Rétt í þessu var viðskiptafræðineminn, Helgi Kristinn að eignast glænýja, rándýra myndavél Canon 40D og einhverja svaka fína linsu (líka rándýra).
............svona er að vera fátækur námsmaður í útlöndum...........
Fréttaritari vill sérstaklega taka það fram að það var hún sem dró upp kortið í búðinni og greiddi fyrir myndavélina. Sölumaðurinn var svo ánægður með gæsku eiginkonunnar að hann spurði Helga Kristinn hvort hann mætti ekki bara giftast konunni hans, hún væri svo góð. Helgi neitaði!
Nú þeir sem þekkja hinn nýbakaða myndavélaeiganda vita að nú tekur við tímabil ljósmyndunnar! Næstu dagar - vikur verða þéttsetnir hinum ýmsu tilraunum með hraðastillingar, ljósop og hvað þetta allt saman heitir. Ég þori ekki lengur að lofa neinu, en hver veit nema nokkrum myndum verði skellt á netið..................svona a.m.k. fyrir jól.........
Ég verð að fara, flassið er byrjað að blikka ótt og títt........
kveðjur,
fréttaritarinn
Nov 15, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Til hamingju með myndavélina Helgi :)en núna verður líka sett krafa um nóg af myndum úr nýju vélinni.
Kv.Sörlaskjólsbúar
hmm... og Helgi er s.s í fyrsta sinn búinn að eignast myndavél :)hehe. Helgi þetta er allt spurning um mómentið þegar þú tekur myndina.
Kv. Teitur loksins búinn að kíkja á síðuna
Góður Helgi...
Þú ættir þá að geta tekið smá af myndum á ströndinni í sumar. Það er ekki leiðinlegt
Post a Comment