May 31, 2008

Bara að ítreka góða veðrið

Bara svona ef einhver skyldi efast um að hér væri raunverulega alltaf svona gott veður!

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/05/31/solrikasti_manudur_i_danmorku/

Nú í góða veðrinu í dag sem var ennþá betra en síðustu daga þar sem hitastigið fór a.m.k. í 25 gráðurnar (í skugganum og vindinum - ekki á skjólsæla sólpallinum með gashitaranum...) höfðum við það alveg frábært.

Helgi fékk að eyða deginum í tölfræðiprófi og svo á bókasafninu þar sem stutt er í næsta próf!

Við þrjú (fréttaritari og bræðurnir) hófum daginn á fótboltamóti eða eiginlega fótboltamótum. Við vorum mætt galvösk á Viby völlinn kl. 9:00 í morgun þar sem raðað var í þrjú lið. Tvö liðin áttu að keppa á einu móti en eitt annars staðar. Við fórum með hópi til Harlev þar sem við héldum að við ættum að keppa en kl. 10 þegar mótið var að byrja kom í ljós að þarna átti Viby bara að vera með eitt lið en tvö á hinum vellinum í öðrum smábæ ca. 7 km í burtu. Við brunuðum ásamt einum öðrum bíl yfir í næsta bæ þar sem Jóel Kristinn spilaði þrjá leiki af miklum móð. Hann var rosalega duglegur, þeir voru ekki með neina varamenn þannig að hann bara hljóp og hljóp og hljóp og hljóp án þess að fá nokkra pásu því leikirnir voru hver á eftir öðrum þar sem við komum allt of seint á völlinn. Það var (og er) auðvitað sól og blíða hitinn kominn upp í 23° strax í morgun (fór miklu hærra seinni partinn) svo þetta var bara snilldarmorgun hjá okkur þremur!

Í dag eru svo bræðurnir búnir að vera úti að leika, þar af í nokkra klukkutíma í uppblásinni garðsundlaug hjá nágrönnunum þar sem buslað var í lengri tíma.

Pabbanum var svo bjargað af bókasafninu um 16:30..............

Rétt í þessu vorum við svo að koma inn úr garðinum þar sem við grilluðum BBQ ribs og pylsur og borðuðum úti.

Sem sagt það fer væntanlega ekki á milli mála að við höfum það gott,

sendum svo tiltektarkveðjur til ömmu og afa á Selfossi..........

1 comment:

Best í heimi said...

Svo er bara að halda þessu veðri svona því að það er ekki nema mánuður í að við komum í sólina og þá skal sko vera svona veður til að undirbúa okkur fyrir skólalífið.
Kv.Lilja,Jón,Benta,Collie,Harley og Eddie tilvonandi Horsens búar