May 29, 2008

Hið ljúfa líf vs. bókasafnslíf!

Jæja, á þriðjudaginn var verkefnahlassinu skilað. Ég sem sagt náði að skrifa síðustu bókstafina í stærsta verkefnið rúmlega 5 að morgni ............ þá var úthaldið búið þannið að síðasti kaflinn í verkefninu var ekki einu sinni lesinn yfir............ hhmmmmmmmmm.
En mér eiginlega bara alveg sama ég er bara svo fegin að mér tókst að klára þetta að gæðin verða bara að koma í ljós. Aðalmálið er að ég náði að skila og uppfylla þar með lágmarksskilyrði til að fá að fara í próf!

Þetta tókst nú samt ekkert án hjálpar.............. ég er nokkuð viss um að það eru ekki allir sem eiga eins góða nágranna og við :-) Á mánudaginn fór Helgi snemma að morgni á bókasafnið enda próf hjá honum á þriðjudagsmorgni, eftir sat ég með þvílíkt magn af óunnum verkefnum og tvo yndislega drengi sem samt þarf nú að sinna. Fljótlega voru nágrannar mínir hér niður í dalnum (sami pabbinn og bjargaði allri síðustu viku og nú mamman á heimilinu líka sem var búin með sín próf) búin að taka yfir umsjá barnanna minna, þar fengu strákarnir að borða í hádegi, kaffi og kvöldmat auk þess sem afgangurinn af kvöldmatnum var sendur hingað til mín þannig að ég fékk líka að borða! (........ samt bara fyrir framan tölvuna þar sem ég mátti engan tíma missa). Strákana fékk ég svo senda hálfsofandi í teppum hingað heim, rétt kyssti þá góða nótt og hélt svo áfram lærdómnum. Þvílíkt þjónusta!

Ég er algerlega búin að komast að því að ég á sko ekki að þetta prófskírteini mitt úr neinum Coco Puffs pakka! Verkefnin töldu sem sagt vel á annað hundrað síður sem er mun meira en lokaönnin þegar kandidatsritgerðinni verður skilað (mastersritgerð). Um morguninn um klukkan 05:30 fékk ég email frá einni sem ég var að vinna eitt verkefnið með en hún var þá að klára að fara yfir leiðréttingar í verkefninu okkar, og um tveimur mínútum seinna fékk ég email frá þeirri sem ég var í samstarfi við í stóra projektinu mínu. Þannig að það var sko ekki bara ég sem vakti alla nóttina til að klára. Þegar ég skilaði verkefnunum mínum svo á skrifstofuna hér í Árósum voru þar nemendur úr öllum deildum að skila. Þegar ég rétti fram verkefnin mín var ég spurð hvort ég væri að skila svona miklu? Ertu í þremur fögum? Nei, nei, svaraði ég bara venjulegu námi. Það besta er að samstarfskonan mín var líka spurð að þessu inn í Kaupmannahöfn þegar hún skilaði en það er víst þannig að allar aðrar deildir þurfa bara að skila ca. eðlilegum blaðsíðufjölda....................
En svo er það náttúrlega Pollýannan í þessu....... spáið í það hvað ég læri miklu meira á þessu en allir hinir....................... hehe.

Helgi er, var og verður á bókasafninu...............

Strákarnir mínir eru búnir að endurheimta móður sína. Á þriðjudaginn þegar ég skilaði biðu þeir nánast við útidyrnar eftir mín og settust bara niður og gáfu endalaust knús. Í gær fórum við svo með tveimur nágrannafjölskyldum okkar í Djurs Sommeraland þar sem börn og fullorðnir léku sér ALLAN daginn. Ég fékk að fara tvisvar í nýja stóra rússíbanan - sem er frábær og öll hin tækin og strákarnir fengu líka að leika sér - hehe! Við þrjú vorum sko öll dauðþreytt en alsæl þegar við sóttum aumingja pabbann á bókasafnið um níuleytið um kvöldið. Hann lærði tölfræði á meðan............

Við þrjú áttum aftur yndislegan dag í dag. Úti var auðvitað sól og blíða (eins og svo oft áður) og við fórum í gönguferð með Sigurði Ragnari vini Jóels, mömmu hans og litlu systur niður á Viby Torv. Það fórum við í búðir og kaffihús........ sem selur hvítvín og Nachos, ökologiskan solberjasafa og muffins............ og allt hitt sem við keyptum ekki! Löbbuðum svo aftur heim mörgum klukkutímum síðar með barnakerrur sem varla sást í fyrir innkaupapokum! Bara gaman, síðan er bara endalaust verið að hygge sig, þangað til að næsta törn tekur við.

Ef einhver hefur sérstakar áhyggjur af því að Helgi fái ekki að gera neitt skemmtilegt á meðan við hin höfum það svona gott - þá vil ég minna á að Helgi klára prófin 12. júní en ég 27. júní þannig að fær þetta allt til baka síðar - hehe

Bestu kveðjur héðan úr hinu ljúúúúfa lífi.......

2 comments:

Jóel K Jóelsson said...

Til lykke með skilin Lóa! Gott fyrir litla menn að vera búnir að endurheimta móður sína úr köldum klóm danska menntakerfisins.
Sendi baráttukveðjur til Helga þjáningarbróður míns.


Kveðja
Einn er að fara í próf í barnalæknisfræði í fyrramálið og finnst hann ekki aaaalveg kunna nógu mikið.

Thora Sif said...

Vá hvað þið eruð dugleg! Gangi ykkur alveg rosalega vel í prófunum elsku Helgi og Lóa. Vonandi fáum við nú að sjá ykkur eitthvað á klakanum í sumar! :-)
*knús&kram*
Þóra Sif, Daði, Aníta og bumbukrílið