Jæja hér er nú aldeilis búið að vera gaman - eða kannski fyrst of fremst gott að borða - sem er gaman!
Fyrir viku síðan kom Kristín Hrefna í langþráða heimsókn. Hún kom með flugi til Billund frá Osló þar sem hún var í einhverri vinnutengdri ferð, sem sagt pólitík! Um leið og Kristín mætti á svæðið byrjaði mikil átveisla. Hún kom auðvitað með íslenskt nammi í poka (nokkuð stórum) með sér og svo var hún einnig búin að lýsa því yfir að einu áhyggjurnar hennar af ferðinni snerust um hvort hún fengi gott að borða! Við höfum líka reynt að viðra hana reglulega, skruppum í gönguferð á ströndina þar sem Helgi "neyddist" til að vaða út í ískaldan sjóinn til að bjarga verðmætum American Style frisbí-diski sem lenti óvart í sjónum - Helgi er í stuttu máli búinn að vera veikur síðan!!!
Í páskafríinu var leikskólinn lokaður alla vikuna fyrir páska sem þýðir að samtals fá drengirnir 10 daga páskafrí - við bætast svo 9 daga veikindafrí, þannig að samtal verður Fannar Ingi í 19 daga fríi, hann er líka farinn að spyrja um leikskólann á hverjum morgni. Á meðan Helgi og Kristín tóku svona sófadag sl. mánudag fór ég í skólann til Köben, þar mætti bara hálfur bekkurinn þar sem fólk var komið í páskafrí. Á þriðjudeginum skruppum við Kristín Hrefna svo með Jóel og Fannar í Legoland á meðan Helgi lá veikur heima. Það var auðvitað rosa gaman. Reyndar svolítið kalt en hvergi raðir og svo fórum við í 4D bíó og skoðuðum vel allt sem var innan hús á milli þess sem strákarnir fóru á kostum (og við stelpurnar líka) í tækjunum.
Á miðvikudag kom svo Borgar til okkar og þá hófst matarveislan fyrir alvöru.
Á miðvikudag varð líka skyndilega helmingi dýrara að búa hér í Danmörku. Eitt stærsta verkefni okkar þessa dagana er að reyna að hafa húmor fyrir þessu "nýja" gengi á dönsku krónunni. Við til dæmis versluðum í matinn á miðvikudaginn og í íslenskum krónum kostaði matarkarfan u.þ.b. 50% meira en hún hefði kostað fyrr í vetur. Við erum með ógreidda reikninga upp í hillu sem eru á gjalddaga eftir mánaðamót -þeir hafa hækkað um u.þ.b. 20%
síðan við fengum þá senda! Staðan er nefnilega þannig að við höfum engar tekjur í dönskum krónum, þannig að við þurfum að millifæra íslenskar krónur fyrir öllu sem við gerum hér - og í stuttu máli þá er þetta stórmál ef þetta verður niðurstaðan..................... ekki það að við séum að kvarta....................... strákunum finnst grjónagrautur góður!
Það er fleira sem hefur tekið óvænta niðursveiflu á síðustu dögum en það er hitastigið. Í allan vetur er búið að vera "vor". Við fengum einu sinni smá snjó sem var farinn morguninn eftir og 2 - 3 hefur orðið kalt. 1. mars hófst svo vorið skv. dagatalinu hér í DK, blómin farin að springa út, brum komið á tré og hitastigið oftast nálægt 10°C................ en svo komu Kristín og Borgar með golfsettið og um leið kom snjór, frost og almennur "skítakuldi".
Helgi og Borgar létu sig nú samt hafa það og fóru tvisvar sinnum í golf í vikunni (svona á milli þess sem Helgi var veikur) og núna er Borgar veikur - en það er í lagi, þeir komust í golf!
Jæja, nú er páskadagur með tilheyrandi átveislu framundan - fengum íslenskt páskalamb sent frá Selfyssingunum og verður það borðað í kvöld, þangað til borðum við íslensk Nóa Siríus páskaegg og njótum dagsins með íslensku gestunum okkar............
Jæja, best að fara að undirbúa páska"brunch".....
Með páskakveðju,
Mar 23, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Takk fyrir okkur og takk fyrir matarveisluna miklu!
Ég er meiri maður á eftir... og nú þýðir ekkert annað en að fara í átak!
... en úbbs... engir íþróttaskór... ætli ég verið þá bara að fara í fitusog?!?!
Knús
Stína stuð
Post a Comment