Þessi aukafréttatími er í tilefni tveggja merkilegra frétta.
1. Jóel Kristinn er í ströngu námi á leikskólanum. Í gær fór hann með elstu krökkunum á leikskólanum í strætó í bíó. Þar lærði hann að drekka kók! Hingað til hefur barnið bara drukkið djús eða mjólk við hátíðleg tækifæri svo sem afmæli, bíóferðir eða annars konar matarveislur en í leikskólaferðinni var boðið upp á popp og kók (sem flokkast líklega undir nauðsynleg undirstöðu atriði í því að kunna að fara í bíó). Jóel Kristinn þáði auðvitað kókið með þökkum! Aðspurður um hvort þetta hafi verið gott svaraði hann ákveðinn, játandi. Reyndar hafi þetta verið dálítið sterkt en vinur hans var með vatn og hann fékk bara sopa hjá honum og þá var kókið mjög gott!!!
2. Kristín Hrefna Halldórsdóttir 23 ára "tengdadóttir" forsætisráðherra hefur verið ráðin framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
http://www.eyjan.is/ordid/
Fyrir þá sem aðeins lesa fréttirnar má upplýsa að Kristín Hrefna er auðvitað miklu miklu meira en "tengdadóttirin.is" hún er framkvæmdaforkur frá A - Ö. Hæfileikarík, dugleg, skemmtileg, jákvæð....... Við sem hana þekkjum vitum að hún hefur augljóslega verið ráðin í stöðuna af eigin verðleikum. Það er svo sem eðlilegt að fjölmiðlar sýni fjölskyldutengslunum áhuga en við vonum að fólk fái tækifæri til að meta hana af eigin verðleikum fyrst og fremst. Nú er þessari hallelúja frétt um ágæti Kristínar lokið. Kristín til hamingju með starfið!
Bestu kveðjur,
Oct 25, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Takk fyrir það!
Ég er reyndar mjög hissa á því að tengsl mín við í fjölskylduna Lambhaganum og ofurfjölskylduna í Viby hafi ekki verið rifjuð upp í tengslum við fréttina!
Knús frá
Tengdadótturinni.is
Já ég mjög hissa! Þá hefði fréttin t.d. getað verið:
"Kristín Hrefna mágkona Lóu Bjarkar Jóelsdóttur kandidat-stúdents i matematikkens didaktik hefur verið ráðin sem framkvæmdarstjóri..........."
eða
"Kristín Hrefna litla systir Helga Kristin Halldórssonar eðalkokks og sérfræðings í efnahagsmálum Tyrklands hefur verið......"
o.s.frv.
Knús til baka frá mágkonunni.dk
Mikið er gaman að fylgjast með ævintýrum fjölskyldunnar í Viby. Það rifjast nú ýmislegt upp frá manns eigin æskuárum á svipuðum slóðum :o) Auðvitað leið ekki á löngu þar til matematik didaktik neminn íslenski færi að tala dönsku. Samstarfskonan úr hinu mikla Danmerkurprojekti Snælandsskóla er alla vega ekki hissa á hæfileikum fréttaritarans. Og allir komnir á hjól eins og á að vera í Danmörku. Ætli þið breytist ekki bara í Dani svona smám saman. Hygge sig med god mad og vin og tage cykelture med hele familien, danskara gæti það ekki verið :o)
Innilega til hamingju til Kristínar Hrefnu sem ég þekki bara af lofræðum mágkonunnar og þess vegna viss um að hún muni standa sig frábærlega í nýja starfinu á eigin verðleikum!
Knúsar úr Kópavoginum,
Kristín P :o)
Post a Comment