Sep 18, 2007

Saumafréttir!!!

Já, trúið mér, fréttapistill dagsins fjallar um saumaskap. Pistillinn verður að sjálfsögðu ekki langur - bara rétt í samræmi við magn saumaskapsins.
Þannig er að efri hæðin hjá okkur hefur verið gardínulaus frá flutningum, teppi fyrir glugganum í hjónaherberginu, pappi hjá strákunum og ekkert í gestaherberginu/skrifstofunni. Nú er von á gestum og þá þarf að setja fyrir gluggann svo nágrannarnir þurfi ekki að horfa upp á gestina vakna illa greidda og óbaðaða á morgnana.......... nú eða hátta á kvöldin!
Þá er komið að fréttunum!
Húsmóðirin á heimilinu á saumavél.......... hún (eða réttara sagt ég) tók fram saumavélina og saumaði tvær gardínur á bara brot úr kvöldstund. Ég held nú bara að amma Benta hefði orðið stolt......... Handbragðið er kannski ekki eins og hjá ömmum mínum eða Völu Sig en þetta tókst með viljann að vopni!

Með saumakveðju,

6 comments:

Kristín Hrefna said...

Það er ekkert annað! Ég bara býst við því að öll fjölskyldan verði í heimasaumuðum fötum, a la Lóa þegar þið komið heim!

Anonymous said...

Helgi ég vissi að þú værir fjölhæfur en svona það vissi ég ekki.
kv.
Tóti

Kristín Hrefna said...

Hvað er að frétta núna? Ég kíki inn á bloggið oft á dag... og bíð í ofvæni eftir nýju bloggi;)

Best í heimi said...

Hva er bara ekkert að gerast þessa dagana sem spennandi er að segja frá ?

Anonymous said...

Sæl og blessuð.

Mikið er ég nú stolt af þér!! Sé að þú hefur fengið góðan arf frá ömmu þinni og smávegis hefur smitast af frá mér og minni handavinnu ítroðslu frá gamalli samvinnu í Snæló!! hehehe...og vertu svo ekkert að gera lítið úr handbragðinu!

Fór í meðferðina í gær og á nú bara eitt skipti eftir í þessari lotu. Húrra!!

Kveðja, Vala

Anonymous said...

hlakka til að sjá þessar gardínur ha.

það ætti nú að verða sjón