Hér með tilkynnist að Jóel Kristinn Helgason, nemi er búinn að missa fyrstu barnatönnina. Fullorðins tönnin er nú þegar komin nokkuð langt upp en liggur bara fyrir aftan fyrrverandi barnatönnina sem hefur hangið laflaus síðustu daga og verið algerlega fyrir fullorðinstönnninni góðu!
Barnatönnin liggur nú undir kodda barnsins ...... hver veit nema það verði eitthvað annað undir koddanum í fyrramálið þegar barnið vaknar.
Þessi tannmissir hefur nú þegar lagt sitt af mörkum til þroska barnsins. Í kvöld er drengurinn lagðist upp í rúm tilkynnti hann móður sinni hátíðlega að nú myndi hann hvorki vilja vatnsglas né söng því hann væri orðinn stór strákur! Móðirinn samþykkti án andmæla.
Með kveðju frá skólastrákunum,
Aug 5, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Breytt er mannsins brosið flott
og blítt á vegi förnum
en þegar barnatönnin hverfur brott
breytist margt hjá börnum.
Kær kveðja frá ömmu og afa á Selfossi til stóra skólastráksins með fullorðinstönnina og leikskólastráksins em þarf að standa á eigin fótum á hinni hálu menntabraut og líka smá kveðja til mömmu þeirra og pabba
Til hamingju stóri strákur!
Til hamingju stóri skólastrákur. Mikið væri ég til í bros frá þér.
amma Guðlaug
Post a Comment