Oct 23, 2007

Fréttir eftir efterårsferie

Jæja, þá er allt komið á fullt aftur hér í Beykiskóginum. Ekkert afslappelsi meir (þangað til næst alla vegana).
Viðskiptafræðineminn er að fara að skila fyrstu ritgerð vetrarins. Hún fjallar um efnahagsmál í Tyrklandi - gæti ekki verið meira spennandi!!! Áhugasamir um efnahagsmál Tyrklands ættu að geta leitað til Helga Kristins í lok vikunnar - þegar hann verður orðinn sérfróður á þessu sviði.
Kandidat - studenten i matematikkens- didaktik er rétt kominn inn úr dyrunum eftir lestarferð og kennslustund í Kaupmannahöfn (eins og langflesta þriðjudaga). Í dag gerðust þau undur og stórmerki að hinn alíslenski og ekki dönskumælandi nemi bara talaði og talaði - á dönsku (eða svona næstumþvídönsku) í umræðunum í tímanum. Fram til þessa hefur neminn (sem einnig er fréttaritari hér) verið hin þögla týpa í kennslustundunum en í dag gat Íslendingurinn bara ekki þagað meir (rétt upp hönd sem er hissa!!!!!!!).

Jóel Kristinn er farinn að segja slatta á dönsku og er alltaf að prófa. Í síðustu viku voru þeir bræður "einir" sem sagt án hinna íslensku strákanna á leikskólanum í einn dag og eftir daginn flutti pædagoginn á deildinni þeirra okkur þær fréttir að Jóel hefði bara sagt fullt m.a. "min mor kommer klokken tre" sem er alveg fimm orða setning.
Fannar Ingi er alltaf að spyrja hvernig hitt og þetta sé á dönsku og prófar stundum. Oft þegar hann prófar að tala dönsku verður hann voða feiminn á eftir - algjört krútt!
Þetta sem sagt kemur hjá þeim endanum þó að þeir leiki sér bara á íslensku og bara við íslensk börn bæði hér heima og á leikskólanum..............

Framundan er skemmtileg helgi. Fannar Ingi verður 3 ára á laugardaginn og þá verður auðvitað veisla. Vinum og fjölskyldu er að sjálfsögðu boðið - hehe. Reyndar fáum við gesti að heiman því Ingi afi og amma (Anna)Þóra eru væntanleg á fimmtudagskvöldið. Þau taka því þátt í veisluhöldunum með hinum Íslendingunum hér í Beykiskóginum.

Með bestu kveðju til ykkar allra

1 comment:

Anonymous said...

Við hlökkum til að koma til ykkar og vera með ykkur um helgina.
Það er gaman að heyra hvað allt gengur vel og allir tala svona mikið á dönsku ætli við skiljum nokkuð þegar við komum
knús og kveðjur

Ingi afi og amma Þóra