Við búum í rólegum botnlanga með nokkrum parhúsum, öllum eins! Draumur Jóels Kristins um að búa í múrsteinahúsi hefur nú ræst.
Í okkar annars litla botnlanga búa sex íslenskar fjölskyldur með samtals 13 (bráðum 14) börn á aldrinum 1 - 9 ára - hér sé fjör!
Það vill svo skemmtilega til að fjölskyldurnar eru allar með afbrigðum góðir nágrannar svo við erum hér í góðum málum, vægast sagt.
Auk þess sem börnin leika sér frjáls í götunni er hér hinn fínasti róló, skógur og flottur fótboltavöllur, sem sagt mjög barnvænt. Tilvalið er að skreppa í göngutúr, hjólatúr eða út að hlaupa þar sem engi, akrar, vötn og svoleiðis náttúruperlur eru hér í nánasta nágrenni!
Staðsetningin er mjög góð, passlegur göngutúr eða örstuttur bíltúr á leikskólann en á sömu lóð og og leikskólinn er hverfisbúðin. 10 - 15 mínútna akstur niður í miðbæ Århus og í skólana. Litlu lengra á ströndina og í Bambaskóginn!
Íbúðin er bara ljómandi fín, 3 svefnherbergi og bað á efri hæð en eldhús og stofa niðri. Lítill garður þar sem húsbóndinn grillar á nýja grillinu sínu (okkar) nánast daglega.
Jæja þá eruð þið kannski einhverju fróðari um okkar nánasta umhverfi. Miklu betra er samt bara að kíkja bara í heimsókn og sjá með eigin augum!
Bestu kveðjur,
2 comments:
Það er greinilegt að það er alltaf farið í tölvuna nokkurn veginn á sama tíma til að upplýsa umheiminn um nýjasta nýtt. Mér líst bærilega á aðstöðuna - gæti átt það til að nýta mér hana við gott tækifæri. Hér er komið haustveður dag eftir dag, rigning og rok, en lauf ekki mikið fallið enn.
Hæ elsku fjölskylda!
Mikið verður gaman að fá að fylgjast með ykkur hérna. Sýnist á öllu að þið séuð búin að hafa það gott og þetta er greinilega algjört æði gæði :O)
STÓRT knús til ykkar allra
Saknaðarkveðjur frá okkur
Veststreet Famely
(Silja Hrund, Kristján Eldjárn & Elvar Eldjárn)
Post a Comment