Oct 4, 2007

Fréttir fyrir óþolinmóða

Í tilefni kvörtunar frá óþolinmóðum lesanda verður hér skellt inn smá aukafréttatíma um nánast ekki neitt.
Þegar lítið er að frétta er lítið að skrifa um en það dugar ekki óþolinmóðum lesendum og þá sérstaklega óþolinmóðum háskólanemum sem þurfa að borða heima hjá sér þar sem bestu ættingjarnir eru fluttir til útlanda!!! (Kristín mín þú ert velkomin í mat hvenær sem er!)

Nú hér er bara lært og leikið. Allir hegða sér vel þessa dagana - eins og það sé nú fréttnæmt!
Fannar Ingi hefur gerst sérstakur áhugamaður um hafragraut í morgunmat.
Jóel Kristinn er stilltur og prúður og búinn í hegðunarátakinu með góðum árangri.
Helgi Kristinn fer í skólann, lærir, leikur sér......... við börn og fullorðna.
Lóa Björk verður að gjöra svo vel að fara að læra þessa dönsku - og það strax!

Nú eins og sjá má er lítið að frétta.................... myndirnar eru enn á leiðinni. Nú til að upplýsa lesendur um stöðu myndamála þá eru myndirnar í tölvu húsbóndans sem fer með honum í skólann á daginn. Á kvöldin er tölvan í notkun í þágu lærdóms eða skemmtunar húsbóndans en er þess á milli læst með aðgangsorði sem fréttaritari kann ekki............ það er því ekkert einfalt mál að komast að til að skella inn myndunum........... þessu verður nú samt reddað !!!!

Nú að lokum má segja frá því að amma Guðlaug er væntanleg í heimsókn á laugardaginn og þá fær hún tækifæri til að samþykkja heimilishaldið og nánasta nágrenni.

Bestu kveðjur,
"ekki"fréttaritarinn

5 comments:

Kristín Hrefna said...

Takk fyrir bloggið... þetta var langþráð...

Ég hlakka svo til þegar minn ástkæri bróðir setur inn myndir af ykkur:)

Unknown said...

Hæ hæ allir..... já við erum lifandi og gaman að sjá hvað allt gengur vel hjá ykkur. Allt gengur barasta vel hér hjá okkur, búin að flytja, platan að fara út í framleiðslu á morgun og prinsessan afmæli á morgun....ef þið eruð í leiðinni á sunnudaginn, þá er ykkur boðið(-: Verðum í bandi von bráðar.....vona að allt haldi áfram að ganga vel hjá ykkur.....maður er löngu farin að sakna ykkar....kv. ykkar Regína p.s Píanóið er í góðu standi.....ennþá!

Ársæll said...

Ja, det er paa tide at nogen med kendskab til hushold kommer paa inspektion. Og fra nu af blir mine kommentarer skrevet paa dansk.
Bedste hilsen til alle dine drenge lóa Björk,
Sæli.

Anonymous said...

Halló fjölskylda
Sigga Maja (mamma Kára Tómasar) hérna megin. Fréttum af blogginu og ákvað að senda línu. Hér er mikið spjallað um JK og spáð í hvernig hann hafi það í Danmörku.Kári er nokkuð viss um að JK sé bara alveg á leiðinni í hverfið! Frábært að heyra af fótboltamótinu, það væri gaman að geta sýnt Kára myndir af fótboltahetjunni. Kári, Andri og Benedikt) tóku einmitt þátt í fyrsta mótinu 20. ágúst og okkur fannst heldur betur vanta JK....bestu kveðjur til ykkar allra úr Kópavoginum

Kristín Hrefna said...

Ég tek undir með síðasta ræðumanni, ég vil sjá myndir!

Kæri bróðir, vertu nú svolítið myndalegur og skelltu inn myndum af fjölskyldunni:)

Knús frá
Kristínu Hrefnu