Oct 21, 2007

Fréttamyndir frá miðjum september

Hér eru nokkrar myndir, þetta flokkast nú eiginlega undir gamlar fréttir. Grill á ströndinni, fjölskylduferð til Köben og ein af bræðrunum héðan frá Árósum. Allar myndirnar eru teknar um miðjan septmeber.
Verið að grilla pylsur og ströndinni. Pylsubrauðin eru ekki eins og við þekkjum heima á Íslandi heldur svona frönsk með gati.
Frændurnir Pétur Orri og Jóel Kristinn í hinu eina sanna Tivoli í Kaupmannahöfn.
Margrét eða "Magga móða" á leið í rússíbana með Tómas Atla. Þess má geta að ferðin gekk mjög vel og móður og barni heilsast vel á eftir.... hehehe
Bræðurnir á göngu í einum að görðunum hér í Árósum. Danirnir eru ekki eins uppteknir af þéttingu byggðar og "sumir" aðrir og skilja því eftir græn svæði hér og þar í bænum, meira að segja í miðbænum!!!!
Fannar Ingi í hringekjunni í Tivoli. Þrátt fyrir að vera orðinn vanur maður í rússíbanaferðum er alltaf jafn gaman að fara á hestbak í hringekjunni. Fyrir aftan hann sést glitta í Tómas Atla sem líka var á hestbaki.
Bless í bili,
Næstu fréttamyndir ættu svo að sýna fótboltamanninn í keppni.

3 comments:

Kristín Hrefna said...

Sætastir.is í gönguferð í skóginum... Þetta verður ekki mögulegt á Selfossi, þegar þið flytjið þangað, því að núverandi meirihluti verður búinn að eyðileggja allt og byggja blokkir á grænu svæðunum á Selfossi:)

En voðalega er hann bróðir minn einbeyttur við að opna pylsupakkann... er það eitthvað erfiðara í DK en á Íslandi?

Stuð kveðjur frá
Stínu fínu:)

Fjölskyldan said...

Smá ábending til Stínu fínu frá fréttaritara!
Hér í sveitinni í Viby/Árósum er stutt í skóginn, ströndina, fótboltaæfinguna og í 300.000 manns alveg eins Fossvogsdalnum!!!!! ........ þannig að kannski er Selfoss ekki alveg á dagskránni..........

..... og svona þér að segja þá getur bara verið ansi snúið að opna pylsupakka með "leynihníf" á ströndinni........... Hefur þú einhverja reynslu í því???

Kristín Hrefna said...

Nei... ég verð að viðurkenna að ég hef ekki notað "leynihníf" er þetta eitthvað sér danskt fyrirbæri?