Jæja þá er draumahelgi að baki
Amma Guðlaug í heimsókn frá miðvikudagskvöldi til sunnudags. Þá var reynt að slaka á, verið úti að leika, farið í bæjarferð með ömmu (sko bara amma og strákarnir), spilaður póker öll kvöld (sko bara amma og fullorðna fólkið), farið á kræmmermarket og lystbådehavnen í þvílíkri sól og blíðu.
Nú er sumarið greinilega komið. Hitastigið komið í 20°, sólin skín núna dag eftir dag, allir að taka smá lit og hárið á strákunum að lýsast aftur.
Nýjasta græjan hans Helga er sími. Það hefur sína kosti og galla eins og alltaf. Gallarnir eru augljóslega allur sá ómældi tími sem fer í að læra á hvern einasta "fídus" í símanum. Kostirnir eru að auðvelt er að taka fínar myndir á nýja símanum og senda þær beint inn á netið. Slóðin hans Helga er: http://www.flickr.com/photos/23533601@N07/. Þarna er einhverjar myndir m.a. frá því um helgina.
Nú eru bara 3 dagar í afmælið hans Jóels Kristins - sumir eru farnir að hlakka til.
Bestu kveðjur
May 5, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hæ hæ kæra fjölskylda
Hafði ekki kíkt hér inn í smá tíma og vá fullt af fréttum af ykkur fjölskyldunni, greinilega mikið fjör og mikið gaman og mikið lært í Beykiskóginum ;)
En við vildum aðallega fá að óska frumburðinum til hamingju með daginn :D Vonandi átti hann/þið ánægjulegan afmælisdag og ef ég þekki ykkur rétt þá hefur örugglega verið bökuð ansi hreint mikið góð kaka í tilefni dagsins ;)
p.s. gaman að skoða myndirnar úr nýja fína símanum!
Kiss kiss
Silja, Kris & Elvis
Post a Comment