á leikskóla í Danmörku takandi ákvörðun um það að nú væri einmitt rétti tíminn til að fá sér hádegismat! Hehe, en þó að hlutirnir séu öðruvísi en við erum vön þá virkar þetta allt einhvern veginn og börnin, sem og starfsfólkið er bara glatt og ánægt. Fannar Ingi hefur nú samt staðið fyrir gráti og mótmælum alla morgnana en það er að ganga yfir....... gekk til dæmis nokkuð vel á föstudaginn.
Nú Helgi Kristinn sem byrjaði á því að fá neitun í skólann sinn á forsendum sem ekki stóðust hefur sannað að fall er fararheill því hann endaði með aðgang að þremur skólum og byrjar í Handelhöjskolen á mánudag. Þá eru fjórir kynningardagar þar sem nemendur eru beðnir um að taka frá tímann frá 09:00 - 02:00 eða 17 klst á sólarhring í 4 daga! Það á nú alveg eftir að koma í ljós hvernig það þróast. Helgi er einnig að vinna í því að fá einingarnar úr HA metnar í nýja skólanum. Það á eftir að koma í ljós hvernig það fer þar sem einingfjöldi á bak við sambærilega kúrsa passar ekki alltaf nógu vel saman.
Lóa Björk er enn sem komið er bara á sólarhringsvakt við póstkassa heimilisins. Upphaflega kom ekkert svar frá skólanum, sem við töldum vera vegna flutninganna. Þegar vika var liðin frá því að svar átti að berast sendum við Email til skólans en því var heldur ekki svarað. Þegar samband náðist við skólann í síma fannst bara engin Lóa Björk á skrá! Þar sem umsóknin var send í ábyrgðarpósti neiddist konan í símanum til að láta undan og fara að leita að umsókninni sem þeim barst 22. júní sl. Þá kom svar um að það vantaði eitthvað Exam-paper til að hægt væri að taka umsóknina fyrir og þar sem að í Kennaraháskólanum er endalaus hjálpsemi var gengið í málin og fékk ég umbeðið plagg sent frá KHÍ hið snarasta og sendi það áfram til skólans hér úti sl. miðvikudag. Nú er bara beðið við póstkassann þar sem fyrirspurnum um inngöngu er ekki svara í gegnum síma eða tölvupóst......... ég verð nú að viðurkenna að áhuginn á skólanum er ekkert í hámarki í augnablikinu en þetta er vonandi bara tilfallandi hmmmmmm.
Jæja nóg um skólamál fjölskyldunnar
Bestu kveðjur
Aug 26, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Sæl og blessuð Lóa Björk!
Gaman að frétta af ykkur. Bévítans vesen í gangi samt...það reddast nú samt!! Er nestismamman ekki búin að kaupa sér hinn fræga nestispappír þeirra Dana? Alltaf lagður á milli smörrebrödsins...þú veist það!!
Sendi þér póst um daginn um að þú ættir orðið 4 börn í Kvennó, vonandi hefurðu fengið hann! Allt gott að frétta af mér og mínum. Ingvar er alsæll!
Kveðja,Vala
Post a Comment