Við erum á leiðinni til Íslands!!!
Það er víst tími til kominn að koma og hitta afana og ömmurnar og frændurna og frænkurnar og vinina og vinkonurnar.....
Hlakka til að sjá ykkur ;-)
Annars er það að frétta að skólinn gengur mjög vel hjá öllum.
Helgi Kristinn er að skrifa ritgerð þessa dagana og hefur nóg að gera í sínum skóla.
Jóel Kristinn les og les og reiknar og reiknar í sínum skóla, er alsæll og mjög glaður með þetta allt saman.
Fannar Ingi er eiginlega bara orðinn "stór". Kominn í elsta hópinn í leikskólanum (turholdet) og æfir sig að skrifa stafi og tölustafi í vinnubækur sem hann á hérna heima ... maður verður nú að fá að gera eins og stóri bróðir :-)
Nú, ég sjálf er mjög ánægð í nýju vinnunni og kennslan gengur bara þokkalega, en það gerist bara með gífurlegri vinnu, ég er sem sagt síðan um 20. ágúst varla búin að gera neitt nema kenna og undirbúa kennslu. Það vill bara svo vel til að þetta er mjög skemmtilegt og ótrúlega lærdómsríkt þannig að ég kvarta alls ekki.
Sjáumst á Íslandi,
Bestu kveðjur
Oct 3, 2009
Aug 31, 2009
Nóg að gera .... sem er bara gott!
Best að sinna fjölskyldufréttaflutningnum svona rétt á maður tekur smá pásu!
Nú er gestatímabilinu lokið í bili. Það er að sjálfsögðu búið að vera frábært að sjá framan í fólkið sitt og algerlega nauðsynlegt fyrir drengina sem hlakka alltaf mikið til að fá ömmur og afa og frændur og frænkur frá Íslandi í heimsókn. Það er auðvitað alltaf tilefni til að borða góðan mat og skreppa í göngutúra eða á ströndina með gestunum.
Núna í síðustu gestatörn komu Benta frænka sem reyndar var mest inni í Horsens þar sem amma og afi á Seltjarnarnesi komu á sama tíma og voru hjá okkur. Við náðum nú samt að gefa Bentu smá gott að borða og svona þannig að þetta var í góðu lagi. Afi Jóel og amma Stína komu til okkar eftir heimsókn til Kára frænda (Margrétar og Arnarson og Péturs Orra og Tómasar Atla litla bróður) og fjölskyldu í Stokkhólmi. Þau fengu líka smá gott að borða þess á milli sem við röltum um, skruppum á ströndina, í Bazar Vest að kaupa grænmeti eða niður í bæ. Þau "gömlu" hjónin þurftu reyndar heilmikið að sjá um sig sjálf... hehe.. þar sem við vorum öll komin á fullt í skólum og vinnu.... en þetta er svo sjálfbjarga....
Nú er vinnan komin á fullt hjá mér. Í síðustu viku hitti ég nemendurna og kynnti áætlun vetrarins og reyndi svona aðeins að átta mig á hvernig hópar þetta eru sem ég er að fara að kenna. Í stuttu máli líst mér mjög vel á þetta allt saman, auðvitað erfitt að gera þetta allt á dönsku en þvílík reynsla sem ég er að fá, þetta er sko hörku áskorun....
Helgi er búinn í sumarkúrsinum, tók próf sl. föstudag og þetta gekk bara allt alveg ágætlega, niðurstaðan kemur samt ekki fyrr en eftir nokkrar vikur. Næsta önn byrjar svo á fullu á morgun, 1. september.
Jóel Kristinn er eins og áður sæll og glaður í skólanum og finnst mjög gaman að læra og er alltaf jafn duglegur, að því sem foreldrunum finnst! hehe
Nú er vikulega keppt í fótbolta og í fyrsta sinn keppa þeir í fimm manna liðum og á stærri mörk en áður.
Taekwondo tímabilið var víst stutt að þessu sinni, hann er búinn að ákveða að fara frekar aftur í springgymnastik eins og í fyrra vetur.
Fannar Ingi fer á kostum þessa dagana. Hann fékk senda æfingabók með stöfum og tölum (geitunginn) í pósti frá ömmu og afa á Selfossi og nú er hann búinn að sita tímunum saman og leysa verkefni með stæl. Hann er á þremur dögum búinn að klára 31 blaðsíðu í bókinni. Þar sem hann sýnir þessu svona mikinn áhuga og þurfti auðvitað alltaf að vera fá lánað úr pennaveskinu hans bróður síns fórum við í gær og keyptum handa honum eigið pennaveski. Þannig að nú er hann stoltur 4 ára eigandi 3 hæða pennaveskis!!!
Framundan er svo bara rútína vetrarins, vinna, skóli, keyra og sækja í íþróttir og svo auðvitað allir foreldrafundirnir í skóla, SFO, leikskóla........
Að lokum má segja að það sé nokkuð líklegt að við munum koma heim í haustfríinu sem er ca. 11. - 18 október.
Bestu kveðjur,
Nú er gestatímabilinu lokið í bili. Það er að sjálfsögðu búið að vera frábært að sjá framan í fólkið sitt og algerlega nauðsynlegt fyrir drengina sem hlakka alltaf mikið til að fá ömmur og afa og frændur og frænkur frá Íslandi í heimsókn. Það er auðvitað alltaf tilefni til að borða góðan mat og skreppa í göngutúra eða á ströndina með gestunum.
Núna í síðustu gestatörn komu Benta frænka sem reyndar var mest inni í Horsens þar sem amma og afi á Seltjarnarnesi komu á sama tíma og voru hjá okkur. Við náðum nú samt að gefa Bentu smá gott að borða og svona þannig að þetta var í góðu lagi. Afi Jóel og amma Stína komu til okkar eftir heimsókn til Kára frænda (Margrétar og Arnarson og Péturs Orra og Tómasar Atla litla bróður) og fjölskyldu í Stokkhólmi. Þau fengu líka smá gott að borða þess á milli sem við röltum um, skruppum á ströndina, í Bazar Vest að kaupa grænmeti eða niður í bæ. Þau "gömlu" hjónin þurftu reyndar heilmikið að sjá um sig sjálf... hehe.. þar sem við vorum öll komin á fullt í skólum og vinnu.... en þetta er svo sjálfbjarga....
Nú er vinnan komin á fullt hjá mér. Í síðustu viku hitti ég nemendurna og kynnti áætlun vetrarins og reyndi svona aðeins að átta mig á hvernig hópar þetta eru sem ég er að fara að kenna. Í stuttu máli líst mér mjög vel á þetta allt saman, auðvitað erfitt að gera þetta allt á dönsku en þvílík reynsla sem ég er að fá, þetta er sko hörku áskorun....
Helgi er búinn í sumarkúrsinum, tók próf sl. föstudag og þetta gekk bara allt alveg ágætlega, niðurstaðan kemur samt ekki fyrr en eftir nokkrar vikur. Næsta önn byrjar svo á fullu á morgun, 1. september.
Jóel Kristinn er eins og áður sæll og glaður í skólanum og finnst mjög gaman að læra og er alltaf jafn duglegur, að því sem foreldrunum finnst! hehe
Nú er vikulega keppt í fótbolta og í fyrsta sinn keppa þeir í fimm manna liðum og á stærri mörk en áður.
Taekwondo tímabilið var víst stutt að þessu sinni, hann er búinn að ákveða að fara frekar aftur í springgymnastik eins og í fyrra vetur.
Fannar Ingi fer á kostum þessa dagana. Hann fékk senda æfingabók með stöfum og tölum (geitunginn) í pósti frá ömmu og afa á Selfossi og nú er hann búinn að sita tímunum saman og leysa verkefni með stæl. Hann er á þremur dögum búinn að klára 31 blaðsíðu í bókinni. Þar sem hann sýnir þessu svona mikinn áhuga og þurfti auðvitað alltaf að vera fá lánað úr pennaveskinu hans bróður síns fórum við í gær og keyptum handa honum eigið pennaveski. Þannig að nú er hann stoltur 4 ára eigandi 3 hæða pennaveskis!!!
Framundan er svo bara rútína vetrarins, vinna, skóli, keyra og sækja í íþróttir og svo auðvitað allir foreldrafundirnir í skóla, SFO, leikskóla........
Að lokum má segja að það sé nokkuð líklegt að við munum koma heim í haustfríinu sem er ca. 11. - 18 október.
Bestu kveðjur,
Aug 16, 2009
Útivinnandi
Jæja þá er maður orðinn útivinnandi hér í Danmörku! Vinnan fer vel af stað, samstarfsfólkið í VIA University College, Læreruddannelsen í Århus eru greinilega snillingar í að taka vel á móti nýju samstarfsfólki og nú er bara að krossa fingur og vona að nemendurnir geri slíkt hið sama.... úff. Það verður eflaust dálítið skrítið í byrjun að mæta í kennslustofuna og í stað þess að hafa þar ca. 20 - 25 grunnskólabörn þá munu mæta manni í hverjum bekk ca. 30 fullorðnir einstaklingar ... sem tala dönsku!!!! En nú er bara að nota tímann vel þangað til stúdentarnir mæta og undirbúa kennsluna sem allra best! Næstu viku hef ég til undirbúnings og alls konar fundarhalda þannig að það er ennþá smá tími til stefnu.
Það er reyndar ekki það eina sem framundan er í vikunni. Benta "litla" systir er mætt í heimsókn hún verður hér þangað til á þriðjudag en þá fer hún til Horsens og Pabbi og Kristín mæta til okkar eftir nokkra daga í Stokkhólmi. Nóg að gera í gestamóttöku sem er sko bara gaman - sérstaklega eru Fannar Ingi og Jóel Kristinn alltaf jafn ánægðir með svona heimsóknir :-)
Skólinn er nú kominn á fullt hjá Jóel Kristni sem er nú að vinna í námsbókum og á loksins að lesa heima, svona til að æfa sig svolítið. Hann fær lestrarbækur í skólanum með þeim fyrirmælum að lesa 15 - 20 mínútur á dag en það er bara einn galli þarna á, það tekur hann ekki nema ca. 3 - 5 mínútur að lesa bókina. En þetta er nú kannski ekki alvarlegt vandamál, það er víst til nóg af öðrum bókum til að lesa í!!! Jóel fór á fyrstu Taekwondo æfinguna sína í síðustu viku og er voða spenntur. Hann mun því bæði verða í Taekwondo og fótboltanum í vetur.
Fannar Ingi er bara alsæll með sitt eins og venjulega. Hann sýnir mikinn áhuga á stöfunum og tölunum þessa dagana. Telur alla hluti og spyr um stafina alveg stanslaust sem er bara gaman. Ekki ólíklegt að skólaganga stóra bróður hafi þarna einhver áhrif!
Helgi er svo bara á fullu í sumarnáminu sínu. Hann er búinn að skila einu stóru verkefni og nú er bara eftir ein kennsluvika og svo próf viku síðar.
Annars bara bestu kveðjur,
Það er reyndar ekki það eina sem framundan er í vikunni. Benta "litla" systir er mætt í heimsókn hún verður hér þangað til á þriðjudag en þá fer hún til Horsens og Pabbi og Kristín mæta til okkar eftir nokkra daga í Stokkhólmi. Nóg að gera í gestamóttöku sem er sko bara gaman - sérstaklega eru Fannar Ingi og Jóel Kristinn alltaf jafn ánægðir með svona heimsóknir :-)
Skólinn er nú kominn á fullt hjá Jóel Kristni sem er nú að vinna í námsbókum og á loksins að lesa heima, svona til að æfa sig svolítið. Hann fær lestrarbækur í skólanum með þeim fyrirmælum að lesa 15 - 20 mínútur á dag en það er bara einn galli þarna á, það tekur hann ekki nema ca. 3 - 5 mínútur að lesa bókina. En þetta er nú kannski ekki alvarlegt vandamál, það er víst til nóg af öðrum bókum til að lesa í!!! Jóel fór á fyrstu Taekwondo æfinguna sína í síðustu viku og er voða spenntur. Hann mun því bæði verða í Taekwondo og fótboltanum í vetur.
Fannar Ingi er bara alsæll með sitt eins og venjulega. Hann sýnir mikinn áhuga á stöfunum og tölunum þessa dagana. Telur alla hluti og spyr um stafina alveg stanslaust sem er bara gaman. Ekki ólíklegt að skólaganga stóra bróður hafi þarna einhver áhrif!
Helgi er svo bara á fullu í sumarnáminu sínu. Hann er búinn að skila einu stóru verkefni og nú er bara eftir ein kennsluvika og svo próf viku síðar.
Annars bara bestu kveðjur,
Aug 8, 2009
Sumarfríð búið!
Jæja þá er sumarfríinu hér hjá okkur í DK lokið. Helgi Kristinn byrjaði í skólanum (sumarönn) þann 3. ágúst og tekur eitt fag núna í ágúst. Strákarnir byrjuðu í leikskólanum og SFO-inu á miðvikudaginn og mánudaginn (10. ágúst) byrjar kennslan í skólanum hjá Jóel Kristni sem núna fer í 1.B (2. bekkur á Íslandi heitir jú 1. bekkur hér í Danmörku). Ég (fréttaritarinn) byrja svo formlega í nýju vinnunni minni á mánudaginn þegar ég fer hérna út fyrir Árósa í 2 daga vinnuferð með nýja samstarfsfólkinu mínu í Læreruddannelsen i Århus (VIA University College). Það verður eflaust athyglisvert að mæta þangað, þekkja engan og eiga að byrja á tveggja daga samveru .... úff!!! ... en bara spennandi!
Síðustu vikur erum við bara búin að dunda okkur hér heima, fara í dagsferðir, hjólatúra hingað og þangað og svoleiðis skemmtilegheit. Afi Sæli kom svo hingað á Jótlandið að heimsækja barnabörnin og fjölskyldur þeirra og það var bara frábært! Strákarnir (og við hin) alltaf jafn glöð að fá afana og ömmurnar í heimsókn. Nú getum við bara farið að hlakka til að fá afa Jóel og ömmu Stínu seinna í mánuðinum.
Sem sagt allt gott að frétta
Bestu kveðjur,
Jul 16, 2009
Allir í sumarfríi!
Það er víst orðið dálítið langt síðan síðustu fréttum af fjölskyldunni var skellt inn á bloggið en það er bara búið að vera svooooo mikið um að vera við að vera í fríi!
Strákarnir eru búnir að vera í sumarfríi síðan í lok júní og voru fyrstu vikuna bara úti að leika í góða veðrinu. Við vorum heldur betur með fullt hús af góðu fólki um mánaðamótin því Dalbúarnir okkar sko Jói og börnin fjögur voru hérna hjá okkur í nokkra daga á meðan það var verið að ganga frá húsinu þeirra. Nú eru sem sagt Jói og Þórunn, Sigurður Ragnar, Hildur Brynja og Heiðrún flutt til Íslands og það verða nú viðbrigði fyrir okkur öll þar sem við erum búin að eyða ansi miklum tíma með þeim. Jóel Kristinn átti ansi erfitt með að kveðja Sigurð Ragnar vin sinn men sådan er det bare.
Þegar fjölskyldan góða var svo farin til Íslands fórum við af stað til Svíþjóðar. Mánudaginn 6. júlí keyrðum við til Grenå (ca. 1 klst) og sigldum til Varberg og keyrðum svo þaðan til Vimmerby þar sem við tjölduðum í 2 nætur. Í Vimmerby heimsóttum við Astrid Lindgren heiminn þar sem við hittum Línu langsokk, Emil í Kattholti og alla hans fjölskyldu, Ronju Ræningjadóttur, Kalla á þakinu, Madditt og Betu og fleiri. Þetta er sem sagt ein risastór leiksýning þar sem maður gengur á milli svæða sem tilheyra hverri sögu. Mjög gaman!
Frá Vimmerby var svo keyrt til Stokkhólm þar sem við mættum beint í afmæliskaffi til Péturs Orra sem varð 8 ára þann dag!!! Strákarnir voru sko alsælir að fá að hitta og leika við frændur sína og svo var auðvitað mest spennandi að fá að hitta litla frænda sem er bara 2 mánaða og algjör hnoðri, ótrúlega sætur og góður!!!!! Við fórum og skoðuðum Stokkhólm eins og alvöru túristar, gengum um borgina og svo auðvitað búðirnar þess á milli sem við fundum leikpláss fyrir drengjahópinn.
Eftir vel heppnaða Stokkhólmsferð keyrðum yfir til Vanern þar sem við tjölduðum á ótrúlega flottu tjaldstæði í eina nótt. Daginn eftir héldum við áfram til Gautaborgar þar sem við vorum svo heppin að vera á saman tíma og Gothia Cup sem er stærsta íþróttamót á Norðurlöndunum og borgin því vægast sagt troðin af unglingsfótboltakrökkum. Við þurftum að byrja á því að keyra á milli tjaldstæða þar sem allt var troðfullt en fengum á endanum pláss á góðu tjaldstæði við ströndina. Í Gautaborg fórum við á mjög skemmtilegt vísindasafn, Universeum þar sem strákarnir fengu að prófa alls konar hluti. Síðan fórum við í Liseberg skemmtigarðinn þar sem við vorum fram á kvöld. Mjög skemmtilegt allt saman þrátt fyrir að það væri ansi troðið alls staðar.
Eftir tvær nætur í Gautaborg var tjaldið tekið upp og brunað niður á höfn og um borð í ferjuna til Fredrikshavn sem er hér á norður Jótlandi. Þangað vorum við komin um hádegi í gær (15. júlí) og tókum smá bíltúr á Skagen þar sem við skoðuðum okkur aðeins um með öllum hinum túristunum áður en við brunuðum heim. Á heimleiðinni lentum við reyndar í einu mesta skýfalli sem við höfum nokkurn tíma séð en við neyddumst til að fara út af hraðbrautinni þar sem það var ekkert hægt að sjá fyrir úrhellinu. En eins og í sönnum útlöndum stytti fljótt upp og eftir smá stund var komin sól og blíða og steikjandi hiti þannig að við komumst fljótt heim og gátum grillað kvöldmatinn heima í rólegheitunum eftir 9 daga vel heppnað ferðalag.
Í dag er svo dagurinn hennar Kristínar Hrefnu sem er 25 ára í dag og heldur því upp á stórafmæli án okkar.... jamms þær eru víst orðnar ansi margar veislurnar sem við erum búin að missa af á Íslandi ... en svona er þetta bara! Innilega til hamingju með daginn Kristín Hrefna!
Bestu sumarkveðjur,
Jun 20, 2009
Einn kominn í sumarfrí!
Þá er Helgi loksins kominn í sumarfrí. Það er satt best að segja mikið fagnaðarefni fyrir alla á heimilinu..... hann var auðvitað sjálfur orðinn þreyttur á þessari löngu törn, ég búin að elda miklu miklu oftar en hæfileikarnir í eldhúsinu leyfa og drengirnir þurfa að fara að fá almennilegan mat - hehe! Þetta er kannski er alveg svona slæmt ... en samt!
Strákarnir eiga núna eina viku eftir fram að sumarfríi. Það er búið að vera mjög gaman hjá Jóel mikið af ferðum hingað og þangað með skólanum, fótbolti og svo er sumarmót í boltanum á miðvikudag.
Fannar leikur sér úti allan daginn og er bókstaflega úrvinda á kvöldin þegar hann kemur heim. Hann er líka skemmtilega skítugur upp fyrir haus þegar hann kemur heim af leikskólanum.... allt voooða hollt og gott!
Ég fór á fund með leiðbeinandanum sl. mánudag til Köben auðvitað. Rifjaði upp lestarferðirnar sem voru stundaðar svo reglulega fyrstu þrjár annirnar. Fundurinn gekk vel og ég ætti að geta klárað ritgerðina bara með því að koma mér að verki, ég er sem sagt nokkurn vegin með öll gögn sem ég þarf.... núna er bara að hætta þessu endalausa hangsi á internetinu og skrifa.... og klára svo ég komist í sumarfrí með hinum!
Ég er svo jafnvel komin með vinnu/verkefni í haust sem research assistant í spennandi rannsókn hér við Århus University. Það verður pottþétt góð reynsla ... svona ef allt gengur upp :-)
Við erum aðeins að finna fyrir því að stundum er erfitt að vera ekki heima á Íslandi, svona þegar mikið liggur við. Þessa dagana eru sko tveir stórviðburðir fjölskyldunni en Valdís frænka gifti sig sl. þriðjudag og misstum við víst af miklu og í dag laugardag mun Jóel bróðir útskrifast úr Háskólanum og er þar með formlega orðinn læknir. Það er satt best að segja hundfúllt að geta ekki verið með honum á þessum degi - tekið þátt í veisluhöldunum, partýinu og því öllu. En við fengum jú að skála með honum um daginn....
Annars er bara framundan að njóta veðursins í næstu viku - við erum að tala um sól og jafnvel 25°hita sem er bara dásamlegt!!!!!!! Það verður þá unnið vel í brúnkunni.
Bestu kveðjur,
Jun 5, 2009
Úpps... það er kominn júní!!!
Ég var alveg sannfærð um að ég væri nýbúin að skrifa veðurfréttir og aðrar fréttir hingað á síðuna þegar ég allt í einu komst að því að það er bara langt langt síðan!!!
Ég reyni því snarlega að bæta aðeins úr fréttaskortinum og koma með smá update!
Við fórum í seinni hluta maí á leiksýningu hjá Jóel þar sem hann fór á kostum sem Vampyrmyg hvað sem það nú er og sagði svo snilldarvel "mmm... her lugter menneskeblod! En lækkert lille mundfuld menneskeblod". Jóel er líka búinn að spila á nokkrum litlum fótboltamótum og er alltaf jafn gaman að heimsækja litlu nágrannabæina og spila smá fótbolta í leiðinni. Það nýjasta hjá drengnum er svo tannleysi! Jóel er sem sagt nýbúinn að missa báðar framtennurnar í efri þannig að hann er sko aldeilis glæsilegur þessa dagana!!!
Fannar er hress að vanda. Endalausir frídagar nú í maí og júní. Í dag er t.d. Grundlovsdag og því frí og sl. mánudag var 2. pinsedag (hvítasunnan) því einungis þrír virkir dagar í þessari viku.
Helgi Kristinn er byrjaður í prófum eitt búið og þrjú eftir.
Ritgerðaskrif ganga bara hægt og rólega hjá húsmóður heimilisins. Þetta fikrast áfram. Fer á fund með leiðbeinandanum 15. júní og eftir það get ég vonandi unnið á fullu í síðustu köflunum og svo klárað fyrir sumarfrí í lok júní - vonandi!
Við höfum verið svo heppin að fá góða gesti. Í lok maí kom Jóel bróðir eða Jóel frændi eða bara doktor Jóel og var hjá okkur í nokkra daga - það var snilld! Við afrekuðum meira að segja að ganga alla leið upp á topp hæsta fjalls Danmerkur með gestinn. Litlu frændurnir voruþvílíkt ánægðir með að fá frænda sinn í heimsókn við hin notuðum auðvitað tækifærið til að borða góðan mat og drekka með því eitthvað gott .... og halda upp á að "litli bróðir" er búinn að klára læknisfræðina sem er nú enginn smá árangur! Jóel Kristinn vill reyndar meina að hann sé ekki einu sinni orðinn fullorðinn, bara stór unglingur....
Við fengum svo aðra heimsókn frá Íslandi í fyrradag þegar Erna og Gulli kíktu til okkar í kaffi. Þau komu reyndar færandi hendi með fullan poka af íslensku sælgæti .... mmmmm.... við bara njótum og mætum í ræktina þess á milli :-) Það var auðvitað gaman að hitta þau eins og alltaf ekki síst þar sem Gulli sýndi fjarstýrða dótinu hans Helga mikinn áhuga ..... það þarf nú ekki meira til að gleðja stóra strákinn á heimilinu! Þið vitið það þá ef þið viljið slá í gegn hjá Helga Kristini þá þarf ekki meira til en að hafa áhuga á dótinu hans... hehehe
Jæja þá er það lærdómurinn,
Bestu kveðjur
May 18, 2009
Námsmannalífið í DK
Jæja þá er komið að smá uppfærslu veðurfrétta og annarra frétta. Það er líklega helst í veðurfréttum að það var betra veður á Íslandi í gær en hér í DK. Ég ætlaði að fara að kvarta en Helgi minnti mig á að við værum búin að hafa sumar og sól meira og minna síðan í apríl og Íslendingarnir heima ættu þetta bara skilið eftir allt saman. Veðrið í dag er fínt en það er eitthvað úrhelli og jafnvel þrumuveður í kortunum fyrir vikuna..... það er kannski fínt fyrir námsmennina en Fannar Ingi á að fara í spennandi vorferð á miðvikudaginn þegar mesta rigningin er í kortunum - úff!
Það var mikið fjör í afmælinu hjá Jóel Kristni. Við fengum allan bekkinn hans hingað í eldhresst morgunpartý þann 7. maí. Grilluðum pylsur í garðinum og buðum upp á fótboltaköku og saftevand. Það getur verið mjög athyglisvert að fá svona litríkan hóp í afmælisboð þ.s. nokkrir mega ekki borða svínakjöt og svo er einhver með eggjaofnæmi ........ þannig að við auðvitað suðum kjúklingapylsur í eldhúsinu svo þær myndu ekki komast í snertingu við svínakjötið á grillinu og svo var sett eggjalaust deig í muffins-form til að gæta að eggjaofnæminu. Það er eins gott að vera með þetta allt á hreinu!
Kristín Hrefna, Borgar, Breki og Marselía mættu hér um miðja nótt aðfararnótt afmælisdagsins 8. maí og voru því hér með öllum nágrönnum okkar í smá grillafmæli fyrir Jóel á afmælisdaginn. Á laugardaginn hélt prógrammið áfram því við brunuðum í Djurs Sommerland þar sem hlaupið var á milli rússíbana og annarra skemmtitækja fram að lokun með smá nestishléum þó. Síðan var auðvitað farið heim að grilla!
Sunnudagsprógrammið var svo ferð í Ljónagarðinn (Givskud Zoo) sem er alltaf jafn skemmtilegur. Ljónin vöktu að venju mesta lukku!!!! Nú um kvöldið var svo auðvitað farið heim að grilla ..... en ekki hvað... Á mánudeginum var margþætt prógramm Fannar og Jóel fóru í skólann, Borgar og Helgi í golf og við hin í bæinn í H&M ferð, eftir að allir höfðu klárað sitt fórum við öll saman með epli og gulrætur í Bambaskóginn og svo smá á ströndina. Um kvöldið var svo farið út að borða ....mmmm...
Eftir þessa viðburðaríku og góðu daga þurftu allir bara að snúa sér að sínu og takast á við verkefnin sem biðu!
Framundan er í vikunni leiksýning og bekkjarkvöld hjá Jóel Kristni, vorferð og kaffiboð hjá Fannari, próflestur og ritgerðavinna hjá fullorðna fólkinu eeeeeen á föstudagskvöldið er aftur von á góðum gesti - að þessu sinni er von á Jóel bróður eða doktor Jóel sem er núna í útskriftardjammi með læknisfræðinni en kemur til okkar og verður hér í Árósum í nokkra daga. Bara gaman!
Jæja bestu kveðjur,
May 5, 2009
Hmmmmm.... dropar úr lofti!
Hér er áframhald á veðurfréttum - hehe - eftir 270 sólarstundir í apríl eru farnir að koma rigningadropar við og við. Sumir segja að þetta sé gott fyrir gróðurinn aðrir fyrir lærdóminn en ég held jafnvel að þetta sé í tilefni þess að Kristín og Borgar og börnin eru að koma um næstu helgi!!!
Kristín og Borgar komu um páskana í fyrra og þá voru köldustu páskar í DK í manna minnum..... það er spurning hvað gerist núna.....
Annars er það að frétta af Fannari Inga 4ra ára að hann er farinn að hjóla um allt hverfið án hjálpardekkja. Drengurinn settist upp á hjól nágrannans í síðustu viku og bara hjólaði af stað þannig að pabbi hans tók hjálpardekkin af litla hjólinu hans og nú hjólar hann bara út um allt með bros á vör!!!
Nú erum við fullorðna fólkið að átta okkur á því að það er kominn maí og nú verður sko aldeilis að taka sig á í náminu. Ótrúlegt að flytja til útlanda til að læra og mega svo eiginlega bara ekkert vera að því að læra.... en þessu verður reddað á næstu dögum og vikum. Fram til ca. 18. júní verða "allar" lausar mínútur notaðar í lærdóm.
Bestu kveðjur
Apr 24, 2009
Sól og blíða
Þar sem lítið sem ekkert er að frétta verður þetta bara stutt fréttayfirlit og veðurfréttir.
Jóel Kristinn leikur sér úti í sólinni þess á milli sem hann er í skólanum.
Fannar Ingi leikur sér úti í sólinni .... líka í leikskólanum.
Helgi Kristinn reynir að sinna náminu en þarf stundum (svolítið oft) að fá langa pásu til að geta verið úti í sólinni.
Lóa Björk reynir stundum að sinna ritgerðarskrifum en vill frekar bara vera úti í sólinni.
Veðurfréttir: Hér er sól alla daga og hitinn á bilinu 15°- 20° (auðvitað heitara þegar maður situr í sólinni). Apríl stefnir skv. dönsku veðurfréttunum í met í fjölda sólskinsstunda sem er bara gott.
Gestafréttir: Eftir brottför afa og ömmu á Selfossi eftir páskana fengum við góðan gest í næturgistingu, mat og drykk. Svenni (hennar Regínu) á leið framhjá og kom við hjá okkur við góðar undirtektir heimilisfólksins. Í næstu viku er von á ömmu Guðlaugu sem ætlar að hitta börn og barnabörn í nokkra daga. Viku síðar er svo von á Kristínu Hrefnu og öllu hennar liði í nokkra daga skemmtiferð og munum við einmitt halda upp á afmæli Jóels 8. maí þegar Kristín og fjölskylda verða hér - voða gaman! Nú þar á eftir síðar í maí er von á doktor Jóel og það verður sko varla leiðinlegt heldur..... Frekari gestakomur hafa ekki verið boðaðar .... sumarið ekki planað hjá fjölskyldunni en það kemur bara í ljós hvernig það verður.
Næst á dagskrá er svo að fagna fæðingu enn eins frændans í Svíaveldi en á allra næstu dögum munu Pétur Orri og Tómas Atli eignast lítinn bróður .... það verður sko fjör á Seltjarnarnesinu og í sveitinni þegar við systurnar mætum með liðið - næst þegar við hittumst 5 strákar!!!!!
Jæja bestu kveðjur
Apr 13, 2009
Páskafríið á enda
Það er víst strax kominn 2. í páskum og gestirnir okkar góðu frá Selfossi bæði komnir og farnir.
Síðustu dagar hafa farið í að borða mikið af góðum mat, undirbúa máltíðir og ganga frá eftir máltíðir - hehe. Við höfum jú reynt þess á milli að ganga smá og smyrja nesti og svo höfum við að sjálfsögðu gefið okkur tíma til að borða íslensku páskaeggin okkar mmmmmmmmmmm......
Reyndar fórum við í Legoland á föstudaginn langa þar sem við þeyttumst á milli tækjanna í 7 og hálfan klukkutíma og skemmtum okkur konunglega að venju. Afinn og amman voru dregin upp í alls konar lestir og rússíbana og stóðu þau sig með mikilli prýði.
Á páskadag var varla hægt að átta sig á því að við vorum ekki á Íslandi. Allir fengu íslensk páskaegg frá Nóa og Síríus og svo var íslenskt lambalæri um kvöldið það eina sem kannski var svolítið ó-íslenskt var veðurfarið en það var auðvitað sólbaðsveður eins og er búið að vera síðustu vikuna og er spáð áfram þá næstu. Við erum að tala um ca. 15 - 19° sem er bara alveg fínt í fyrri hluta apríl mánaðar.
Á morgun tekur svo alvaran aftur við. Strákarnir þrír fara allir í skólana sína - leikskólann - grunnskólann og háskólann og húsmóðirin verður að gjöra svo vel að koma sér aftur á skrið í lokaritgerðinni. Stefnan er að klára ritgerðina í júní til að vera ekki með þetta hangandi yfir sér í allt sumar!
Sem sagt allir vel nærðir eftir gott páskafrí,
bestu kveðjur
Apr 2, 2009
Hér er sól og blíða
Já hér er sem sagt komið alvöru vor! Páskaliljurnar eru byrjaðar að springa út í garðinum og hitastigið er komið vel yfir 10° sem er fínt í byrjun apríl. Spáin gerir meira að segja ráð fyrir allt að 17° á laugardaginn........ jibbý.
Helgi Kristinn átti afmæli í gær og þá var bara frí hjá okkur fullorðna fólkinu! Þegar drengirnir voru komnir í skólana sína brunuðum við með Þórunni og Jóa í golf og spiluðum til hádegis. Eftir það var svo haldið niðrí bæ þar sem við fengum okkur lunch við ána mmmmmmm........ röltum svo um í bænum - völdum sumarjakka á afmælisbarnið og fleira skemmtilegt! Um kvöldið fórum við svo fjölskyldan saman út að borða ............. þannig að þetta var bara hinn besti dagur!
Fyrir utan afmælisveisluna er lítið um að vera hjá okkur í fjölskyldunni .... nema hjá Jóel - þar er allt á fullu!
Sl. fimmtudag var okkur boðið á sirkus í SFO-inu hans Jóels. Þar voru krakkarnir búnir að undirbúa rosa flotta sýningu. Jóel var í hlutverki karate-meistara. Karate-meistaranir voru þrír gríííðarlega sterkir strákar sem fyrst brutu þunna litla spýtu (sem minnti mjög á hrökkbrauð), þá var höggið í sundur prik og að lokum heill múrsteinn!!!! Framlag drengsins var tekið upp á símann hans Helga og má sjá upptöku hér: http://share.ovi.com/users/hkh
Næsta sýning var svo á sunnudaginn þegar við fórum á lokasýningu fimleikanna. Þar sýndu fjölmargir hópar það sem þeir voru búnir að læra í vetur og stóð Jóel Kristinn sig auðvitað einstaklega vel. Hann tekur svona sýningum mjööööög alvarlega, er einstaklega einbeittur á meðan á sýningunum stendur en um leið og sýningarnar eru búnar kemur hann hlaupandi - brosandi út að eyrum - alsæll!
Skemmtiprógrammið átti nú heldur betur að halda áfram hjá Jóel í dag. Í kvöld átti hann að mæta í sínu fínasta pússi í Galaveislu í skólanum þar sem hann átti að borða og dansa og á morgun er önnur veisla í skólanum því það er útiskemmtun frá kl. 12 - 14 með ýmsum þrautum og leikjum eeeeeeeen
Jóel vaknaði upp í nótt bókstaflega hundlasinn! Ég hef reyndar bara einu sinni áður séð hann svona slappann en það var þegar hann fékk einkyrningssóttina þegar hann var 3 ára! Nú liggur hann bara uppi í rúmi með 40° hita og sefur og sefur og sefur.
Hann verður nú vonandi fljótur að hrista þetta af sér ..... amma og afi á Selfossi koma í næstu viku og svo hefur amma Guðlaug líka boðað komu sína en hún kemur um mánaðamótin apríl/maí þannig að það er ýmislegt framundan!
Bestu kveðjur,
Mar 21, 2009
Rólegheit
Allt gott að frétta héðan úr rólegheitunum.
Það er engin spurning að vorið er nánast komið hér í Danmörkunni. Búið að vera upp undir 10° alla síðustu viku og menn hafa sest út í sólina .... í flíspeysunni ... og horft á vorlaukana sem eru komnir í ca. 15 cm hæð. Annars hafa víst fæst orð minnsta ábyrgð því það á víst að kólna aftur í næstu viku en það verður nú vonandi sem minnst úr því. Við erum sko alveg tilbúin að fá almennilegt vor - sem fyrst!
Við höfum bara verið mest hérna heima við og reynt að sinna skyldunum síðustu dagana. Fórum reyndar í tvær góðar afmælisveislur um síðustu helgi þar sem við fengum hressilegan skammt af góðum kökum. Það besta var að veislurnar voru hvor á eftir annarri. Fórum sem sagt fyrst kl. 13 í 5 ára prinsessuafmæli til Völu sem er dóttir eins skólafélaga Helga og svo beint þaðan til Jóns Freys sem var var víst aðeins meira en 5 ára!!! Helgi fékk að velja afmælisgjöfina hans Jóns Freys og auðvitað keypti hann fjarstýrða þyrlu.... en ekki hvað
Annars erum við Helgi bæði í ritgerðarskrifum þessa dagana. Helgi er að skila ritgerð um Heuristic algorithm of truckload bleeeeeeeeeee.... þetta er líklega eitt mest óspennandi ritgerðarefni sem ég hef kynnst og frekar ólíklegt að þetta eigi eftir að nýtast honum í framtíðinni. Í stuttu máli er hann að fjalla um og reikna út leiðarkerfi fyrir flutningabíla ....
Ég er bara að reyna að skrifa gengur hægt ......... en gengur þó!
Fannar Ingi er bara í leikskólanum að leika við íslensku börnin eins og venjulega, kemur svo heim og leikur við íslensku börnin eins og venjulega....
Jóel Kristinn er að undirbúa tvær sýningar. Á fimmtudaginn er sirkus hjá bekknum hans Jóels í SFO-inu og mun hann leika þar listir sínar sem einhvers konar bardagamaður - hann hefur það líklega frá Jóel frænda sínum (móðurbróður). Á sunnudaginn eftir viku er svo lokasýning í fimleikunum eða springgymnastik.
Við eigum svo von á góðum gestum um páskana. Afi og amma á Selfossi munu mæta á svæðið og dekra við barnabörnin eins og venjulega ........... geri ég ráð fyrir :-)
Sem sagt bara allt rólegt og gott hér í Viby,
Bestu kveðjur
Mar 9, 2009
Skemmtileg helgi að baki!
Það er víst komið nokkuð langt síðan fréttir af fjölskyldunni voru skrifaðar hér inn en það er kannski líka bara vegna þess að það hefur ekki verið svo mikið að frétta!
Fastelavn gekk vel fyrir sig, Jóel Kristinn fékk flottan sjóræningjabúning og gekk um sem vöðvastæltur sjónræningi og sló köttinn úr tunnunni og Fannar Ingi var í búningi úr Cars myndinni - og var því flottur kappakstursbílstjóri. Allir borðuðu líka bollur og við fengum meira að segja saltkjöt og baunir á sprengidag - þannig að við fengum allan pakkann þó við séum hér í DK.
Hið daglega líf er í mjög föstum skorðum. Jóel fer í skólann-SFO-springgymnastik-fótbolta og leikur sér við vini sína glaður með þetta allt. Fannar Ingi fer í leikskólann og leikur sér sæll og glaður. Helgi Kristinn mætir í ræktina, skólann og flýgur nýju fjarstýrðu þyrlunni sinni sæll og glaður. Ég mæti í ræktina og reyni að skrifa lokaritgerðina mína sem fer hægt af stað - en mun vonandi hafast fyrir sumarið!
Við reynum svo að brjóta um hversdagleikann með skemmtilegheitum og vorum einmitt að koma úr frábærri sumarbústaðarferð þar sem við eyddum helginni með Þórunni, Jóa, Heiðrúnu Ósk, Sigurði Ragnari og Hildi Brynju á Vesturströnd Jótlands. Börnin fengu sko heldur betur að njóta sín. Við fórum í sund, spiluðum fótbolta, fórum í gönguferðir á ströndina (sem er svo stór að hún minnti næstum á eyðimörk - nema það var sjór ... ) fórum á skemmtilegan róló, spiluðum og umfram allt borðuðum góðan mat aftur og aftur... og aftur og aftur.
Nú fyrir þá sem ekki muna setur Helgi stundum inn myndir úr símanum sínum hér: http://share.ovi.com/browse/mostrecent/member/hkh.
Það eru reyndar engar alveg nýjar myndir núna en mynd af tunnunni sem sett var upp hér á Fastelavns-festinu hér í götunni og keiluferð fjölskyldunnar og eitthvað svona.
Bestu kveðjur,
Feb 20, 2009
Allt eins og það á að vera!
Nú er letilífi og fríi lokið!!!!
Íslandsferðin varð að einni alsherjar matarveislu. Náðum 17 matar-/kaffiveislum á 10 dögum auk nauðsynlegra heimsókna á KFC, Subway og American Style.
Þó svo að humarinn, lambakjötið, hjónabandssælan og allar hinar kræsingarnar hafi alveg verið ferðarinnar virði þá var það nú fólkið sem við náðum að hitta sem skipti mestu máli. Náðum að knúsa flesta .... hefði nú viljað hitta sumar meira en svona er þetta bara þegar maður þeytist á milli staða non-stop í 10 daga þá nær maður því miður ekki öllum og flestum bara einu sinni - en sådan er det bare!
Fyrir strákana var toppurinn að komast í sund, á snjóþotu og í jeppann hans Gumma frænda auk þess að hitta ömmurnar og afana. Jóel Kristinn fékk líka tækifæri til að hitta gömlu vini sína í Snælandsskóla þar sem hann fékk að vera með í 1. R hálfan dag og var mjög ánægður með það. Honum var líka boðið í heimsókn til Benedikts vinar síns sem var alveg frábært því hann er sko ekkert búinn að gleyma vinunum af Grænatúni. Jóel Kristinn fékk líka tækifæri til að leika við hana Anítu sína og það tók ekki nema svona 1 - 2 mínútur áður en þau voru dottinn í leikgírinn eins og þau hefðu hist síðast í gær!
Núna er fríið búið! Helgi Kristinn kominn á fullt í skólann aftur eftir að hafa náð mjög góðum árangri í janúarprófunum og ég er að reyna að koma mér af stað í ritgerðarvinnuna en ég er sem sagt búin að ljúka öllum fögunum og á bara ritgerðina eftir.
Framundan er mikið fjör. Benta Vala gistir á laugardaginn og það er nú ávísun á action (hehe) og á sunnudaginn verður Fastelavn-hátíð í götunni þar sem börnin fara í búninga og slá köttinn úr tunnunni og á eftir verður boðið upp á fastelavns-boller, öl og aðra drykki. Á mánudag verður svo fastelavn bæði á leikskólanum hjá Fannari og í skólanum hjá Jóel þannig að hér sé bara gaman.
Bestu kveðjur,
Jan 26, 2009
Letilíf
Jæja þá er prófatörninni lokið!! Loksins, loksins, loksins....
Við sem sagt kláruðum sl. föstudag og tók letin við alveg um leið! Við vorum svo heppin að nágrannar okkar buðu okkur í mat á föstudagskvöldið þannig að við þurftum hvorki að elda né hafa ofan af fyrir drengjunum þar sem allt var til alls í veislunni - matur og leikfélagar. Við spiluðum auðvitað frameftir nóttu og entumst ótrúlega lengi miðað við hve þreytt við vorum. Ég hafði t.d. vaknað kl. 05:10 um morguninn þar sem ég þurfti að leggja af stað kl. 06 um morguninn til Köben í prófið mitt!
Ég verð nú samt að nefna það sérstaklega að ég afrekaði að mæta með strákana á fótboltaæfingu kl. 09 á laugardagsmorgun !!!! Þetta var auðvitað fótboltaæfingin hans Jóels en það mæta svo fáir strákar á æfingarnar þessar vikurnar að Fannari var boðið að vera með og stóð sig ótrúlega vel og brosti út að eyrum allan tímann!
Eftir að komið var heim af fótboltaæfingunni var ekki meira afrekað þann daginn! Foreldrarnir voru einfaldlega of latir þannig að dagurinn leið án þess að það næðist að gera neitt af viti, ekki einu sinni að fara út í búð að versla í matinn ;-) (McDonalds reddaði kvöldmatnum við miklar vinsældir drengjanna!)
Á sunnudaginn skruppum við fjölskyldan í keilu. Strákarnir höfðu aldrei áður farið í keilu og skemmtum við okkur öll mjög vel. Það er keilusalur hérna rétt hjá okkur og höfum við oft talað um að fara en aldrei látið verða af því fyrr en nú. Þess má geta að úrslitin fóru þannig að Helgi burstaði keiluna, Jóel varð í 2. sæti , Fannar Ingi í 3. sæti eftir að hafa verið í 2. sæti lengst af en mamman sjálf rak lestina og átti víst aldrei minnstu von á verðlaunasæti :-(
Nú eru svo bara rólegheit framundan. Lítið sem Helgi á að mæta í skólann þessa vikuna og ég þarf bara að vinna smá í rannsóknarspurningunni minni og vinnuáætlun fyrir mastersritgerðina. Þannig að stærstu verkefnin verða bara að mæta í ræktina og vera latur ... svona til skiptis
Svo má minna einu sinni enn á að við erum að kíkja heim þann 6. febrúar... vona bara að það verði fleiri umræðuefni í boði en ástandið í landsmálunum! Við sitjum hérna á refresh-takkanum á fréttamiðlunum og fylgjumst með............ en ég er bara of löt til að skrifa allt sem mér finnst...
Bestu kveðjur
Jan 16, 2009
Próflestrardagar
Nú snýst heimilislífið bara um próflestur foreldranna. Ekki það að við séum alltaf að læra - nei nei alls ekki - við bara eigum alltaf að vera að læra eða erum að reyna að vera læra.... og stundum erum við að læra ;-)
Ég var svo "heppin" að lenda á fyrsta mögulega prófadeginum í stærðfræðiprófinu mínu sem verður ansi erfitt! Það er alltaf jafn erfitt að fara í þessi munnlegu próf og tala útlensku þar að auki en auðvitað reddast það nú samt (vonandi) það þarf bara að hafa fyrir því. Ég hef nú ekki verið dugleg við að halda einbeitingu eftir verkefnaskilin og er núna að vinna upp það sem ég ætlaði að gera á ca. 10 dögum fyrir próf svona síðustu 3 dagana..... prófið er sem sagt á mánudagsmorgun. Seinna prófið mitt er á föstudagsmorgun en eftir það byrja ég bara í rólegheitunum að vinna í mastersritgerðinni minni.
Helgi er í rólegheitunum að undirbúa sig fyrir próf sem er næsta föstudag og þá er hann líka búinn í prófum.
Jóel Kristinn missti í fyrsta sinn daga úr skólanum en hann var lasinn heima í gær og í fyrradag. Þar sem við foreldrarnir vorum upptekin við að reyna að læra þurfti hann nú að sætta sig við lágmarksathygli allan daginn, horfa á sjónvarp og svoleiðis. Til að gera þetta aðeins flóknara þá er tölvan okkar í viðgerð (þar sem allt barnaefnið og leikirnir eru) og Play Station tölvan ónýt ... en einhvern veginn komst fólk af áður en tölvurnar komu......... við erum bara búin að gleyma því hvernig börn léku sér fyrir tíma Play Station þannig að Helgi fór til nágrannanna og fékk leikjatölvuna þeirra lánaða .... hehe. Jóel Kristinn var svo alsæll í morgun þegar hann fékk leyfi til að fara í skólann enda var afmælisveisla heima hjá einum bekkjarbróður hans.
Það er nú lítið að frétta af Fannar Inga, en engar fréttir eru jú góðar fréttir. Hann er að minnsta kosti sæll og glaður á leikskólanum og alveg dauðþreyttur á kvöldin. Í kvöld sofnaði hann t.d. í sófanum yfir Disney stundinni klukkan rúmlega sjö.
Annars er að styttast í Íslandsferðina - bara 3 vikur þangað til við komum og dagskráin alveg að verða þétt skipulögð - hehe! Jóel Kristinn ætlar meira að segja að heimsækja 1.R í Snælandsskóla en þar eru gömlu vinir hans úr leikskólanum. Þá getur hans aðeins fengið að sjá hvernig þetta er í íslenskum skóla á meðan mamma hans hangir á kennarastofunni og spjallar við allt samstarfsfólkið í skólanum.
Jæja best að fara að læra.... eða sofa,
Bestu kveðjur
Jan 8, 2009
Rútína á ný!
Hér gengur lífið sinn vanagang.
Drengirnir alsælir að vera komnir í skólana sína aftur. Jóel Kristinn verður í því sama og á haustönninni þ.e. springgymnastik og fótboltanum sem er bara fínt. Í skólanum bætist smá við, þar sem að nú kemur dönskukennari inn í bekkinn 1 eða 2 sinnum í viku. Þetta er kennarinn sem mun taka við bekknum næsta vetur en hér í DK er það oftast þannig að það er sérstakur börnehaveklasselærer og svo tekur dönskukennarinn við umsjóninni í 1. bekk sem er reyndar 2. bekkur á Íslandi. Fljótlega kemur líka inn stærðfræðikennari sem mun svo halda áfram með bekkinn í stærðfræði næsta skólaár. Jóel fór líka í hefðbundna heimsókn til skólahjúkkunnar í vikunni og staðfesti hún að drengurinn bæði sjái og heyri vel er 120,5 cm og bara í góðu lagi að öllu leyti!
Fannar Ingi harðneitar að halda áfram í Boldspilinu þrátt fyrir að það hafi verið mjög fínt námskeið og við ætlum nú ekki að neyða drenginn til að halda áfram. Þeir bræður hafa báðir verið að tala um að spila á hljóðfæri og kannski getum við fundið út úr því fyrir næsta vetur, skv. skyndikönnun á netinu eru nú samt engir námsmannaprísar í boði í tónlistarnáminu sem er rándýrt eins og á Íslandi - en þetta kemur bara í ljós. Fannar Ingi mun því láta leikskólann nægja en segist þá ætla í fótboltann þegar hann byrjar aftur fyrir hans aldur í vor.
Helgi fór í próf 3. janúar sl. og gekk bara fínt. Nú er hann í rólegheitunum að undirbúa sig fyrir næsta próf, ekkert stress ennþá en það á eftir að koma.
Ég skilaði öllum mínum verkefnum þ.e. 115 bls í 4 eintökum samtals 460 bls. á þriðjudagsmorgun. Nú býð ég bara eftir að fá að vita hvenær ég lendi í prófunum mínum en prófadagarnir eru frá 19. - 30. janúar. Ég hef verið að nota tímann aðeins síðustu daga til að undirbúa mastersritgerðina mína en ef ég næ öllum prófum á þessari önn þá á ég bara ritgerðina eftir! Í gærkvöldi áður en ég skrapp í átveislu með nágrannakonum mínum þá skrifaði ég niður þá hugmynd sem ég hef að efni og í dag sendi ég hana til þess kennara sem ég helst vildi fá sem leiðbeinanda og viti menn 5 mínútum seinna svaraði kennarinn mailinu og samþykkti bæði að verða leiðbeinandinn minn og að hugmyndin að efninu væri eitthvað sem vel væri hægt að nota! Þá þarf ég amk ekki að hafa áhyggjur af því!
Í gær héldum við Íslendingarnir í götunni þrettándagleðina okkar, eins og í fyrra söfnuðumst við saman og kveiktum bál, brenndum jólatré og skutum upp afganga af rakettum og börnin fengu stjörnuljós.
Nú erum við fjölskyldan öll farin að hlakka til að koma til Íslands í vetrarfríinu (6. - 16. febrúar) við verðum nú eins og venjulega að skipuleggja tímann vel til að ná að hitta sem flesta. Jóel Kristinn er búinn að leggja inn pöntun fyrir snjó á Íslandi enda er víst lítið um svoleiðis hér hjá okkur - sáum samt nokkur korn um síðustu helgi og var þeim fagnað gríðarlega í þær klukkustundir sem snjórinn var.
Bestu kveðjur,
Jan 1, 2009
Gleðilegt ár!
Við fjölskyldan óskum ykkur öllum gleðilegs árs og hlökkum auðvitað til að hitta ykkur öll á nýju ári.
Við höfum haft það rólegt og gott yfir jólin. Helgi hefur verið að læra fyrir próf og við strákarnir höfum bara verið að leika og slappa af. Við fórum á jólaball hjá Íslendingafélaginu þar sem synir tónmenntakennarans fengu loksins að heyra og syngja íslensku jólalögin (tónlistaruppeldið eitthvað slappt á heimilinu um þessar mundir). Þá skruppum við og kíktum á lífvarðaskipti hjá drottningunni sem var hér í Árósum yfir jólin. Annars erum við bara búin að vera heima!
Ég var nú eitthvað að læra og á morgun er það lokahnikkurinn - allt á að klárast um helgina.
Áramótin voru mjög skemmtileg hjá okkur. Við borðuðum með Þórunni, Jóa og börnunum þeirra og það er sko aldrei leiðinlegt hjá okkur!!! Við vorum með kalkún í matinn - þvílíkt vel heppnað. Borðuðum auðvitað yfir okkur, vorum með ótrúlega góða forrétti og tvo desserta líka og magnið af matnum hefði dugað fyrir a.m.k. eina til tvær fjölskyldur í viðbót! Við skutum auðvitað upp flugeldum um miðnætti og svo var bara tjúttað fram eftir öllu......... kannski aðeins of lengi miðað við að Helgi er að fara í próf á laugardagsmorgun!!
Nú er bara að koma sér í rútínuna aftur - drengirnir fara aftur í skóla á mánudaginn og þá verður að vera búið að koma svefntímanum í réttan farveg aftur.
Sem sagt allt gott héðan á nýju ári!
Subscribe to:
Posts (Atom)