Jan 5, 2008

Við óskum eftir.......................

Þvottavél í lagi!
Þvottavélin er biluð sem gengur varla hjá fjögurra manna fjölskyldu sem á nú ekkert endalaust föt til skiptanna! Í dag prófuðum við eitt alveg nýtt og ótrúlega spennandi - við fórum í möntvaskeri (með dönsku ö-auðvitað), eða mynt-þvottahús. Fórum með þvottinn og skelltum í fjórar þvottavélar, biðum auðvitað á meðan þvotturinn hringsnerist þarna í vélunum, rosa gaman en eiginlega bara rándýrt, 26 kr vélin (sinnum 12 til að fá íslenskar) og svo 5 kr. fyrir þvottaefnið. Síðan var þvotturinn bara fluttur blautur heim og er nú á víð og dreif um íbúðina, auk þess sem eitthvað er í þurrkaranum!
Ef einhver þekkir góðan rafvirkja hér í nágrenni við Beykiskóginn, vinsamlegast látið okkur vita.

Ofn í lagi!
Blástursofninn hitnar ekki. Það er ekki vinsælt hér á heimilinu. Á morgun er t.d. sunnudagur og hljótum við að þurfa að baka!!!!
Annað verkefni fyrir rafvirkjann!

Uppþvottavél sem þvær leirtauið!
Við nánast þvoum í vélina, en svo kemur meirihlutinn skítugur úr henni, sérstaklega frá efri hæðinni og svo skilur hún leifar af þvottaefninu eftir sem við þurfum að skola burtu.
Getur rafvirkinn ekki kíkt á það líka!

Barnapössun 9. febrúar!
Við hjónin erum sem sagt búin að kaupa okkur miða á þorrablót Íslendingafélagsins hérna í Árósum eins og allir hinir nágrannar okkar hér í Beykiskóginum. En hver á þá að passa? Ef einhver hefur hugmynd um lausn á þessu skemmtilega vandamáli þá vinsamlegast látið okkur vita.
Rafvirkinn þarf samt ekkert að leysa úr þessu vandamáli...............

Góðu gengi í prófunum!
Helgi Kristinn er búinn í sínu fyrsta prófi sem gekk vonandi a.m.k. þokkalega. Nú á hann tvö próf eftir + eina ritgerð.
Ég (Lóa Björk) skilaði öllum prófverkefnunum svona eftir bestu getu þann 3. janúar. Gæðin eru því miður minni en ég vildi, sem má rekja til tungumálaerfiðleika - en því miður þá hef ég aldrei verið neinn tungumálasnillingur - vonum bara að þetta sleppi fyrir horn. Fer svo í þrjú munnleg próf úr efninu 21 - 31. janúar og þá reynir nú heldur betur á tungumálakunnáttuna, leiðinleg samt að geta ekki skilað sínu besta þar sem maður hefur ekki réttu orðin til að lýsa því sem maður kann. Þetta kemur vonandi á endanum...............

Annars bara gott að frétta - höfum það mjög gott. Fengum bréf frá tilvonandi skólanum hans Jóels Kristins þar sem við eigum að mæta með hann til skráningar um miðjan mánuðinn. Hann þarf reyndar að fara í tungumálapróf áður en hann fær að byrja í skólanum (næsta haust) og ef hann er ekki búinn að læra næga dönsku þá, á hann að fara í móttökuskóla nálægt miðbæ Árósa. Sem sagt ef að það, að hann er bara með íslenskum börnum á leikskólanum (og heima) hefur komið í veg fyrir að hann hafi náð dönskunni ætla Danirnir að bæta úr því með því að setja hann í skóla með öðrum útlenskum krökkum! Já, sæll! Þetta eru engin geimvísindi, til að barnið læri dönsku þarf hann kannski bara að fá tækifæri til að vera með dönskum börnum! Annars er móttökuskólinn örugglega mjög fínn, börnin hérna í götunni eru flest í honum og bara ánægð, þetta voru bara svona smá hugleiðingar......
Fannar Ingi er eiginlega bara orðinn stór, hefur tekinn mikinn þroskakipp að undanförnu og er voða duglegur.

Bestu kveðjur ykkar allra og munið nú að redda mér rafvirkja og barnapíu hingað í Beykiskóginn (hehe)

2 comments:

Kristín Hrefna said...

Ég veit um einn rafvirkja og eina barnapíu... spurning um að senda bara eftir hjálparsveitinni úr Lambhaganum?!?!

Anonymous said...

Ingvi er nokkuð sleipur í rafmagninu og ég kann ágætlega á börn, við erum meira að segja laus 9. feb! Ef þú heyrir bankað á dyrnar gæti það verið við!

Strákarnir verða orðnir fúlbefærir í dönsku fyrir páska og Jóel flýgur inn í danska barnaskólann án nokkurra vandkvæða. Svo verða þeir farnir að tala dönsku sín á milli með vorinu.

En Lóa þú varst alltaf best í dönsku, það fyllti hinar stelpurnar vonsku þegar kennarinn kallaði á þig til sín og lét þig syngja á dönsku fyrir okkur hin. Mannstu ekki? Ég mun aldrei gleyma hve fallega þú söngst :)

En takk annars kærlega fyrir síðast. Frábært að sjá ykkur fjölskylduna og drekka með ykkur súkkulaði.

Bestu kveðjur frá okkur hjónakornunum í sveitinni, Sonja