Nú held ég bara að einhver sé að grínast í okkur og að á mánudaginn sé aftur kominn 1. apríl!
Sko málið er:
1. Helgi er í prófum, og þarf að lesa fyrir þau nánast 24/7 ........ svoleiðis er þetta hjá háskólanemum!
2. Ég er í verkefnavinnu, á núna í þessum töluðu orðum 44 bls eftir (þökk sé frábærri frammistöðu í dag að það er ekki meira - var í vinnustuði). Þessum 44 bls (ásamt því sem er nú þegar búið) þarf að skila fallega frágengnu, yfirlesnu o.s.frv. 27. maí!
Þetta þótti okkur hjónum alveg feikigóður verkefnaskammtur og sáum fram á að reyna að skiptast á með börnin milli kl. 4 og 8 (frá því að leikskólinn er búinn og fram að háttatíma)
eeeeeeeeeeeen
Þá kom skellurinn!!!!
Verkfall. Jamms á mánudaginn næsta (í prófa- og verkefnavikunni miklu) fara leikskólakennarar í Árósum í verkfall! Sérfræðingar telja enga von um lausn þar sem því hefur verið líst yfir að ekki verði gengið að frekari kröfum pædagoganna! Nú og ekkert mun gerast fyrr en í fyrsta lagi 29. maí þegar úrslit eru ljós úr annarri kjaradeilu sem leystist í síðust viku.
Góða skemmtun við - í næstu viku.
Vil samt taka það sérstaklega fram að auðvitað reddast þetta allt hjá okkur - og við styðjum að sjálfsögðu kjarabaráttu pædagoganna...............
Og ef einhver hefur áhuga segja blöðin laun þeirra vera ca. 23.000 dkr (x 16) og hækkunin sem þeim var boðið - en þeir felldu var 2000 - 3000 dkr (x 16 =isl. kr)
Hér sé og verði fjör
Farin að læra - og
May 15, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Nei hættu nú alveg. Fóstrur með læknalaun og þær eru ekki sáttar við það! Sumir ganga einfaldlega of langt! Réttast væri að bjóða þeim þessi laun í sænskum krónum.....
Magga móða :)
Ég vil vekja athygli lesenda á því að þetta eru auðviað ekki fóstrur heldur leikskólakennarar! Margrét systir mín er búin að búa svo lengi í Svíþjóð - greyið - að hún var bara alveg búin að gleyma því!!
kv. Lóa BJörk
Post a Comment