Nov 2, 2007

Plötufréttir - Ef væri ég ...

Það hefur verið pínu skrítin tilfinning fyrir fréttaritara að fylgjast með útkomu nýju plötunnar hennar Regínu úr allri þessari fjarlægð. Hingað til hef ég verið búin að heyra allt efnið áður en það er gefið út, búin að heyra demo og fylgjast með ferlinu þannig að þegar plöturnar (sérstaklega sú fyrsta) koma út er bara hlaupið út í búð og keypt eintök í von um að plöturnar byrji að rúlla upp sölulistana.

Nú er staðan allt önnur - ég er bara hérna í Danmörku og hef ekkert heyrt og ef ekki væri netið þá veit ég ekki hvað!
Ég var auðvitað rosalega spennt að heyra plötuna. Í fyrsta lagi af því að Regína er sjálf að semja og því uppáhaldslögin mín á síðustu plötu voru einmitt lögin sem Kalli Olgeirs samdi, Ljósin komu, Draumur um dag og Hvað tekur við? En á þessari plötu semja Regína og Kalli Olgeirs lögin saman. Ótrúlega spennandi.

Ég auðvitað rauk inn á tonlist.is og keypti plötuna og er núna á fullu á hlusta og njóta.
Flest lögin eiga það sameiginlegt að vera yndisleg stemning, þægileg hlustun og oft skemmtilegt "grúf" í hljómsveitinni.
Ég er strax við fyrstu hlustun kolfallin fyrir nokkrum lögum. Lagið Alveg ein, er ótrúlega melódískt og svona "útvarpsvænt" ég var farin að raula með í lok lagsins. Mér finnst gaman að hlusta á Síðan þú komst, þar er textinn ekki beint ljóðrænn heldur svona eins og Regína sé að segja frá og það er allt of langt síðan við höfum spjallað svo ég fékk svona "söknuðar-tilfinningu" þegar ég hlustaði á lagið.
Ég gæti náttúrlega sagt eitthvað misgáfulegt um öll lögin en það eru kannski engar fréttir hvað mér finnst um lögin. Ég vil samt nefna titillagið Ef ég væri, frábært lag sem sýnir fílinginn í röddinni. Í augnablikinu er ég að hlusta á Líttu aldrei við og verð að viðurkenna að það finnast nokkur tár ..................... ógeðslega er ég að verða væmin.............
Lokalag er líka svona fyrir minn smekk og Engill minnir mig bara á hvað það er langt síðan ég hef hitt Anítu

Annars bara allir út í búð að versla, svo fáið þið annað eintak frá okkur í jólagjöf..... hehe
Til hamingju Regína mín!

Bestu kveðjur,
Lóa BJörk

3 comments:

Fjölskyldan said...

Smá viðbótar upplýsingar.
Vaknaði í morgun með Sólin fer upp syngjandi í kollinum, þó ég hafi bara hlustað einu sinni á lagið. Elska það lag líka!
Kv. Lóa BJörk

Kristín Hrefna said...

Það er ekkert annað... ég hleyp strax út í búð og fjárfesti í eintaki og bíð svo spennt eftir jólagjöfinni:)

Anonymous said...

Þið eruð óheppnar að vera ekki af msn kynslóðinni. þar sendir maður svona demo og gefur comment á notime, bara að vera við tölvu á sama tíma.