Sep 23, 2007

Gestafréttir

Í fréttum er þetta helst:
Við erum búin að fá fyrstu gestina okkar að heiman!
Á miðvikudag fengum við skemmtilega gesti í kaffi. Erna Niluka og kærastinn, hann Gulli, komu í heimsókn en þau voru í vikuheimsókn hjá fjölskyldu Gulla í Horsens. Alltaf jafn gaman að hitta Ernu (og auðvitað Gulla líka) en vonandi stoppa þau lengur næst þegar þau koma til DK.

Á fimmtudagskvöldið komu svo fyrstu næturgestirnir, afi Jóel og amma Stína. Þau voru búin að vera í viku í Köben og nú var röðin komin að Árósum til að taka út heimilishaldið og umhverfið í Bogeskovparken.
Á föstudaginn sýndum við ömmu og afa miðbæinn hér í Árósum og gáfum þeim svo gott að borða um kvöldið en á laugardaginn fórum við saman að borða Frokost í bænum og fórum svo í Bambaskóginn og á ströndina að grilla pyslur enda var bara hið besta veður.
Það voru nú allir á heimilinu ánægðir að fá svona góða gesti að heiman og ekki verra að heimilishaldið og umhverfið var samþykkt af gestunum þannig að við getum búið hérna róleg áfram.

Þið megið svo búast við fótboltafréttum mjöööög fljótlega
Med venlig hilsen

2 comments:

Kristín Hrefna said...

Mig langar líka að koma í heimsókn... sérstaklega þegar á Fróninu er norðanátt og kuldi... birrr...

Anonymous said...

Muna að taka frá eina "langa" helgi í hverjum mánuði handa okkur Sigga. Við erum á fullu að finna framleiðendur í Árósum til að selja okkur vörur og því fleiri framleiðendur og umboðsaðilar því oftar lofum við að mæta....
Látum vita í tíma til að þú getir farið í "búðina góðu" og verið REDDÝ....
kv.
Tóti