Jæja þá erum við komin heim eftir viku ferð heim til Íslands! Já, nú er bara allt heim!
Þó að það hafi verið mikið span á okkur þessa viku á Íslandi var það algjörlega þess virði. Ferðin hófst reyndar með mikilli seinkun á fluginu frá Billund til Keflavíkur. Við áttum að fara í loftið kl. 20:20 en það tafðist til um kl. 02 og lentum við í Keflavík rétt rúmlega 04 að íslenskum tíma. Ekki alveg það besta fyrir allar íslensku barnafjölskyldurnar sem voru á leið heim í jólafrí! En þetta gekk ótrúlega vel og vorum við komin í rúmið á Öldugötunni um 05:20. Afi Jóel á Seltjarnarnesinu fékk hlutverk bílstjórans og þurfti að keyra um miðja nótt til Keflavíkur að sækja fjölskylduna - takk fyrir það!
Við ætluðum auðvitað að vera á röltinu í bænum á Þorláksmessu en þar sem heilsan og röddin hjá húsmóðurinni urðu eftir á Billund flugvelli auk þess sem allir voru þreyttir þá varð lítið úr því. Við kíktum því bara rétt á ömmu Lóu sem tókst að lærbrjóta sig fyrir jólin. Amma Lóa á örugglega skilið að fá medalíu fyrir jákvætt hugarfar og góðar framfarir miðað við "aldur og fyrri störf" - hún er sko kjarnakvendi! Við kíktum líka heim til Kristínar Hrefnu og Borgars en það var mjög mikilvægt að sjá búskapinn hjá þeim! Regína og Svenni, Daði og Þóra Sif komu svo með Anítu á Öldugötuna og það urðu sko heldur betur fagnaðarfundir hjá krökkunum - sko bæði stórum og litlum! Við tókum myndir af litlu grísunum þremur og það er bara fyndið að sjá Anítu "stóru" á milli þeirra bræðra.
Á aðfangadag var brunað austur á Selfoss með viðkomu á nokkrum pakkastöðum. Jóel Kristinn og Fannar Ingi slógu algerlega í gegn með því að vera svooooooo góðir allan daginn og allt kvöldið að það hálfa væri nóg! Þeir dunduðu bara og léku sér allan daginn, ekki eitt suð um pakkana sem voru undir jólatrénum það var ekki fyrr en Kristín Hrefna frænka gat ekki beðið lengur að við réðumst á pakkana. Það var alveg sama hvað var í pökkunum þeir bræður voru yfir sig glaðir með allt saman!
Á jóladag og annan í jólum vorum við aftur í bænum að keppast við að knúsa fjölskylduna. Hitta systkinin og ömmurnar og afana. Eftir jólaboð á annan í jólum var aftur haldið austur og spiluðum við Party og Co Extreme með ömmu og afa á Selfossi, Kristínu Hrefnu og Borgari fram á nótt! Það var dálítið skrautleg fjölskyldusamkoma svona á köflum - hehehe!
Á fimmtudaginn ætluðum við hjónin að læra - en það var ekkert úr því!!!!!!!!!!!!!!!!
Lærdómurinn bíður því - og á að fara fram einmitt núna - en þá mundi ég að ég átti eftir að blogga smá - þannig að líklega fer ég bara að læra á eftir!!!!!!!!!!!! Helgi Kristinn er vonandi duglegri hann a.m.k. er kominn út í bæ að læra. Ég er eiginlega líka að bíða eftir því að bræðurnir verði nógu þreyttir til að fara að sofa - þeir eru búnir að snúa sólarhringnum alveg við og eru uppi í herbergi með nýja geislaspilarann sinn að dansa með Matthias og hinum krökkunum úr dönsku barnasöngkeppninni. Jólasveinninn gaf sko Jóel diskinn í skóinn.
Á föstudeginum var svo brunað í bæinn í keppni um að hitta sem flesta á sem stystum tíma. Við fórum hús úr húsi og kysstum og knúsuðum skemmtilegt fólk. Um kvöldið borðuðum við með Kristjáni og Silju og brunuðum svo í afmæli til Regínu. Við vorum ekkert smá glöð með að afmælisveislan væri haldin á meðan við vorum heima!
Á laugardeginum var svo flogið heim! Nú tókst þeim að hafa flugið á réttum tíma og gekk allt mjög vel. Nú erum við bara komið heim í Beykiskóginn, búin að gera áramótainnkaupin - nema sækja nautalundina til slátrarans á morgun. Skólabækurnar og tölvurnar tilbúnar fyrir átökin framundan!
Takk ömmur og afar fyrir þjónustuna um jólin,
Takk frænkur, frændur og vinir fyrir samveruna og skemmtunina,
Með áframhaldandi jólakveðju,
(ég er farin að læra...............)
Dec 30, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hæ, hæ.
Gleðilegt ár og takk fyrir jólakveðjuna.
Sé að þið hafið það rosa gott í DK, enda ekki við öðru að búast.....dásamlegt allt þarna.
Hér gengur allt sinn vanagang, jólin, áramótin og allt yfirstaðið svo við tekur vinna, skóli og venjulegt heimilshald. Ég byrja aftur í skólanum 7. janúar en ég er einmitt í námi með vinnu í HÍ, mjög gaman!
Hafið það sem allra best.
Kv.
Svansí á Stöð 2
Anonymous said...
Gleðilegt nýtt ár öll. Við vonum svo sannarlega að ykkur gangi sem best með lærdóminn.
Við þökkum fyrir frábærar samverustundir sem við nutum þó stoppið væri frekar stutt þetta er jú spurning um gæði fremur en magn.
Bestu kveðjur
amma og afi á Selfossi
ég setti þetta ekki á réttan stað
Post a Comment