Jæja - þá er hitinn búinn að ná 26° - sko í forsælu!
Verkefnin eru öll á sínum stað því í svona góðviðri getum við Íslendingar bara ekki setið stanslaust inn og lært! Það þarf að nota veðrið...................
Við höfum meira að segja verið að brenna okkur á því að halda að börnin þurfi alltaf að vera úti að leika í góða veðrinu, en svo kemur bara í ljós að svona um miðjan daginn fá þau bara alveg nóg og verða að fá að koma inn og leika inni "í kuldanum"!
Helgin hefur mjög góð hjá okkur.
Á föstudag hófum við leikinn á fótboltaæfingu með Jóel, auðvitað í brakandi sól og blíðu. Um kvöldið var svo sannkallað stelpudjamm. Þá safnaðist saman hópur af íslenskum "stelpum" sem eiga það sameiginlegt að vera vinkonur Þórunnar hér í götunni og svo var bara fjör fram eftir öllu. Ég fór sem sagt í fyrsta sinn niður í bæ (að kvöldi - um helgi) hér í Árósum. Tímasetningin vekur athygli nú þegar verkefnin bíða, sólin tekur frá manni allan daginn þá allt í einu hlaðast upp pókerkvöld og stelpudjömm............ (það hlýtur að vera langt í 27. maí - sko skiladaginn mikla)
Á laugardagsmorgun fórum við og keyrðum Helga eldsnemma (kl. 10) upp í skóla - á bókasafnið! Nú það var sem sagt sól og blíða og ég og strákarnir byrjuðum á því að fjárfesta í sumarfötum handa strákunum. Hluti af því var reyndar afmælisgjafir. Síðan tók bara við góður dagur í sólinni. Ég var með öll verkefnin tilbúin á borðstofuborðinu en eyddi samt stærri hluta af deginum út í garði og með strákunum. Það er víst þannig að strákarnir þurfa sína athygli og manni verður ekki sérstaklega mikið úr verki einn með þá. Við sóttum svo pabbann seinni partinn og grilluðum lambalæri og borðuðum úti í garði - þannig að húsbóndinn fékk smá sól.
Pinsedagen var dejlig! Við fórum í Djurs Sommerland sem er einn alskemmtilegasti fjölskyldugarðuinn hérna á svæðinu og er af nógu að taka! Þar voru fleiri nágrannar svo þetta var ennþá skemmtilegra fyrir vikið. Strákarnir nutu þess að leika og fara í tækin með vinum sínum. Það var farið í stelpuferð í nýja rússíbanann í Djurs - sem er geeeeðveikur! Strákarnir fengu bjór í laun fyrir að passa börnin á meðan. Annars er garðurinn fullur af skemmtilegheitum og á einum degi notar maður bara hluta af garðinu - en við erum með árskort þarna þannig að við förum bara aftur - og aftur...............
Nú er 2. pinsedag - og frí í leikskólanum. Það styttist í fyrsta prófið hjá Helga, hagfræðipróf úr efni heils vetrar! Hann á því daginn í dag, ég mun sitja við tölvuna og reyna að skrifa eitthvað þess á milli sem ég sinni börnunum og fer í eftirlitsferðir um hverfið - þar sem börnin eru úti að "nota" góða veðrið! Á morgun verða strákarnir svo einir heima - þeir eru að verða vanir - þar sem ég fer til Köben í tíma á þriðjudag og miðvikudag auk þess sem ég verð að vinna með hópnum mínum í stærsta verkefninu mínu.
Annars bara lærdóms- og sólarkveðjur
May 12, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment