Nú er það helst í fréttum að amma Guðlaug er búin að koma í heimsókn og leggja formlega blessun sína yfir búskapinn og umhverfið hér í Bøgeskovparken.
Þegar fjölskyldan fær góða gesti er er ekkert verið að hanga í aðgerðarleysi. Strax við komuna á laugardagskvöldið var ráðist í “gourmet” eldamennsku “a la” Helgi Kristinn. Þess má geta að Helgi var drifinn í eldhúsið beint af golfmóti þar sem spilað var á fínum velli í ótrúlega góðu veðri! Fyrir áhugasama þá gekk spilamennskan alveg ágætlega þó drivin hafi ekki hrokkið í gang fyrr en á síðustu holunum.
Á sunnudeginum fórum við öll í Randers Regnskov sem er yfirbyggður dýra- og plöntugarður í um 30 – 40 mínútur frá Århus. Þarna er búið að búa til svæði með dýrum og gróðri frá Suður Ameríku, Asíu og Afríku. Það er sko alveg hægt að mæla með þessari skemmtun. Á bakaleiðinni keyrðum við meðfram ströndinni og enduðum á ströndinni “okkar” Moesgård-ströndinni. Þar vildi svo ótrúlega skemmtilega til að tvær aðrar fjölskyldur úr götunni voru mættar á sama tíma (eina fólkið fyrir utan okkur á allri ströndinni). Þórunn og Jói með börnin sín þrjú og Palli og Hjördís með strákana tvo. Þarna fékk amma Guðlaug óvænt tækifæri til að kynnast aðeins 2/5 hluta íslensku nágranna okkar í Beykiskóginum. Nú eins og svo oft áður var góður matur á boðstólnum um kvöldið, svona gestinum ti l heiðurs.
Á mánudeginum fékk amma Guðlaug að sjá leikskóla strákanna og miðbæ Árósa. Til að koma lesendum á óvart þá var haldið heim og eldaður góður matur um kvöldið!!!
Næst eru það svo bara amma og afi á Selfossi sem mæta á svæðið (í lok mánaðarins) en það eru auðvitað allir spenntir að fá fleiri svona afa og ömmur í heimsókn.
Bedste hilsner,
Oct 9, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment