Jan 21, 2008

próf og ekki fleiri próf ......og fleiri próf

Jæja þá er Helgi Kristinn búinn í prófum og búinn að skila ritgerðinni - og vorönnin byrjuð! Þetta var nú nokkuð strembin törn en frábært að hún sé búin og "eðlilegra" líf taki við.......

Jæja þá er Lóa Björk (ég) búin í fyrsta prófinu af þremur. Munnlegt próf í kennslufræði stærðfræðinnar í dag - gekk vel en þvílíkt erfitt! Mætti í prófið ísköld á höndunum og rennsveitt af stressi. Gekk vel að kynna efnið en síðan tóku við spurningar prófdómaranna sumar mjöööög svínslegar, þeir voru nú samt almennilegir greyin og gáfu mér fína einkunn.
Vorkenndi meira aumingja manninum sem þurfti að sitja við hliðina á mér í 3 klukkutíma í lestinni á leiðinni heim - angandi af svitastressfílunni.............. hehe.

Þegar heim var komið sló svo húsbóndinn í gegn!!!
Það var þvílíkt búið að taka til, ryksuga og skúra heimilið. Leggja fínt á borð, taka fram freyðivín og alles. Nú síðan var bara eldaður góður matur skálað fyrir próflokum Helga og fyrsta prófinu mínu...........

... svo er bara að rífa sig upp úr sæluvímunni snemma í fyrramálið og byrja að læra undir næsta próf. Fer aftur til Köben á fimmtudag til að verja ritgerð sem ég skilaði 3. janúar. Það eru sömu prófdómarar og voru í dag þannig að ég á von hörku spurningum!!!!!!!!!! Best að vera búin að átta sig á göllunum og tilbúin að verja þá fyrir stórskotaliðinu.........
Síðasta prófið er svo næsta mánudag, hér í Árósum

Nú af þeim bræðrum er bara allt gott að frétta. Brosandi út að eyrum alla daga, ánægðir með leikskólann, leikfélagana, foreldrana (nema svo kannski rétt á meðan enginn má vera að því að sinna þeim vegna prófa........) og umfram allt hvorn annan. Jóel Kristinn sagði nú til dæmis í kvöld þegar við vorum að skála í freyðivíni og appelsínudjús með kertaljós á mánudagskvöldi að hann ætti bestu fjölskyldu í heimi - við erum barasta sammála því.

Well, best að hætta þessu röfli undir áhrifum freyðivíns á mánudagskvöldi í miðjum prófum,
kveðjur úr Beykiskóginum,

3 comments:

Thora Sif said...

Gaman að sjá að það gengur vel hjá ykkur í dk! :-) Það var æði að sjá ykkur á þorláksmessu. Skál í freyðivíni og gangi ykkur rosa vel.
*knús&kram*
Þóra Sif & co.

Kristín Hrefna said...

Skál!

Anonymous said...

Til hamingju með próflok Lóa og takk fyrir spjallið.
Kv.Sörlskjólsbúar