Sep 4, 2007

Helgarfrí í Viby

Nú svo að þið séuð nú öll nokkuð vel upplýst um hvernig við eyðum tímanum hér í DK þá fer hér á eftir smá umfjöllun um helgina hjá okkur fjölskyldunni.

Nú helgarnar byrjar alltaf með föstudagskvöldi en þá var bara skroppið í næsta hús og spilað með smá stuðningi rauðvíns og fleira góðgætis, hentugt að eiga svona fína nágranna hér út um allt!

Á laugardagsmorgun brunaði húsbóndinn með vini sínum til Þýskalands þar sem fyllt var drykkjarbirgðir tveggja íslenskra fjölskyldna. Það skal sérstaklega tekið fram að laaaaang mest var keypt af gosi og meira að segja Pepsi Max, svo nú geta pabbi og Krístín alveg farið að koma í heimsókn. Á meðan á innkaupaleiðangrinum stóð tók húsmóðirin á heimilinu húsmæðrahlutverk sitt mjööög alvarlega og bakaði sínar fyrstu lummur.
Amma Benta bjó alltaf til heimisins bestu lummur sem ég (LBJ) fékk glóðvolgar í kaffitímum alla mína æsku, uppskriftirnar hennar voru nú þannig að það var bara slumpað á magnið af hinu og þessu en þrátt fyrir það tókst þessi lummutilraun bara vel. Jóel Kristinn var allavegana gríðarlega sáttur og borðaði óteljandi lummur, svona þangað til allt var búið!

Á sunnudeginum hélt helgarfríið auðvitað áfram. Helgi Kristinn og Fannar Ingi fóru saman í hjólatúr og týndu nokkur epli sem dottið höfðu af trjánum hér í nágrenninu (samt ekki inn á neinum einkalóðum!) og svo fórum við fjölskyldan með eplin í Bambaskóginn og gáfum bömbunum. Eftir göngutúr í Bambaskóginum fórum við á ströndina með einnota grill, pylsur og pylsubrauð með gati og grilluðum og lékum okkur.

Jamms, þetta var dæmi um helgarfrí í Viby.
Kv.

2 comments:

Kristín Hrefna said...

Ooo... hvað ég hefði viljað fá lummurnar þínar Lóa!

Ég held bara svei mér þá að ég verði að fara að koma í heimsókn og þá panta ég sko lummur!

Ég var annars líka að byrja í skólanum... eins og þið;)

En ég sakna þess alveg gasalega að geta komið í Kópavoginn og borðað í góðum félagsskap ykkar...

Anonymous said...

L J Ú F T !
... týna epli af trjám og fara svo í Bambaskóginn að gefa bömbunum
Er e-ð krúttlegra ???????

Miss u all
kv,
Silja Hrund & co