May 24, 2008

This is my life!!!!!!!

Jæja hér er lífið í Beykiskóginum í "stuttu" máli:

Jóel og Fannar hringsóla hér hálf sjálfala um göturnar í verkfalli leikskólakennaranna sem nú hefur staðið yfir í viku. Ólíkt því sem myndi gerast heima á Íslandi - er ekki nokkur maður að stressa sig yfir þessu! Danirnir taka sér launalaust frí frá vinnu, með bros á vör, pínu svekktir með þetta en laaaang frá því að kvarta, sådan er det bare! Fjölmiðlarnir fjalla nánast ekki neitt um málið, enda ekkert að gerast og "enginn" með áhyggjur af því! Í vikunni var t.d. í Nyhedsavisen meira fjallað um kostnaðinn við lífrænt ræktað fæði inn á leikskólana árið 2010 en það að þessa dagana (vikurnar) væri leikskólinn lokaður og gríðarlegur fjöldi foreldra í vandræðum..........
Nú þetta hefur nú samt allt gengið - auðvitað - strákarnir fengu stærstan hluta af vikunni gott húsaskjól og góða þjónustu hjá pabba vinar síns hér í götunni sem hefur algerlega bjargað okkur fyrir horn!

Helgi er nánast fluttur búferlum á bókasafnið. Prófin eru 5 talsins þar af tvö sem hann hefur miklar áhyggjur af og þarf að leggja allt í sölurnar.............

Skiladagurinn mikli er handan við hornið. Mér reiknast til að ég þurfi að prenta út u.þ.b. 390 bls. til að skila. Þetta reikna ég þannig að samtals blaðsíðufjöldi allra verkefnanna er um 130 síður og ég þarf að skila öllu í 3 eintökum! Ég á ennþá slatta eftir. Þar sem dagarnir nýtast ekki alveg nógu vel, þó svo að þetta séu ótrúlega góðir drengir sem ég á - þá hef ég verið að reyna að skrifa á kvöldin og frameftir en þá er meiri friður hér á heimilinu!

Eeeen ég get samt EKKI skrifað í kvöld!!!!!!!!!!!! Ó NEI !!!!!!!!!!!!!!

Ég get ekki einu sinni almennilega lýst því hvað ég er ótrúlega sátt við Eurovision frammistöðu Íslendinga í ár. Það er ekki nokkur vafi á því að þó svo að Regína og Friðrik vinni ekki keppnina sjálfa þá eru þau nýjir Evrópumeistarar í útgeislun!!!!!!!!! En það er allavegna ljóst það er ekki séns að nokkur læri á þessu heimili í kvöld. Hér verður fylgst með Eurovision og skálað fyrir Regínu!

Jæja this is our life!
Bestu kveðjur,

No comments: