Aug 29, 2007

Skólapláss í höfn!

Jæja, þá er húsmóðirin á heimilinu loksins búin að fá inngöngu í DPU í mastersnám í kennslufræðum með áherslu á stærðfræði.
Bréfið kom nú ekki alveg beina leið hingað í hús, var sent úr skólanum en pósturinn endursendi þeim bréfið aftur til að kvelja húsmóðurina aðeins lengur með biðinni en í dag þóknaðist þeim að afhenda bréfið.
Það er svo skemmtilegt frá því að segja að í bréfinu koma fram alls konar dagsetningar. Láta vita af þessu fyrir 13. ágúst og hinu fyrir 15. ágúst. Svo var ég boðin velkomin á nýnemakynningu hér í Árósum 21. - 23. ágúst en það er víst flókið að fara eftir öllu þessu þegar maður fær bréfið 29. ágúst.
Allavegana, fer til Kaupmannahafnar á kynningu á mánudaginn og á svo að fara í tvo fyrirlestra, þar sem fögin, námsmatið, og fyrirkomulag annarinnar er kynnt á þriðjudag. Það er bara einn galli að annar tíminn er frá 10 - 14 hér í Árósum en hinn kl. 13 - 17 í Kaupmannahöfn! Gæti orðið nokkuð flókið!
Bestu kveðjur,
Lóa Björk

2 comments:

annaogingi said...

Það var nú gott að skólarnir eru á réttu róli.
Ég held bara að svona skipulag sé bara betra hér en í Dk.
Til hamingju og gangi ykkur nú allt í haginn.

hig

Ársæll said...

Til hamingju með skólavistina Lóa mín. Þú verður bara að líta þannig á málið að báðir staðirnir vilji endilega hafa þig hjá sér.