Sep 25, 2007

Fótboltafréttir

Í fréttum er þetta helst að á sunnudaginn keppti Jóel Kristinn Helgason, 5 ára Íslendingur fyrir hönd Viby í lokamóti sumarsins Jysk-3.
Drengurinn stóð sig með afbrigðum vel, var nokkrum sinnum nálægt því að skora og kom í veg fyrir ótal mörk með efnilegum varnartöktum.
Mótið var haldið í um 35 km fjarlægð frá heimabænum, Viby en öll fjölskyldan var virk í stuðningsliðinu og skemmti sér konunglega. Mikið fjölmenni var á vettvangi en fjölmörg lið tóku þátt og spilaði drengurinn 3 leiki hver öðrum skemmtilegri fyrir áhorfendur og aðra aðdáendur keppenda.
Að móti loknu fengu keppendur verðlaunapening um hálsinn en þá kom reyndar smá babb í bátinn þar sem yngri bróðir leikmannsins umrædda, Fannar Ingi grét fögrum tárum vegna ósanngirni í úthlutun verðlaunapeninga. Þjálfari Viby -liðsins brást skemmtilega við og útvegaði eina medalíu til viðbótar og verðlaunaði litla bróður fyrir besta stuðning dagsins!
Hélt fjölskyldan því heim með tvo verðlaunapeninga og fjögur bros á vör. Þess má geta að veðrið var vægast sagt gott, sól og um 20° hiti sem okkur Íslendingum þykir bara fínt nú í lok september.
Svo fréttaritari haldi áfram að lofa upp í ermina á sér, þá eru framundan myndir frá liðnum vikum svo fylgist spennt með.
Fótboltakveðjur,

6 comments:

Kristín Hrefna said...

Ég er ekkert smá ánægð með frændur mína... báða! Jóels fyir að sýna meistaralega fótboltatakta og Fannar fyrir að næla sér í verðlaunapening!

Það er ekki 20 stiga hiti á Íslandi... :(

Anonymous said...

ég hlakka mikið til að sjá verðlaunapeningana um hálsinn á ykkur flottu strákunum mínum. Svo þarf ég að taka út gardínurnar. Nú er ég farin að telja dagana.

Úps, það er sko rigning og rok úti en hlýtt og rólegt inni.

Knús frá ömmu og Bentu.

Anonymous said...

Ótrúlega duglegir strákar! Gaman að heyra hvað Jóel Kristinn stendur sig vel í boltanum - bara farinn að keppa erlendis. Gott hjá Fannari Inga að gefa ekki sitt eftir hver getur staðist tárin hans !
Ástarkveðjur
Ingi afi og amma Þóra

Ársæll said...

Það er eins hér á Viby-posten eins og á öðrum fréttablöðum, íþróttafréttirnar eru allsráðandi. Áfram Viby.

Best í heimi said...

Til hamingju með árangurinn strákar báðir tveir og allir með tölu. Knús á ykkur.
Kv.Lilja, Jón og Benta

Kristín Hrefna said...

Jæja... nú er ég að verða óþolinmóð... hvenær kemur næasta blogg? og hvenær koma myndir???

:)