Oct 31, 2007

Afmælisfréttir

Fannar Ingi Helgason er orðinn 3 ára. Drengurinn fékk eiginlega 4 daga afmælisveislu með gleði, gjöfum og góðum (g)veitingum.
Þegar drengurinn vaknaði upp á föstudagsmorgni voru afi og amma á Selfossi mætt og þótti hinu tilvonandi afmælisbarni og bróður hans ekki slæmt að fá eitt knús áður en haldið var á leikskólann. Ekki versnaði það þegar afi og amma komu með að sækja og það snemma! Nú eins og hefð er þegar ömmur og afar koma í heimsókn var haldið í miðbæinn þar sem bærinn var skoðaður, smá búðaráp og matur. Síðan fór eftirmiðdagurinn í afmælisundirbúning

Á afmælisdaginn (laugardag 27.10) hófst dagurinn með smá kökubakstri en fljótlega voru fengin lánuð hjól fyrir "gamla" liðið og farið í klukkutíma hjólreiðaferð í kringum vatnið.
Afmælisveislan hófst klukkan 15:00 en þetta var tvöföld veisla því Kristján (á 203) varð 2 ára á föstudaginn og slógum við því saman í góða veislu fyrir báða strákana. Það var troðfullt hús og voða gaman.
Drengurinn fékk mikið af dóti og er alsæll með allt saman! Stoltastur er hann þó af því að vera kominn í nýtt rúm, svona með engum rimlum............ enda tími til kominn, barnið orðið þriggja ára!

Á sunnudag fengum við bílaleigubíl til að geta keyrt með ömmu og afa um svæðið. Við sýndum þeim ströndina og Bambaskóginn fórum upp á Himmelbjerget og í Randers Regnskov. Um kvöldið elduðum við svo góðan mat enda síðasta kvöld áður en gestirnir góðu héldu aftur heim á Selfoss.

Á mánudag var svo afmælisveisla á leikskólanum. Búið var að setja dúk á borð og kveikja á 3 kertum þegar við komum með heimabakaða pizzasnúða fyrir alla krakkana á leikskólanum. Nei! Ekki fyrir alla krakkana............... við íslensku foreldrarnir höfðum ekki áttað okkur á því að múslimsku börnin á leikskólanum máttu auðvitað ekki fá snúðana því höfðum sett skinku á þá!!! Okkur þótti þetta auðvitað mjög leiðinlegt en leikskólakennararnir redduðu mandarínum fyrir þau í staðin.
Þetta er auðvitað spurning, það hefði verið ótrúlega lítið mál fyrir okkur (ef við hefðum áttað okkur á þessu) að sleppa skinkunni eða búa til eitthvað annað - en á móti kemur spurningin á að sleppa skinkunni á pizzunni hér í landi svínakjötsins? Verður fólk sem flytur til Danmerkur ekki bara að taka tillit til þess að hér borðar fólk svínakjöt á pizzuna? En þetta eru bara börn 3 -5 ára og þau vilja auðvitað fá veitingar í afmælinu eins og hin börnin................. ég sker bara niður ávexti í næsta afmæli, þá ættu öll trúarbrögð að geta verið með!

Aðrar fréttir tengjast allar mat því með Selfyssingunum fengum við allt það mikilvægasta! Lambakjöt sem borðað var með bestu lyst á mánudagskvöld og íslenskan fisk sem borðaður var í gærkveldi auk þess sem nú eigum við íslenskar súkkulaðirúsínur, lýsi og Hunt BBQ-sósu. Það eru aldeilis gleðitímar framundan!

Bestu kveðjur,

4 comments:

Best í heimi said...

Til hamingju með ammlið Fannar Ingi eða Annigi eins og Benedikta Valgerður kís að kalla þig. Kús á alla.
Kv.Sörlaskjólsfólk

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið elsku frændi. Og kæra systir, til hamingju með rúsínurnar!
Kveðja,
Stockholmarar

Kristín Hrefna said...

Knús frá Kristínu Hrefnu... sem saknar ykkar...

she said...

Elsku Fannar Ingi innilega til hamingju með afmælið þitt á laugardaginn :D Sýnist þú hafa átt ansi skemmtilegan dag og frábært að hafa ömmu og afa líka með!

Haldiði áfram að vera dugleg að skrifa, það er svo gaman að fylgjast með ykkur....

Kveðja,
Silja Hrund & co

P.s. Elvar Eldjárn biður sérstaklega að heilsa vinum sínum :)