May 8, 2008

Jóel 6 ára

Nú eru sem sagt liðin 6 ár frá því að Jóel Kristinn Helgason kom í heiminn! Við héldum auðvitað upp á tímamótin - öll fjölskyldan.

Dagurinn hófst með pakkaflóði uppi í rúmi þar sem þeir bræður (hjá Fannar Ingi fékk líka pakka) rifu utan af fyrstu pökkunum. Jóel var í stuttu máli ánægður með allt sem hann fékk. Sagði eftir hvern pakka - skælbrosandi - "þetta var einmitt það sem mig langaði í ".
Nú þar sem pabbinn á heimilinu átti að mæta klukkan 8:00 í skólann ákváðum við hin að taka því aðeins rólegra og labba bara í rólegheitunum. Reyndar ekki að labba því Jóel fékk hlaupahjól í afmælisgjöf og gaf um Fannari gamla hlaupahjólið sitt. Strákarnir fóru því á hlaupahjólum í leikskólann þar sem börnin tókum fagnandi á móti Jóel, búin að vera að teikna myndir og pakka inn fyrir hann. Gaman að því!

Foreldrarnir eyddu svo deginum í undirbúning afmælisveislu - enginn lærdómur í dag (tvöfaldur á morgun í staðinn!!!!). Klukkan tvö var svo afmæli á leikskólanum. Þá mættum við með ís sem Jóel bauð félögum sínum á leikskólanum upp á - ekki slæmt fyrir þau að fá ís í hitanum en það var um 23° í forsælu í dag. Helsta vandamálið var að ísinn bráðnaði svo hratt í sólinni að krakkarnir þurftu öll að flýta sé að borða ísinn.

Íslensku leikfélagar Jóels í götunni komu svo í veislu strax eftir skóla/leikskóla. Það var þvílíkt gaman - allir stilltir og prúðir og skemmtilegir. Það var sjóræningjaþema í afmælinu og Helgi bjó til ótrúlega flotta sjóræningjaköku. Við fórum svo í sjóræningjaratleik um hverfið þar sem krakkarnir stóðu sig ótrúlega vel. Um klukkan 18 komu svo fullorðnafólkið og litlu og stóru börnin í götunni í grill. Við settum bara upp svona langborð út í garði í hitanum og grilluðum pylsur og kjúkling og höfðum það huggulegt - við búum jú í Danmörku þar á maður að hafa það huggulegt.

Frábær dagur
kv.

2 comments:

Best í heimi said...

Til hamingju með daginn elsku Jóel Kristinn stóri frændi minn ég er sko búin að vera að syngja fyrir þig í allann dag.
Kv.Benta Vala

Anonymous said...

Sex ára strákurinn er frekar flottur á myndinni í línuskauta gallanum. Afi vildi helst leggja strax af stað með línuskautana til að skauta með stráknum

Knús og kossar frá
Afa og ömmu á Selfossi