Jan 28, 2008

Loksins!

Jæja, þá er það loksins helst í fréttum að próf og ritgerðir eru búin (í bili).
Það er því staðfest að ég er búin með 1/4 af mastersnámi. En það er sko ekki hægt að segja annað en að það sé alveg haft fyrir þessu - mikið rosalega hljótum við að koma heim með mikinn fróðleik miðað við magnið á þekkingu sem maður hefur þurft að innbyrða fyrir þessi próf.

Annars bara - ekki tala um próf við mig - þau eru búin!

Ekki halda samt að það eitthvað frí eða svoleiðis. Helgi Kristinn er kominn á fullt aftur og þegar ég kom heim úr prófinu í dag var búið að setja inn hvað ætti að lesa fyrir næstu tíma sem eru á mánudag og miðvikudag í næstu viku og það er alveg margra daga lestur - takk fyrir!

Annars tekur nú við hið dæmigerða fjölskyldulíf - nú munum við spjalla og leika við strákana - ekki bara segja USS mamma er að læra eða USS pabbi er að læra. Það er nú aldeilis jákvætt!

Helgi Kristinn er reyndar alveg uppgefinn eftir prófatörn konu sinnar - því hann "þurfti" að sjá um börn og mat í heila viku, nú situr hann bara og bíður rólegur eftir því að maturinn verði tilbúinn. Þakka fyrir að þurfa ekki að mata hann!
Hann má nú samt alveg eiga það að hann er búinn að vera rosa duglegur - alltaf góður matur (auðvitað - enginn átti von á öðru) og svo fór hann og var hann í allan gærdag með Jóel Kristinn og Fannar Inga í legelandet þar sem þeir skemmtu sér saman feðgarnir.

Annars eru Fannar og Jóel alltaf jafn glaðir með allt saman. Nú eru þeir með æði fyrir því að láta lesa fyrir sig, þannig að það er best að drífa sig núna, skella matnum á borðið og lesa svo fyrir prinsana.

Kv.

1 comment:

Jóel K Jóelsson said...

Glæsilegt! Tillykke með próflokin og eigið góða stund milli stríða :)

Kveðja
Jóel - sem er að lesa fyrir próf :(