Hér með er Jóel Kristinn Helgason skráður í Vestergårdskolen, í börnehaveklassen. Mættum í skólann í dag, öll fjölskyldan en skráningin fór fram í kennslustofu 6 ára barnanna. Mjög svona hyggelig stemning og dejlige mennesker. Allir svona ligeglad og þægilegir. Eeeeeen það er náttúrulega þetta með dönskukunnáttuna, þeir eru svo gáfaðir hérna í Árósum að tunglumálaprófin standa yfir næstu tvær vikurnar. Jóel fer í próf 29. janúar til að kanna hvort hann kunni næga dönsku til að fara í hverfisskólann í ágúst. Ég spurði reyndar að því afhverju prófin væru núna, þar sem börnin lærðu nú vonandi eitthvað frá janúar og fram í ágúst en þá fékk ég þetta fína svar "sådan er det bare!".
Þetta er reyndar svolítið asnalegt að gera þetta svona, barnið er boðað í skólann og fær að sjá kennslustofuna sína og verða mjög spenntur fyrir nýja skólanum, svo fer hann í próf (í janúar) en er þá líklega ekki nógu vel staddur í dönskunni til að fá aðgang að hverfisskólanum og er því vísað frá í annan skóla.
Nú svo byrjar hann í hinum skólanum í ágúst, kynnist fólkinu þar en þar sem hann verður vonandi búinn að læra meiri dönsku þá (7 mánuðum eftir tungumálaprófið), verður hann kannski bara........ sendur aftur í hverfisskólann...........
Nei, nei þetta verður í góðu lagi! Við fórum og héldum upp á þennan merka áfanga í lífi drengsins með því að bjóða honum út að borða. Fórum á mexíkóskan restaurant niðrí bæ sem var bara mjög fínt.
Annars bara þetta sama, Helgi Kristinn í ritgerðarvinnu núna, ég í próflestri - byrja af fullri alvöru á morgun að lesa og Fannar Ingi bara sæll og glaður.
Skólakveðjur,
Jan 17, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment