Sep 2, 2007

Síðasta sögustundin

Hér á eftir fyrir síðasta sögustundin sem tileinkuð er upprifjun á síðari hluta ágústmánaðar.
Eftir að bílaleigubílnum var skilað tóku við 5 bíllausir dagar! Já, í upphafi var bara svolítið notalegt að vera bíllaus t.d. var veitt rauðvínsglas (í eintölu) á mann með hádegismatnum og svoleiðis lúxus.

Strákarnir byrjuðu á leikskólanum, Gröften þann 16. ágúst og snerust næstu dagar (og vikur) eiginlega um að aðlaga prinsana. Jóel Kristinn stökk jú bara inn og byrjaði að leika en eins og fram hefur komið hefur þetta tekið lengri tíma hjá Fannari Inga!

Við prófuðum strætó! Það var bara talsverð upplifun, eitthvað alveg nýtt! Strákarnir skemmtu sér konunglega svona svipað og í meðal góðum rússíbana. Við fórum niður í miðbæ, röltum um Strikið og fengum okkur snarl við ánna og fórum svo í lestarferð heim. Það var enn meiri upplifun fyrir drengina, líklega álíka og stór rússíbani - að þeirra mati.

Bíllinn okkar kom til landsins á föstudegi en við gátum ekki fengið hann afhentan fyrr en eftir hádegi á mánudegi. Konan í símanum gaf þá skýringu að hún þyrfti að vinna yfirvinnu ef þetta ætti að nást á föstudeginum! ............... svona svipað þjónustustig og konan skólanum mínum sem gat ekki svarað mailinu mínu af því að hún fékk svo mörg mail................ og konan á pósthúsinu sem ég fór á um daginn sem ætlaði að hætta að faxa fyrir mig afþví að það var komið matarhlé hjá henni......... Ég legg til að næst þegar kennari með stóran bekk fær próf eða ritgerðir frá nemendum skili hann bara fyrstu 15 til baka og tilkynni hinum að hann hafi ekki getað farið yfir öll prófin því þau hafi verið svo mörg..............

Jæja, nóg um þjónustustigið hér í DK. Síðasta vika ágústmánaðar var tíðindalítil hjá flestum fjölskyldumeðlimum.
Jóel Kristinn: Leika, leika, leika og leika. Smá hegðunarátak þar sem það var full gaman að leika á köflum en það er allt í góðu núna.
Fannar Ingi: Æfa sig að vera á leikskólanum fram að hádegi, tókst oftast. Annars bara að leika sér í rólegheitunum úti og inni eða bara að vera með mömmu sinni. Vinsamlegast takið samt eftir að Fannar Ingi er hættur með bleiu fyrir 2 vikum síðan, bæði á nóttu og degi og stendur sig eins og hetja og rúmlega það.
Lóa Björk: Lagðist í rúmið, lasin. Á milli ferða til og frá leikskólanum var allt í rólegheitunum því þetta er ekki góður tími til eyða í margra daga lasleika. Heilsan er að koma, svona fyrir þá sem hafa einhvern áhuga á að fylgjast með heilsufari húsmóðurinnar.
Helgi Kristinn: Fyrsta vikan í skólanum. Kynningarvika með bjór og helstu upplýsingum um skólann og námið framundan. Hápunktur vikunnar var þegar bekkurinn lék kaktusa í Western Party í Botanisk have (som er ved siden af skolen og Den gamle by). Alvaran tekur við í næstu viku.

Jæja, nú hefur ágústmánuður verið reifaður í nokkrum pistlum og hér eftir verður bara sagt frá hlutunum jafn óðum eins og á alvöru fréttamiðlum

Bestu kveðjur,

2 comments:

Ársæll said...

Jamm. Þá er það komið. Heilsist þér vel Lóa mín.

Kristín Hrefna said...

Det er sjovt at se hvor godt I har det... men jeg savner jer rigtigt meget!