Staðan á skólagöngu fjölskyldunnar er eftirfarandi:
Helgi: Skólinn leggst alveg gríðarlega vel í drenginn! Er enn að vinna í því að fá eitthvað metið úr Háskólanum á Akureyri, einhverjar einingar líklega í höfn, eitthvað nýtist ekki og annað kemur í ljós síðar.......... hmmmm. Staðfesting eftir nokkrar vikur en samt þarf að sækja strax um ef hann ætlar að fá inn kúrs í staðinn þetta er allt saman frekar flókið og óljóst en svona er þetta bara.
Í bekknum eru 4 - 5 Íslendingar og svo allra þjóða kvikindi, allt fer fram á ensku sem leggst vel í námsmanninn.
Lóa Björk: Fór til Köben á mánudag á kynningardag. Engin bjór, engin söngur eða leikir eins og hinir Íslendingarnir í götunni þekkja af kynningardögunum í sínum skólum. Engir útlendingar eins og hjá hinum Íslendingunum. Bara ljóshærðir, skolhærðir og brúnhærðir Danir og þeir sem dekkstir eru, eru bara nýkomnir heim af sólarströndinni! BARA töluð danska og það á miklum hraða!
Fékk 1 1/2 tíma fyrirlestur um stefnu skólans, uppeldis- og kennslufræðimál. Eftir það var síðan 1 1/2 klst kynning á náminu þar sem hinn hraðmælti umsjónarmaður námsins fór yfir skipulag og námsmat vetrarins á miklum hraða. Þurfti að kynna mig fyrir hópnum á dönsku, segja frá bakgrunni og væntingum - á dönsku.........
Fór í kúrsinn sem kenndur er hér í Árósum á þriðjudag leist mjög vel á kennarann sem talar alveg þokkalega skiljanlega dönsku og mjög vel á hópinn sem er að stórum hluta mastersnemar í dönskukennslu (þeir ættu kannski að æfa sig á mér!!!!!!!!). Frábært skipulag á þessum kúrsi sem er að hluta til fjarnám, fáum fyrirlestra frá Kaupmannahöfn með videóupptökum á netinu og í stað umræðutíma erum við öll komin með bloggsíður þar sem við hugleiðum efnið og kommentum á hvort annað......... þannig að Lóa Björk er með bloggsíðu um námskrár- og kennslufræði á DÖNSKU!!!! - áhugasamir: NEI síðan er sko lokuð almenningi!!!
Á morgun er svo önnur ferð til Kaupmannahafnar - brottför úr Beykiskóginum kl. 05:45, strætó kl. 06:02 og lest kl. 06:27.
Jóel Kristinn: Sem einn af þessum stóru, í leikskólanum er Jóel Kristinn frá og með mánudeginum hluti af Naturholdet og fær eigin bakpoka og drykkjarflösku. Hvað Naturholdet er kemur í ljós síðar en nafnið bendir til þess að þetta sé eitthvað ótrúlega heilbrigt og umhverfisvænt!
Fannar Ingi: Allt að koma, er bara hættur að væla yfir því að vera skilinn eftir á leikskólanum og er farinn að vera jafnlengi og stóri bróðir eða ca. frá 9 - 15. Drengirnir verða komnir upp í fullan dag í næstu viku enda mikill lestur framundann hjá foreldrunum!
Skólakveðjur,
Sep 5, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Það er nú gott að það sé gaman í skólanum. En förum alveg að fara að kíkja í heimsókn í Bambaskóginn. Kv.Lilja og Benta
Við mikinn fögnuð móðurinnar fer Jóel í Naturholdet... Það er sem sagt verið að ala Jóel upp í að vera mikið náttúrubarn sem þýðir bara eitt! Þegar þið flytjið aftur til Íslands verðið þið að flytja á Selfoss svo Jóel geti áfram verið í góðum tengslum við náttúruna;)
Jibbí.. Lóa;) Áfram Ungmennafélag Selfoss;)
Kristín mín!
Við höfum greinilega ekki verið nógu dugleg við að kynna þig fyrir náttúrunni í Fossvogsdalum. Þar er lækur og tún, skógur, matjurtargarðar og stutt í fjöruna og svo auðvitað á ströndina. Jóel Kristinn ætlar bara að vera vel undirbúinn til að njóta alls sem dalurinn hefur upp á að bjóða þegar hann kemur heim!!
Áfram HK (og KR)
gaman að þessum útlöndum. ég segi að ég fái að fara með lilju og bentu lika í heimsókn í bambaskóginn.
hilsen úr númer sex
Ég bíð í ofvænni eftir nýjustu fréttum af uppáhalds dönunum mínum...
Post a Comment