Sep 10, 2007

Engar fréttir eru góðar fréttir!

Nú er staðan þannig að það er eiginlega ekkert að frétta. Þessi fréttapistill verður því um ekki neitt!

Þessu fréttaleysi átti að redda með því að skella inn nokkrum myndum en þá vildi tölvan ekki taka við myndunum úr myndavélinni og þrátt fyrir að á heimilinu búi maður sem bæði er sérstaklega flinkur í tölvum og myndavélum þá eru myndirnar enn fastar í myndavélinni - sjáum til kannski reddast þetta fljótlega.

Skemmtanalífinu í götunni er bróður/systurlega skipt á milli kynja. Strákarnir í götunni (þeir íslensku) skelltu sér á djammið á föstudagskvöld. Fóru í Go-Kart, póker og á pöbbana í miðbænum. Stelpurnar fóru á laugardagskvöld, hittust í heimahúsi og spiluðu actionary með miklum tilþrifum.
Strákarnir (litlu) skemmta sér svo bara stanslaust alla daga.

Nú byrjar Naturholdet hjá Jóel Kristini á morgun. Hann þarf að mæta tímanlega á leikskólann á þriðjudögum og pakka í bakpoka, fötum og nesti fyrir daginn. Einnig fær hann drykkjarbrúsa sem hann á að fylla með vatni og taka með. Hann er kominn með dagskrá fyrir næstu 7 - 8 þriðjudaga, ferðir hingað og þangað, voða spennandi!
Það verður svo spennandi að sjá hvað Fannar Ingi gerir þegar Jóel Kristinn verður farinn í ferðinar sínar................

Annars erum við bara í því að reyna að læra eitthvað í skólunum okkar og æfa okkur á nýja GPS-tækið!

Bestu kveðjur úr Beykiskóginum

1 comment:

Kristín Hrefna said...

Bara stuð á ykkur, þetta líst mér vel á... smá djamm er mein holt fyrir sálina;)

Ég er komin með SUS á heilann og það kemur SUS út um eyrun á mér núna... Bara þrír dagar í þing... og spennan í hámarki... Þið komið að kjósa er það ekki?

Það hlýtur að vera hægt að fá hær ódýrt flug... þetta er líka svo lítið ferðalag... Bara taka lestina til KBH, flug til Keflavikur, aka svo til RVK, þaðan flug til Eglisstaða og svo rútu á Seyðisfjörð... þið gerið þetta nú fyrir mig;)

Knus
Kristín