Jan 1, 2008

Gleðilegt ár!

Við fjölskyldan þökkum fyrir allt gamalt og gott!

Þá er sem sagt kominn 1. janúar 2008. Síðastliðin ár (Silja veit töluna) höfum við staðið í undirbúningi Galaveislu á nýársdag. Jamm - hvert nýárskvöld höfum við fengið skemmtilegasta fólk í heimi (eða sko nokkra af þeim- það vantar auðvitað Kristínu Hrefnu og fleiri skemmtilega til að hægt sé að segja allt skemmtilegasta fólk í heimi (innskot: 02.01. eftir þarfa ábendingu í commentunum) - að minnsta kosti) og slegið upp stórveislu með glæsilegum réttum og svo spili fram á morgun. Núna erum við hjónin búin að ganga frá sparistellinu upp í skáp, búin að opna tölvurnar og erum að byrja að læra!
Við vonum bara að Kristján og Silja, Daði og Þóra Sif, Regína og Svenni fái öll örugglega eitthvað gott að borða í kvöld - annars verðum við með samviskubit!

Annars voru áramótin mjög skemmtileg þó svo að hefðin um veislumat og áramót á Öldugötunni væri brotin! Við pöntuðum nautalund hjá slátraranum og fengum veislumat a la Helgi Kristinn sem er jú alltaf toppurinn á öllu í matarmálum. Dessertinn fengum við í næsta húsi en kokkurinn þar er húsmæðraskólagenginn og klikkar heldur ekki í eldhúsinu. Um hálf tólf stóðu Íslendingarnir í götunni og gestir þeirra fyrir flugeldasýningu að íslenskum hætti í logni og heiðskýru veðri. Um miðnætti toppaði svo Daninn á móti okkur sýninguna með stærstu tertunni. Jóel Kristinn var ekkert hress með ósköpin og fór bara inn að horfa á teiknimynd. Fannar endist lengur yfir flugeldunum en sofnaði svo í sófanum hjá nágrönnunum yfir teiknimynd fljótlegaeftir miðnætti.

Jæja þá er best að snúa sér að ritgerðaskrifum.
Með nýárskveðju,

2 comments:

Kristín Hrefna said...

Bíddu, bíddu... ég hélt að ég væri skemmtilegust í heimi?!?! humm... kæra mákona, ég bið þig vinsamlegast að leiðréttið bloggið:)

hí hí hí

Fjölskyldan said...

Alveg sjálfsagt - kæra mágkona - búin að laga bloggið svo það misskiljist ekki!
kv. Lóa Björk