Oct 18, 2007

Efterårs -"frí"

Það er helst að frétta að hér í DK er efterårsferie þessa vikuna. Frí í skólunum en samt ekki. Fannar og Jóel fóru á leikskólann mánudag - miðvikudag á meðan foreldrarnir unnu í skólaverkefnum. Í dag á fimmtudegi tókum við okkur öll frí og fórum í Kattegatcenter að skoða hákarla, seli og hina ýmsu fiska. Þetta var bara alveg frábær dagur sól og blíða mest allan daginn en það var nú eiginlega skítkalt, samt 8 - 10 gráður, brrrrrr.

Til að gleðja Kristínu Hrefnu má nefna að þegar við komum heim elduðum við okkur góðan mat, kveiktum á kertum og svona.

Húsmóðirin á heimilinu fékk hjól í gær. Forláta TREK fjallahjól með dempara og alles..... Húsbóndinn og yfirkokkur heimilisins tók að sér að prufukeyra hjólið í hjólatúr með nágrönnunum. Þeir hjóluðu að Moesgaard-ströndinni og þar eftir stígum meðfram allri ströndinni og niður í miðbæ og svo þaðan heim. Hjólið reyndist ótrúlega vel en hjólreiðamaðurinn var rennsveittur eftir átökin enda dágóður spotti sem hjólaður var á ca. 70 mín.
Fannar Ingi fékk reyndar líka hjól í vikunni, í fyrirframgreidda afmælisgjöf. Hjól með hjálpardekkjum! Stefnan er nú samt að kaupa stól á nýja fjallahjólið fyrir Fannar svo hægt verði að fara í aðeins lengri hjólreiðatúra.

Bestu kveðjur úr Beykiskóginum,

1 comment:

Best í heimi said...

Til hamingju með hjólin Fréttaritari og Fannar Ingi. Góða skemmtun í hjólatúrum.
Kv.Sörlaskjólsbúar