Oct 15, 2007

Hjólafréttir Jóels

Fréttaritari vill tilkynna það sérstaklega að Jóel Kristinn Helgason getur hjólað án hjálpardekkja! Hingað til hefur hjólreiðakappinn ekki verið sérstaklega viljugur að reyna (hann vill sko helst bara gera það sem hann kann og getur) en í gær hjólaði drengurinn sjálfur fram og til baka um götuna án aðstoðar.

Við höfum það bara gott áttum góða helgi. Á föstudagskvöld var Kulturnat í Árósum og löbbuðum við og kíktum á barnadagskrá í ráðhúsinu. Hittum þar skólafélaga Helga úr viðskiptafræðinni og löbbuðum með hans fjölskyldu og ætluðum að fá okkur að borða. Það var nú ekkert svo einfalt - allt troðfullt þannig að við enduðum bara á McDonalds.

Á laugardag fórum við með tveimur nágrannafjölskyldum okkar í Den gamle by. Veðrið var alveg frábært, glampandi sól og blíða (eins og alla helgina - og er enn!) og við löbbuðum um og skoðuðum gömlu húsin. Strákarnir fóru líka í leiktæki frá því í eldgamla daga (svona þegar langamma (amma Lóa eða jafnvel amma Stína voru ungar!). Fengum svo þriðju nágrannafjölskyldu okkar í heimsókn þegar við komum heim og borðuðum með þeim. Gaman að eiga svona mikið að góðum nágrönnum!

Á sunnudeginum var sett met í rólegheitum. Slappa af, baka köku, tölvuleikir, úti að leika, inni að leika, allt í rólegheitunum. Ótrúlega notalegt.
Það eru þó fréttir að í kvöldmatinn í gær var lax. Það er í fyrsta sinn síðan við komum hingað 1. ágúst sem við fáum eitthvað sem líkist fiski. Kokkurinn á heimilinu gerði máltíðina auðvitað snilldarlega og kannski verður bara fiskur aftur í matinn hér í DK.

Ingi afi á Selfossi átti afmæli í gær, er bara ungur karlinn - ennþá. Menn sem klífa fjöll og firnindi í hverri viku (og öll hærri en Himmelbjerget) geta nú varla flokkast undir að vera gamlir þó þeir séu á sjötugsaldri (hmmmm sjötugsaldri - getur það verið!!!!!!!!!!!)
Til hamingju með daginn, Ingi afi!!!

Bestu kveðjur,

5 comments:

she said...

Hæ elsku vinir!

Gaman að geta fylgst með ykkur hérna, væri samt enn skemmtilegra að fá fleiri myndir ;)

En það er greinilegt að þið hafið það mikið gott þarna í útlöndunum!

Kveðja úr rigningunni á Íslandi :(
Silja Hrund & co

Anonymous said...

Nú reyni ég aftur því commentinn um daginn skilaði sér ekki, amma er snillingur í að ýta á vitlausa takka. En mikið var nú gaman að vera hjá ykkur um daginn, þriggja daga matarveisla,bestu og flottustu strákarnir (knús frá ömmu)gardínurnar eru snilld ég held að húsmóðirin hafi hugmyndaflugið frá móður sinni.

annaogingi said...

Það er nú gaman að heyra af hjólaafrekunum hans Jóels og það er ekki að spyrja um móralinn í Dk. alltaf að láta líða sér vel í danaveldi
Takk fyrir kveðjurnar

Ingi afi

Kristín Hrefna said...

Jóel Kristinn, ótrúlega ertu duglegur! Ég er ekkert lítið ánægð með þig... sérstaklega vegna þess ég hélt hann myndi aldrei hjóla aftur eftir að hann datt þegar ég var að hjálpa honum:( en fall er greinilega farar heill:)

En ég vil benda á eitt... mér finnst hræðilega ósanngjarnt að þið séuð flutt... sem þýðir að ég fæ miklu sjaldnar eitthvað gott að borða og svo geri þið ekkert annað enn að tala um matarveislur! Ég bara held að ég verði að fara fram á að mér verði sendur góður matur í pósti, svo abbó er ég:)

En annars er alltaf jafn gaman að lesa hvað á daga ykkar hefur drifið í danaveldi, lengi lifi fréttaritarinn!

Best í heimi said...

Jóel að sjálfsögðu flottastur eins og alltaf.
Kv.Benta bráðum leikskólastelpa