Jan 12, 2008

Við erum búin að..........

............fá nýja þvottavél.
Þar með þurfum við engan rafvirkja. Við töluðum við tvo rafvirkja, einn náskyldan á Íslandi sem taldi viðgerð varla borga sig og einn hér í nágrenninu sem samkvæmt dönskum sið gat komið u.þ.b 10 dögum seinna, kl. 7:30 að morgni - takk fyrir það. Hann taldi samt miðað við lýsingarnar að það myndi ekki borga sig að gera við vélina. Helgi hringdi því í leigufélagið og sannfærði þá um að það væri ekki þess virði að við barnafjölskyldan væru látin bíða í 10 daga í viðbót eftir því að fá rafvirkja fyrir 600 danskar krónur til að segja okkur að það þyrfti nýja vél. Við fengum nýja vél sem er byrjuð að þvo fyrir okkur.

........... að gera við blástursofnin.
Keyptum bara nýtt element í gegnum netið, fengum það sent með póstinum og Helgi skellti því í. Við vorum svo rétt áðan að klára þess fínu súkkulaðiköku, bakaða í ofninum. Það þarf því engan rafvirkja í það djobb heldur.

......... taka eitt próf til viðbótar.
Eða sko Helgi Kristinn. Fór í munnlegt próf í dag - stóð sig vel. Nú er næsta próf hjá honum á mánudag og svo ritgerðarskil 21. janúar og þá er törnin búin hjá honum.

......... fá próftöflu.
Eða sko Lóa Björk. Fékk loksins í gær að vita hvenær ég á að mæta í prófin. Fer í 3 munnleg próf, þann 21. og 24. janúar í Köben og svo 28. janúar hér í Árósum. Fór á smá kynningu um munnleg próf í gær og held að ég viti nokkurn vegin út á hvað þetta gengur. Veit að minnsta kosti að ég á að kynna efnið fyrst í 10 mínútur en svo fæ ég spurningar og spjall við prófdómarana í hálftíma í viðbót. Eftir það ákveða þeir einkunnina og segja mér hana með rökstuðningi - spennandi, hmmmm.

........ ákveða framtíðina.
Eða sko Jóel Kristinn. Í gær vorum við að horfa á danska X-faktorið og spurði ég Jóel hvaða lag hann myndi syngja ef hann færi í svona prufu. "Ekkert!" sagði hann. "Nú, myndir þú ekki vilja verða söngvari?" spurði ég til baka. "Nei, ég ætla bara að vera venjulegur maður, í venjulegri vinnu!" svaraði drengurinn.

......... hafa það gott.
Öll en ekki síst Fannar Ingi sem kemur svo glaður heim af leikskólanum á hverjum degi og finnst alltaf "mjög gaman!" Hann liggur hérna við hliðina á mér núna í Turtles búningi sem hann fékk í afmælisgjöf frá ömmu Guðlaugu. Það komu nefnilega áðan fullt að bæklingum frá dótabúðunum í tilefni af Fastelavn og þurftu þeir bræður auðvitað að skella sér í búningana sína - gaman að því.

annars bara bestu kveðjur frá próflestrarheimilinu mikla,

3 comments:

Kristín Hrefna said...

Það er nú gott að þið eruð búin að græja þetta með græjurnar... ég var hætt að sofa fyrir áhuggjum:)

Knús til ykkar, frá mér!

Anonymous said...

Sælar elskurnar
Verð að viðurkenna að ég er fegin að tæknin skuli aftur komin í ykkar hendur. Stolt af dugnaði ykkar eins og endranær. amman lifir ennþá á knúsinu frá flottustu strákunum frá því um jólin.
Kveðjur og knús frá Öldugötunni

Anonymous said...

Sæl og blessuð og gleðilegt ár!!

Dreif mig í að kíkja á bloggið...hef ekki gert það lengi. En ég hef verið í miklu letikasti í dag. Hangið á netinu á einhverjum prjónasíðum sem einn textílkennarinn í Kópavogi sendi (nú má bara ekki vera venjulegur handavinnukennari, það er svo púkó!!)Nú svo hef ég lagt kapal í gríð og erg....ekki eins dugleg og þið námsmennirnir.
Ég sendi þér bara hlýja dönskukunnáttustrauma fyrir þessi munnlegu!!:-)
Kveðja úr Daltúninu, Vala